Mikil samstaða í hópi fjallabrunara eftir slysið í Úlfarsfelli Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. ágúst 2022 13:33 Útsýni af Úlfarsfelli. Vísir/Vilhelm Sautján ára strákur sem slasaðist alvarlega í hjólreiðakeppni á laugardag undirgekkst aðgerð um helgina en hann hlaut áverka á baki. Meðstjórnandi Hjólreiðasambands Íslands segir viðbragð á staðnum hafa verið fumlaust en verkferlar við slíkum slysum verði til umræðu á næsta fundi sambandsins. Mikil samstaða sé í fámennum hóp þeirra sem keppa í fjallabruni og hugur allra hjá drengnum, sem er vel þekktur í þeirra heimi. Slysið varð þegar Kulda fjallabrunið svokallaða fór fram í Úlfarsfelli á laugardag en áverkarnir drengsins voru þannig að ekki var talið öruggt að flytja hann landleiðina á sjúkrahús. Þyrla Landhelgisgæslunnar var því kölluð út og flutti drenginn á Landspítalann skömmu síðar. Lögregla er nú með málið til skoðunar, líkt og venjan er þegar slys verða. Björgvin Tómasson, meðstjórnandi í stjórn Hjólreiðasambands Íslands, var á mótinu en sá þó ekki þegar slysið átti sér stað. Hann var í kjölfarið í sambandi við foreldra drengsins. „Hann fór í aðgerð þarna um kvöldið eða nóttina og er síðan bara að vinna úr því, ég þekki ekki meira hvernig fór þegar aðgerðin var að baki,“ segir Björgvin en foreldrarnir eru líkt og við var að búast slegnir og eru sjálfir að vinna úr áfallinu. Hvað viðbragð á staðnum varðar segir Björgvin að viðbragðið hafi verið mjög gott þó engir sérstakir verkferlar séu til staðar þegar upp kemur alvarlegt slys. Úr því verði þó bætt. „Það er klárt, þetta verður tekið upp á reglulegum fundum Hjólreiðasambandsins og þetta mál verður krufið. Við getum reynt að minnka hættuna á slysum en þarna er krafa um mikinn öryggisbúnað á keppendum og verkferlar verða örugglega settir niður á blað um hvað á að gera,“ segir hann. Hugur allra hjá drengnum Eftir slysið leituðu mótshaldarar í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur til Rauða krossins en í fjölmiðlum var greint frá því að um 40 manns höfðu þegið áfallahjálp eftir að hafa orðið vitni að slysinu. Björgvin segir þetta ekki rétt, fáir hafi beinlínis orðið vitni að slysinu og einungis hafi verið um að ræða samstöðufund. „Þar voru foreldrar með keppendum og þetta var bara góður spjallfundur og niðurstaða Rauða krossins var að þetta væri samheldinn hópur. Þetta var bara gott spjall,“ segir hann. Slys sem þetta séu mjög sjaldgæf og því um mikið áfall að ræða. Hópur fjallabrunara sé fámennur en samstaða með drengnum sé þeim efst í huga. „Það er bara virkilega fallegt að allir eru með hugann hjá honum því að hann er vel þekktur í heimi fjallabrunara. Þetta er feykilega sterkur og öflugur hópur og alltaf allir boðnir og búnir að hjálpa hvor öðrum,“ segir Björgvin. Mosfellsbær Hjólreiðar Tengdar fréttir Fluttur með þyrlu eftir að hann slasaðist í hjólreiðakeppni Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan hjólreiðamann á sjúkrahús rétt eftir hádegi í dag. Maðurinn slasaðist í hjólreiðakeppni á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ. 27. ágúst 2022 14:52 Vitni að slysinu fengu áfallahjálp Vitni að hjólreiðaslysinu á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ í dag fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum. Maður slasaðist alvarlega í slysinu en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um hádegisbilið í dag. 27. ágúst 2022 19:34 Slasaði hjólreiðamaðurinn undirgekkst aðgerð í nótt Karlmaður sem slasaðist alvarlega í reiðhjólakeppni á Úlfarsfelli í gær fór í aðgerð í nótt og liggur enn á Landspítalanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús í gær en talið var að áverkar mannsins væru þess eðlis að ekki væri öruggt að flytja hann með sjúkrabíl. 28. ágúst 2022 11:24 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Slysið varð þegar Kulda fjallabrunið svokallaða fór fram í Úlfarsfelli á laugardag en áverkarnir drengsins voru þannig að ekki var talið öruggt að flytja hann landleiðina á sjúkrahús. Þyrla Landhelgisgæslunnar var því kölluð út og flutti drenginn á Landspítalann skömmu síðar. Lögregla er nú með málið til skoðunar, líkt og venjan er þegar slys verða. Björgvin Tómasson, meðstjórnandi í stjórn Hjólreiðasambands Íslands, var á mótinu en sá þó ekki þegar slysið átti sér stað. Hann var í kjölfarið í sambandi við foreldra drengsins. „Hann fór í aðgerð þarna um kvöldið eða nóttina og er síðan bara að vinna úr því, ég þekki ekki meira hvernig fór þegar aðgerðin var að baki,“ segir Björgvin en foreldrarnir eru líkt og við var að búast slegnir og eru sjálfir að vinna úr áfallinu. Hvað viðbragð á staðnum varðar segir Björgvin að viðbragðið hafi verið mjög gott þó engir sérstakir verkferlar séu til staðar þegar upp kemur alvarlegt slys. Úr því verði þó bætt. „Það er klárt, þetta verður tekið upp á reglulegum fundum Hjólreiðasambandsins og þetta mál verður krufið. Við getum reynt að minnka hættuna á slysum en þarna er krafa um mikinn öryggisbúnað á keppendum og verkferlar verða örugglega settir niður á blað um hvað á að gera,“ segir hann. Hugur allra hjá drengnum Eftir slysið leituðu mótshaldarar í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur til Rauða krossins en í fjölmiðlum var greint frá því að um 40 manns höfðu þegið áfallahjálp eftir að hafa orðið vitni að slysinu. Björgvin segir þetta ekki rétt, fáir hafi beinlínis orðið vitni að slysinu og einungis hafi verið um að ræða samstöðufund. „Þar voru foreldrar með keppendum og þetta var bara góður spjallfundur og niðurstaða Rauða krossins var að þetta væri samheldinn hópur. Þetta var bara gott spjall,“ segir hann. Slys sem þetta séu mjög sjaldgæf og því um mikið áfall að ræða. Hópur fjallabrunara sé fámennur en samstaða með drengnum sé þeim efst í huga. „Það er bara virkilega fallegt að allir eru með hugann hjá honum því að hann er vel þekktur í heimi fjallabrunara. Þetta er feykilega sterkur og öflugur hópur og alltaf allir boðnir og búnir að hjálpa hvor öðrum,“ segir Björgvin.
Mosfellsbær Hjólreiðar Tengdar fréttir Fluttur með þyrlu eftir að hann slasaðist í hjólreiðakeppni Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan hjólreiðamann á sjúkrahús rétt eftir hádegi í dag. Maðurinn slasaðist í hjólreiðakeppni á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ. 27. ágúst 2022 14:52 Vitni að slysinu fengu áfallahjálp Vitni að hjólreiðaslysinu á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ í dag fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum. Maður slasaðist alvarlega í slysinu en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um hádegisbilið í dag. 27. ágúst 2022 19:34 Slasaði hjólreiðamaðurinn undirgekkst aðgerð í nótt Karlmaður sem slasaðist alvarlega í reiðhjólakeppni á Úlfarsfelli í gær fór í aðgerð í nótt og liggur enn á Landspítalanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús í gær en talið var að áverkar mannsins væru þess eðlis að ekki væri öruggt að flytja hann með sjúkrabíl. 28. ágúst 2022 11:24 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Fluttur með þyrlu eftir að hann slasaðist í hjólreiðakeppni Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan hjólreiðamann á sjúkrahús rétt eftir hádegi í dag. Maðurinn slasaðist í hjólreiðakeppni á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ. 27. ágúst 2022 14:52
Vitni að slysinu fengu áfallahjálp Vitni að hjólreiðaslysinu á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ í dag fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum. Maður slasaðist alvarlega í slysinu en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um hádegisbilið í dag. 27. ágúst 2022 19:34
Slasaði hjólreiðamaðurinn undirgekkst aðgerð í nótt Karlmaður sem slasaðist alvarlega í reiðhjólakeppni á Úlfarsfelli í gær fór í aðgerð í nótt og liggur enn á Landspítalanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús í gær en talið var að áverkar mannsins væru þess eðlis að ekki væri öruggt að flytja hann með sjúkrabíl. 28. ágúst 2022 11:24