Snýst ekki aðeins um að ríða hratt heldur ríða rétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 11:15 Marjon Pasmooij á Karítas frá Kirkjufelli og Karri Bruskotter á Skuld frá Stokkseyri koma í mark við Gunnarsholt í gær. Sex knapar, fjórir erlendir og tveir íslenskir, keppa nú í þolreiðum á hálendi Íslands - á baki íslenska hestsins. Skipuleggjendur þvertaka fyrir að velferð hestanna sé stefnt í hættu með fyrirkomulagi keppninnar; hún snúist ekki aðeins um að ríða hratt heldur ríða rétt. Hvert lið samanstendur af knapa, tveimur aðstoðarmönnum og þremur hestum. Á fyrsta keppnisdegi í gær var riðið um Landsveit, frá Skarði að Gunnarsholti. Hermann Árnason, úr liði Líflands, leiddi eftir daginn með einnar mínútu forskot á næsta knapa. Ekki er farið hratt yfir en sigurvegarinn verður þó á endanum sá sem klárar á stystum tíma. „Þrír dagar eftir, það getur allt gerst og mjótt á munum,“ segir Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga, en fréttastofa náði tali af henni á þolreiðarslóðum við Landmannahelli í morgun. Borið hefur á gagnrýni í garð keppninnar af hálfu dýraverndarsamtaka í aðdraganda hennar; því haldið fram að velferð hestanna sé ekki gætt nægilega vel en riðnir eru tveir 35 kílómetra leggir á dag. Berglind segir hins vegar ítrustu varúðar gætt. „Dýralæknir er með í för og það var gerð dýralæknaskoðun í upphafi keppni þar sem farið var yfir ástand hestanna. Svo í lok hvers leggjar er gerð ítarleg dýralæknaskoðun, mældur púls og áverkaskoðun, og fyllsta öryggis gætt með hestana,“ segir Berglind. Knapar fái refsistig, mælist púls hestanna of hár í lok reiðar. „Og ef einhverjir áverkar sjást. Og ef það er alvarlegt eru hestarnir úr leik. En það hefur ekki gerst enn þá,“ segir Berglind. Björk Jakobsdóttir er leiðsögumaður í þolreið Landssambands hestamannafélaga.Vísir/Vilhelm Björk Jakobsdóttir, leikstjóri og leiðsögumaður í þolreiðinni, slær einnig á áhyggjur dýraverndunarsinna. „Mér finnst þetta bara ofsalega skemmtilegt og fróðlegt að fá að taka þátt í þessu. Ég hefði ekki gert það nema vitandi það að velferð dýranna er í fyrirrúmi. Þetta snýst ekki bara um að ríða hratt. Þetta snýst um að ríða rétt,“ segir Björk. Hestar Hestaíþróttir Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Óttast velferð íslenskra hesta í þolreið um hálendið næstu daga Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt í þolreiðarkeppninni Survive Iceland sem hefst á morgun. Um er að ræða 270 kílómetra þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. 24. ágúst 2022 14:30 Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. 14. desember 2021 14:00 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Hvert lið samanstendur af knapa, tveimur aðstoðarmönnum og þremur hestum. Á fyrsta keppnisdegi í gær var riðið um Landsveit, frá Skarði að Gunnarsholti. Hermann Árnason, úr liði Líflands, leiddi eftir daginn með einnar mínútu forskot á næsta knapa. Ekki er farið hratt yfir en sigurvegarinn verður þó á endanum sá sem klárar á stystum tíma. „Þrír dagar eftir, það getur allt gerst og mjótt á munum,“ segir Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga, en fréttastofa náði tali af henni á þolreiðarslóðum við Landmannahelli í morgun. Borið hefur á gagnrýni í garð keppninnar af hálfu dýraverndarsamtaka í aðdraganda hennar; því haldið fram að velferð hestanna sé ekki gætt nægilega vel en riðnir eru tveir 35 kílómetra leggir á dag. Berglind segir hins vegar ítrustu varúðar gætt. „Dýralæknir er með í för og það var gerð dýralæknaskoðun í upphafi keppni þar sem farið var yfir ástand hestanna. Svo í lok hvers leggjar er gerð ítarleg dýralæknaskoðun, mældur púls og áverkaskoðun, og fyllsta öryggis gætt með hestana,“ segir Berglind. Knapar fái refsistig, mælist púls hestanna of hár í lok reiðar. „Og ef einhverjir áverkar sjást. Og ef það er alvarlegt eru hestarnir úr leik. En það hefur ekki gerst enn þá,“ segir Berglind. Björk Jakobsdóttir er leiðsögumaður í þolreið Landssambands hestamannafélaga.Vísir/Vilhelm Björk Jakobsdóttir, leikstjóri og leiðsögumaður í þolreiðinni, slær einnig á áhyggjur dýraverndunarsinna. „Mér finnst þetta bara ofsalega skemmtilegt og fróðlegt að fá að taka þátt í þessu. Ég hefði ekki gert það nema vitandi það að velferð dýranna er í fyrirrúmi. Þetta snýst ekki bara um að ríða hratt. Þetta snýst um að ríða rétt,“ segir Björk.
Hestar Hestaíþróttir Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Óttast velferð íslenskra hesta í þolreið um hálendið næstu daga Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt í þolreiðarkeppninni Survive Iceland sem hefst á morgun. Um er að ræða 270 kílómetra þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. 24. ágúst 2022 14:30 Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. 14. desember 2021 14:00 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Óttast velferð íslenskra hesta í þolreið um hálendið næstu daga Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt í þolreiðarkeppninni Survive Iceland sem hefst á morgun. Um er að ræða 270 kílómetra þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. 24. ágúst 2022 14:30
Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. 14. desember 2021 14:00