Paul Pogba kúgaður af bróður sínum í skipulagðri glæpastarfsemi Atli Arason skrifar 29. ágúst 2022 07:00 Paul Pogba var heimsmeistari með Frakklandi árið 2018. Hann fær ekki að spila aftur með franska landsliðinu ef það sem bróðir hans segir sé satt. Matthias Hangst/Getty Images Mathias Pogba, bróðir Paul Pogba, hótar að afhjúpa upplýsingar um bróður sinn sem myndu fá alla stuðningsmenn Pogba til að snúast gegn honum. Þetta segir Mathias í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum sínum á laugardaginn. Mathias segist þar ætla að deila með umheiminum upplýsingum sem yrðu til þess að Paul myndi missa sætið sitt í landsliðshópi Frakka. Enn fremur séu þetta upplýsingar sem myndu fá alla styrktaraðila Paul til að hætta samstarfinu og alla stuðningsmenn leikmannsins til að snúast gegn honum. Mathias les yfirlýsingu sína upp á fjórum mismunandi tungumálum. Mathias segist líka vera með gögn sem myndu hvorki líta vel út fyrir Kylian Mbappe né Rafaela Pimenta, umboðsmann Paul Pogba. View this post on Instagram A post shared by Mathias Pogba (@mathiaspogbaofficial) Seint í gærkvöldi greindu franskir miðlar svo frá því að Paul Pogba hefði verið handsamaður af glæpagengi í Frakklandi í mars á þessu ári. Hann hafi verið dregin inn í íbúð í París af hópi manna og einhverjir þeirra verið vopnaðir hríðskotabyssum og reynt að rukka Paul Pogba um 13 milljónir evra. Paul Pogba telur sig vita að æskuvinir hans séu í þessu glæpagengi en hann hefur séð þá aftur bæði í Manchester og svo aftur nýlega hjá æfingasvæði Juventus í Tórínó. Í Tórínó var Mathias Pogba með þessum sama hópi af mönnum, að sögn Paul Pogba. Lögmenn Paul Pogba birtu yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja hótanir Mathias Pogba ekki koma þeim á óvart, að þetta sé hluti af hótunum og fjárkúgun hóps manna með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi. Ítalski boltinn Frakkland Mál Pogba-bræðranna Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Þetta segir Mathias í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum sínum á laugardaginn. Mathias segist þar ætla að deila með umheiminum upplýsingum sem yrðu til þess að Paul myndi missa sætið sitt í landsliðshópi Frakka. Enn fremur séu þetta upplýsingar sem myndu fá alla styrktaraðila Paul til að hætta samstarfinu og alla stuðningsmenn leikmannsins til að snúast gegn honum. Mathias les yfirlýsingu sína upp á fjórum mismunandi tungumálum. Mathias segist líka vera með gögn sem myndu hvorki líta vel út fyrir Kylian Mbappe né Rafaela Pimenta, umboðsmann Paul Pogba. View this post on Instagram A post shared by Mathias Pogba (@mathiaspogbaofficial) Seint í gærkvöldi greindu franskir miðlar svo frá því að Paul Pogba hefði verið handsamaður af glæpagengi í Frakklandi í mars á þessu ári. Hann hafi verið dregin inn í íbúð í París af hópi manna og einhverjir þeirra verið vopnaðir hríðskotabyssum og reynt að rukka Paul Pogba um 13 milljónir evra. Paul Pogba telur sig vita að æskuvinir hans séu í þessu glæpagengi en hann hefur séð þá aftur bæði í Manchester og svo aftur nýlega hjá æfingasvæði Juventus í Tórínó. Í Tórínó var Mathias Pogba með þessum sama hópi af mönnum, að sögn Paul Pogba. Lögmenn Paul Pogba birtu yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja hótanir Mathias Pogba ekki koma þeim á óvart, að þetta sé hluti af hótunum og fjárkúgun hóps manna með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi.
Ítalski boltinn Frakkland Mál Pogba-bræðranna Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira