Dele Alli lánaður til Tyrklands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2022 20:30 Dele Alli mun leika í tyrknesku úrvalsdeildinni út tímabilið. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur gengið til liðs við tyrkneska liðið Besiktas á láni frá Everton. Dele mun leika með liðinu út tímabilið. Þessi 26 ára leikmaður gekk til liðs við Everton frá Tottenham í febrúar á þessu ári. Hann hefur komið við sögu í ellefu leikjum fyrir félagið, en aðeins byrjað einn þeirra. Besiktas greiðir ekkert lánsfé fyrir leikmanninn, en samningurinn felur í sér möguleika á kaupum. Dele fær þó greiddar tvær milljónir evra fyrir samninginn auk þess að hann fær tíu þúsund evrur fyrir hvern leik sem hann spilar. ✍🏾👌🏾 @dele_official #WelcomeDele pic.twitter.com/l6xjZIxexs— Beşiktaş JK (@Besiktas) August 25, 2022 Eitt mesta efni Evrópu á sínum tíma Dele Alli gekk í raðir Tottenham árið 2015 frá uppeldisfélagi sínu, MK Dons. Alls lék hann 181 deildarleik fyrir Lundúnaliðið og skoraði í þeim 51 mark. Hann var í tvígang valinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og sömu ár var hann valinn í lið ársins í deildinni. Dele var lengi vel talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu og flestir töldu að hann ætti eftir að afreka stóra hluti á sínum ferli. Hann var um tíma metinn á hundrað milljónir punda og mörg af stórliðum Evrópu fylgdust grannt með stöðu mála hjá leikmanninum. Ferill hans hefur hins vegar verið á stöðugri niðurleið á seinustu árum. Hann fór úr því að vera eftirlætis leikmaður margra stuðningsmanna Tottenham, í það að vera leikmaður sem fæstir vildu sjá í byrjunarliðinu á stuttum tíma. Hann var svo að lokum seldur til Everton í febrúar á þessu ári. Margir vonuðust eftir því að þetta eitt sinn mikla efni myndi ná ferlinum á flug undir stjórn Frank Lampard, en það hefur hins vegar ekki enn gerst. Dele er enn aðeins 26 ára gamall og ætti því að vera að nálgast hápunkt ferilsins, en það verður að koma í ljós hvort miðjumaðurinn nái að kveikja neistann að nýju í Tyrklandi því lengi lifir í gömlum glæðum. Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Þessi 26 ára leikmaður gekk til liðs við Everton frá Tottenham í febrúar á þessu ári. Hann hefur komið við sögu í ellefu leikjum fyrir félagið, en aðeins byrjað einn þeirra. Besiktas greiðir ekkert lánsfé fyrir leikmanninn, en samningurinn felur í sér möguleika á kaupum. Dele fær þó greiddar tvær milljónir evra fyrir samninginn auk þess að hann fær tíu þúsund evrur fyrir hvern leik sem hann spilar. ✍🏾👌🏾 @dele_official #WelcomeDele pic.twitter.com/l6xjZIxexs— Beşiktaş JK (@Besiktas) August 25, 2022 Eitt mesta efni Evrópu á sínum tíma Dele Alli gekk í raðir Tottenham árið 2015 frá uppeldisfélagi sínu, MK Dons. Alls lék hann 181 deildarleik fyrir Lundúnaliðið og skoraði í þeim 51 mark. Hann var í tvígang valinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og sömu ár var hann valinn í lið ársins í deildinni. Dele var lengi vel talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu og flestir töldu að hann ætti eftir að afreka stóra hluti á sínum ferli. Hann var um tíma metinn á hundrað milljónir punda og mörg af stórliðum Evrópu fylgdust grannt með stöðu mála hjá leikmanninum. Ferill hans hefur hins vegar verið á stöðugri niðurleið á seinustu árum. Hann fór úr því að vera eftirlætis leikmaður margra stuðningsmanna Tottenham, í það að vera leikmaður sem fæstir vildu sjá í byrjunarliðinu á stuttum tíma. Hann var svo að lokum seldur til Everton í febrúar á þessu ári. Margir vonuðust eftir því að þetta eitt sinn mikla efni myndi ná ferlinum á flug undir stjórn Frank Lampard, en það hefur hins vegar ekki enn gerst. Dele er enn aðeins 26 ára gamall og ætti því að vera að nálgast hápunkt ferilsins, en það verður að koma í ljós hvort miðjumaðurinn nái að kveikja neistann að nýju í Tyrklandi því lengi lifir í gömlum glæðum.
Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira