Moderna vill meina að mRNA-tækninni sem fyrirtækið þróaði fyrir Covid-faraldurinn hafi verið stolið. Stefna þess efnis var lögð fram í Þýskalandi og Massachussetts í Bandaríkjunum.
Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir Moderna að Pfizer/BioNTech hafi stolið tveimur gerðum hugverka. Annað þeirra fól í sér mRNA-byggingar sem Moderna segir að vísindamenn fyrirtækisins hafi byrjað að þróa árið 2010 og voru fyrstir til að sannreyna árið 2015 í prófunum á mönnum.
„Við erum að höfða þessar málsóknir til að vernda nýsköpun mRNA-tækninnar sem við vorum brautryðjendur að, eyddum milljörðum Bandaríkjadala í að skapa og fengum einkaleyfi á á áratugnum fyrir Covid-19-faraldurinn,“ sagði Stéphane Bancel, forstjóri Moderna í yfirlýsingu.