Valgeir var í byrjunarliði Häcken og lék allan leikinn í vinstri bakverði. Hann lgaði upp fyrsta mark leiksins stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Valgeir og félagar bættu öðru marki við snemma í síðari hálfleik og gerðu svo út um leikinn með tveimur mörkum á seinustu tíu mínútum hans. Gestirnir náðu þó inn einu sárabótamarki í uppbótartíma og niðurstaðan því 4-1 sigur Häcken.
Häcken trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 44 stig eftir 20 leiki, fimm stigum meira en Hammarby sem situr í öðru sæti. Hammarby á þó einn leik til góða.
Varnamo situr hins vegar í 13. sæti deildarinnar með 19 stig.