Segir framkvæmdastjóra ÍSÍ ekki segja rétt frá Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 25. ágúst 2022 08:09 Emilía gagnrýnir viðbrögð og ummæli ÍSÍ. Skautafélag Akureyrar Emilía Rós Ómarsdóttir íþróttakona segir ÍSÍ reyna að afsala sér allri ábyrgð í hennar máli ef marka megi umfjöllun á vef Ríkisútvarpsins. Hún gagnrýnir orð stjórnenda ÍSÍ og segir að rétt skuli vera rétt. Á dögunum hlaut Emilía afsökunarbeiðni frá ÍBA og SA fyrir viðbrögð félaganna þegar hún ásakaði fyrrverandi þjálfara sinn um að hafa áreitt sig þegar hún var undir átján ára aldri. Afsökunarbeiðnin hafi þó komið full seint. Þegar Emilía hafi kvartað yfir þjálfaranum hafi henni verið bolað út úr Skautafélagi Akureyrar en þjálfarinn haldið starfi sínu. Í pistli sem Emilía birti í gær segir hún frásögn viðmælenda Ríkisútvarpsins um mál hennar ekki rétta og sakar hún ÍSÍ um að reyna að „afsala allri ábyrgð gjörða sinna.“ Hún segir frá viðbrögðum frá fyrrverandi framkvæmdastjóra ÍSÍ, Líneyju Rut Halldórsdóttur vegna málsins árið 2018 en faðir Emilíu hafi fyrst sent framkvæmdastjóranum tölvupóst í nóvember 2018 og hafi hún sjálf verið í sambandi við hana þangað til í janúar 2019. Emilía segist hafa greint Líneyju frá því að hún gæti ekki æft skauta lengur og að henni þætti óþægilegt að fara í höllina. Þá hafi Líney sagt það vera flott hjá henni að forðast skautahöllina ef henni þætti óþægilegt að fara þangað. „Næst segi ég að margir úr félaginu tali ekki lengur við mig og heilsi mér ekki ef að ég rekst á þau á keppnum þar sem ég var að horfa á systur mínar keppa og Líney segir mér að vera samt alltaf kurteis við þau. Seinast en ekki síst sagði ég að ég fengi slæma drauma um þjálfarann og aðra aðila úr félaginu og Líney gefur mér það ráð að ég ætti að hugsa um eitthvað annað áður en ég færi að sofa,“ segir Emilía Emilía segir einnig frá því að Líney hafi sagt henni að hún hefði átt að hringja í barnavernd eða lögreglu sjálf vegna málsins. Hún sakar Andra Stefánsson, núverandi framkvæmdastjóra ÍSÍ um að segja ekki satt í samtali við Ríkisútvarpið en hún hafi ekki fengið fund með aðilum innan ÍSÍ eins og hann haldi fram. „Í þessari frétt er líka sagt að ÍSÍ reyndi að koma þeim málum í réttan farveg með þeim aðilum sem voru næstir málinu, ég veit ekki hvort að ÍSÍ hafi í raun og veru reynt að koma málinu í réttan farveg en það tókst allavega ekki því ég var aldrei boðuð á fund með neinum til að reyna að leysa þetta mál. Ég fékk hluta af sálfræðikostnaði greiddan frá ÍSÍ en aðeins eftir að samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála sagði í skýrslu sinni að það væri það rétta að gera í stöðunni þar sem að þau tóku ekki nógu vel á málinu,“ segir Emilía í pistlinum. Að endingu segir Emilía íþróttir eiga að vera öruggt og heilbrigt umhverfi fyrir börn til að þroskast í og beri íþróttasamfélagið ábyrgð á því að það takist. Facebook færslu Emilíu má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég vil byrja þennan stutta pistil á því að þakka öllum sem hafa sýnt mér og fjölskyldu minni stuðning seinustu daga og ár. Stuðningur ykkar hefur skipt okkur meira máli en þið munið nokkurn tímann vita og við erum ævinlega þakklát. Þó svo að málinu sé lokið af okkar hálfu vil ég að nokkrir hlutir komi fram eftir að hafa lesið viðbrögð Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Pabbi sendir fyrsta tölvupóstinn til Líneyar sem var á þeim tíma framkvæmdarstjóri ÍSÍ í nóvember 2018. Ég er í sambandi við Líneyu eftir það og fram í janúar 2019. Á þessu tímabili hringir hún tvisvar sinnum í mig. Í fyrra símtalinu þegar Líney spyr mig hvernig þetta mál hefur haft áhrif á mig svaraði ég að ég gæti ekki æft skauta lengur og að ég þyrði ekki að fara niður í höll, hún svarar að það sé flott hjá mér að forðast skautahöllina ef mér þætti óþæginlegt að fara þangað. Næst segi ég að margir úr félaginu tali ekki lengur við mig og heilsi mér ekki ef að ég rekst á þau á keppnum þar sem ég var að horfa á systur mínar keppa og Líney segir mér að vera samt alltaf kurteis við þau. Seinast en ekki síst sagði ég að ég fengi slæma drauma um þjálfarann og aðra aðila úr félaginu og Líney gefur mér það ráð að ég ætti að hugsa um eitthvað annað áður en ég færi að sofa. Einnig segir hún mér að ég hefði átt að hringja í lögregluna og barnaverndarnefnd sjálf, ég svara að þegar að ég hafi loksins beðið um hjálp hafi ég verið orðin 18 og því hefði barnaverndarnefnd ekkert geta gert og þá ítrekar hún að ég hafi átt að gera eitthvað í þessu fyrr. Eftir seinasta símtalið frá Líneyu sendi ég henni tölvupóst þar sem ég fór yfir ráðleggingar hennar og bað hana að staðfesta hvað hefði farið okkar á milli. Hún svaraði þessum tölvupósti aldrei og ég heyrði ekki aftur frá henni. Andri Stefánsson núverandi framkvæmdarstjóri ÍSÍ segir í þessari frétt að það hafi verið fundað með mér og öðrum aðilum sem tengdust málinu. Þetta er ekki satt. Ég fékk aldrei neinn fund með aðila frá ÍSÍ. Í þessari frétt er líka sagt að ÍSÍ reyndi að koma þeim málum í réttan farveg með þeim aðilum sem voru næstir málinu, ég veit ekki hvort að ÍSÍ hafi í raun og veru reynt að koma málinu í réttan farveg en það tókst allavega ekki því ég var aldrei boðuð á fund með neinum til að reyna að leysa þetta mál. Ég fékk hluta af sálfræðikostnaði greiddan frá ÍSÍ en aðeins eftir að samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála sagði í skýrslu sinni að það væri það rétta að gera í stöðunni þar sem að þau tóku ekki nógu vel á málinu. Í greininni segir Andri „Ef hún hefur metið það þannig að hún var ekki alveg sátt við nálgunina hjá okkur eða þá aðstoð sem hún fékk að þá er það bara mjög leitt“. Ég er ekki sátt með svokölluðu aðstoðina sem ég fékk þar sem á mörgum tímapunktum olli hún mér meiri hugarangri en ró. Ástæðan fyrir því að ég er að segja frá þessu hér er að rétt skal vera rétt og einnig finnst mér ekki rétt að æðsta íþróttavald landsins reyni að afsala allri ábyrgð gjörða sinna. Það er ekki hægt að ætlast til að undirfélög þeirra og sambönd axli ábyrgð og taki vel á svona málum ef ÍSÍ gerir það ekki sjálft. Íþróttir eiga að vera öruggt og heilbrigt umhverfi fyrir börn til að þroskast og dafna og til að sjá til þess að ekkert barn hljóti andlegan skaða í íþróttum þurfum við öll að vera á varðbergi. Foreldrar, þjálfarar, stjórnarmeðlimir félaga, íþróttabandalög og íþróttasamband Íslands. Við berum öll ábyrgð. Akureyri Skautaíþróttir ÍSÍ Tengdar fréttir Segir afsökunarbeiðnina koma full seint og „þetta á ekki að þurfa að vera svona erfitt“ Fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum hjá Skautafélagi Akureyrar þá fékk Emilía Rós Ómarsdóttir loks opinberlega afsökunarbeiðni. Þó hún sé ánægð með að hafa loks fengið afsökunarbeiðni þá kemur hún full seint. 17. ágúst 2022 16:30 Fær afsökunarbeiðni fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum: „Af þessu höfum við dregið lærdóm“ Stjórn Íþróttabandalags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem Emilía Rós Ómarsdóttir er beðin afsökunar á atvikum sem áttu sér stað árið 2018. 16. ágúst 2022 14:00 Þetta er aldrei í lagi „Áreitnin var ekki í lagi. Stuðningsleysið var ekki í lagi. Skautafélagið brást mér algjörlega. Þau vilja þagga málið niður en ekki leiðrétta það,“ segir Emilía Rós Ómarsdóttir listskautari sem greindi frá áreitni yfirþjálfara síns fyrir rúmu ári. 30. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Á dögunum hlaut Emilía afsökunarbeiðni frá ÍBA og SA fyrir viðbrögð félaganna þegar hún ásakaði fyrrverandi þjálfara sinn um að hafa áreitt sig þegar hún var undir átján ára aldri. Afsökunarbeiðnin hafi þó komið full seint. Þegar Emilía hafi kvartað yfir þjálfaranum hafi henni verið bolað út úr Skautafélagi Akureyrar en þjálfarinn haldið starfi sínu. Í pistli sem Emilía birti í gær segir hún frásögn viðmælenda Ríkisútvarpsins um mál hennar ekki rétta og sakar hún ÍSÍ um að reyna að „afsala allri ábyrgð gjörða sinna.“ Hún segir frá viðbrögðum frá fyrrverandi framkvæmdastjóra ÍSÍ, Líneyju Rut Halldórsdóttur vegna málsins árið 2018 en faðir Emilíu hafi fyrst sent framkvæmdastjóranum tölvupóst í nóvember 2018 og hafi hún sjálf verið í sambandi við hana þangað til í janúar 2019. Emilía segist hafa greint Líneyju frá því að hún gæti ekki æft skauta lengur og að henni þætti óþægilegt að fara í höllina. Þá hafi Líney sagt það vera flott hjá henni að forðast skautahöllina ef henni þætti óþægilegt að fara þangað. „Næst segi ég að margir úr félaginu tali ekki lengur við mig og heilsi mér ekki ef að ég rekst á þau á keppnum þar sem ég var að horfa á systur mínar keppa og Líney segir mér að vera samt alltaf kurteis við þau. Seinast en ekki síst sagði ég að ég fengi slæma drauma um þjálfarann og aðra aðila úr félaginu og Líney gefur mér það ráð að ég ætti að hugsa um eitthvað annað áður en ég færi að sofa,“ segir Emilía Emilía segir einnig frá því að Líney hafi sagt henni að hún hefði átt að hringja í barnavernd eða lögreglu sjálf vegna málsins. Hún sakar Andra Stefánsson, núverandi framkvæmdastjóra ÍSÍ um að segja ekki satt í samtali við Ríkisútvarpið en hún hafi ekki fengið fund með aðilum innan ÍSÍ eins og hann haldi fram. „Í þessari frétt er líka sagt að ÍSÍ reyndi að koma þeim málum í réttan farveg með þeim aðilum sem voru næstir málinu, ég veit ekki hvort að ÍSÍ hafi í raun og veru reynt að koma málinu í réttan farveg en það tókst allavega ekki því ég var aldrei boðuð á fund með neinum til að reyna að leysa þetta mál. Ég fékk hluta af sálfræðikostnaði greiddan frá ÍSÍ en aðeins eftir að samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála sagði í skýrslu sinni að það væri það rétta að gera í stöðunni þar sem að þau tóku ekki nógu vel á málinu,“ segir Emilía í pistlinum. Að endingu segir Emilía íþróttir eiga að vera öruggt og heilbrigt umhverfi fyrir börn til að þroskast í og beri íþróttasamfélagið ábyrgð á því að það takist. Facebook færslu Emilíu má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég vil byrja þennan stutta pistil á því að þakka öllum sem hafa sýnt mér og fjölskyldu minni stuðning seinustu daga og ár. Stuðningur ykkar hefur skipt okkur meira máli en þið munið nokkurn tímann vita og við erum ævinlega þakklát. Þó svo að málinu sé lokið af okkar hálfu vil ég að nokkrir hlutir komi fram eftir að hafa lesið viðbrögð Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Pabbi sendir fyrsta tölvupóstinn til Líneyar sem var á þeim tíma framkvæmdarstjóri ÍSÍ í nóvember 2018. Ég er í sambandi við Líneyu eftir það og fram í janúar 2019. Á þessu tímabili hringir hún tvisvar sinnum í mig. Í fyrra símtalinu þegar Líney spyr mig hvernig þetta mál hefur haft áhrif á mig svaraði ég að ég gæti ekki æft skauta lengur og að ég þyrði ekki að fara niður í höll, hún svarar að það sé flott hjá mér að forðast skautahöllina ef mér þætti óþæginlegt að fara þangað. Næst segi ég að margir úr félaginu tali ekki lengur við mig og heilsi mér ekki ef að ég rekst á þau á keppnum þar sem ég var að horfa á systur mínar keppa og Líney segir mér að vera samt alltaf kurteis við þau. Seinast en ekki síst sagði ég að ég fengi slæma drauma um þjálfarann og aðra aðila úr félaginu og Líney gefur mér það ráð að ég ætti að hugsa um eitthvað annað áður en ég færi að sofa. Einnig segir hún mér að ég hefði átt að hringja í lögregluna og barnaverndarnefnd sjálf, ég svara að þegar að ég hafi loksins beðið um hjálp hafi ég verið orðin 18 og því hefði barnaverndarnefnd ekkert geta gert og þá ítrekar hún að ég hafi átt að gera eitthvað í þessu fyrr. Eftir seinasta símtalið frá Líneyu sendi ég henni tölvupóst þar sem ég fór yfir ráðleggingar hennar og bað hana að staðfesta hvað hefði farið okkar á milli. Hún svaraði þessum tölvupósti aldrei og ég heyrði ekki aftur frá henni. Andri Stefánsson núverandi framkvæmdarstjóri ÍSÍ segir í þessari frétt að það hafi verið fundað með mér og öðrum aðilum sem tengdust málinu. Þetta er ekki satt. Ég fékk aldrei neinn fund með aðila frá ÍSÍ. Í þessari frétt er líka sagt að ÍSÍ reyndi að koma þeim málum í réttan farveg með þeim aðilum sem voru næstir málinu, ég veit ekki hvort að ÍSÍ hafi í raun og veru reynt að koma málinu í réttan farveg en það tókst allavega ekki því ég var aldrei boðuð á fund með neinum til að reyna að leysa þetta mál. Ég fékk hluta af sálfræðikostnaði greiddan frá ÍSÍ en aðeins eftir að samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála sagði í skýrslu sinni að það væri það rétta að gera í stöðunni þar sem að þau tóku ekki nógu vel á málinu. Í greininni segir Andri „Ef hún hefur metið það þannig að hún var ekki alveg sátt við nálgunina hjá okkur eða þá aðstoð sem hún fékk að þá er það bara mjög leitt“. Ég er ekki sátt með svokölluðu aðstoðina sem ég fékk þar sem á mörgum tímapunktum olli hún mér meiri hugarangri en ró. Ástæðan fyrir því að ég er að segja frá þessu hér er að rétt skal vera rétt og einnig finnst mér ekki rétt að æðsta íþróttavald landsins reyni að afsala allri ábyrgð gjörða sinna. Það er ekki hægt að ætlast til að undirfélög þeirra og sambönd axli ábyrgð og taki vel á svona málum ef ÍSÍ gerir það ekki sjálft. Íþróttir eiga að vera öruggt og heilbrigt umhverfi fyrir börn til að þroskast og dafna og til að sjá til þess að ekkert barn hljóti andlegan skaða í íþróttum þurfum við öll að vera á varðbergi. Foreldrar, þjálfarar, stjórnarmeðlimir félaga, íþróttabandalög og íþróttasamband Íslands. Við berum öll ábyrgð.
Facebook færslu Emilíu má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég vil byrja þennan stutta pistil á því að þakka öllum sem hafa sýnt mér og fjölskyldu minni stuðning seinustu daga og ár. Stuðningur ykkar hefur skipt okkur meira máli en þið munið nokkurn tímann vita og við erum ævinlega þakklát. Þó svo að málinu sé lokið af okkar hálfu vil ég að nokkrir hlutir komi fram eftir að hafa lesið viðbrögð Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Pabbi sendir fyrsta tölvupóstinn til Líneyar sem var á þeim tíma framkvæmdarstjóri ÍSÍ í nóvember 2018. Ég er í sambandi við Líneyu eftir það og fram í janúar 2019. Á þessu tímabili hringir hún tvisvar sinnum í mig. Í fyrra símtalinu þegar Líney spyr mig hvernig þetta mál hefur haft áhrif á mig svaraði ég að ég gæti ekki æft skauta lengur og að ég þyrði ekki að fara niður í höll, hún svarar að það sé flott hjá mér að forðast skautahöllina ef mér þætti óþæginlegt að fara þangað. Næst segi ég að margir úr félaginu tali ekki lengur við mig og heilsi mér ekki ef að ég rekst á þau á keppnum þar sem ég var að horfa á systur mínar keppa og Líney segir mér að vera samt alltaf kurteis við þau. Seinast en ekki síst sagði ég að ég fengi slæma drauma um þjálfarann og aðra aðila úr félaginu og Líney gefur mér það ráð að ég ætti að hugsa um eitthvað annað áður en ég færi að sofa. Einnig segir hún mér að ég hefði átt að hringja í lögregluna og barnaverndarnefnd sjálf, ég svara að þegar að ég hafi loksins beðið um hjálp hafi ég verið orðin 18 og því hefði barnaverndarnefnd ekkert geta gert og þá ítrekar hún að ég hafi átt að gera eitthvað í þessu fyrr. Eftir seinasta símtalið frá Líneyu sendi ég henni tölvupóst þar sem ég fór yfir ráðleggingar hennar og bað hana að staðfesta hvað hefði farið okkar á milli. Hún svaraði þessum tölvupósti aldrei og ég heyrði ekki aftur frá henni. Andri Stefánsson núverandi framkvæmdarstjóri ÍSÍ segir í þessari frétt að það hafi verið fundað með mér og öðrum aðilum sem tengdust málinu. Þetta er ekki satt. Ég fékk aldrei neinn fund með aðila frá ÍSÍ. Í þessari frétt er líka sagt að ÍSÍ reyndi að koma þeim málum í réttan farveg með þeim aðilum sem voru næstir málinu, ég veit ekki hvort að ÍSÍ hafi í raun og veru reynt að koma málinu í réttan farveg en það tókst allavega ekki því ég var aldrei boðuð á fund með neinum til að reyna að leysa þetta mál. Ég fékk hluta af sálfræðikostnaði greiddan frá ÍSÍ en aðeins eftir að samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála sagði í skýrslu sinni að það væri það rétta að gera í stöðunni þar sem að þau tóku ekki nógu vel á málinu. Í greininni segir Andri „Ef hún hefur metið það þannig að hún var ekki alveg sátt við nálgunina hjá okkur eða þá aðstoð sem hún fékk að þá er það bara mjög leitt“. Ég er ekki sátt með svokölluðu aðstoðina sem ég fékk þar sem á mörgum tímapunktum olli hún mér meiri hugarangri en ró. Ástæðan fyrir því að ég er að segja frá þessu hér er að rétt skal vera rétt og einnig finnst mér ekki rétt að æðsta íþróttavald landsins reyni að afsala allri ábyrgð gjörða sinna. Það er ekki hægt að ætlast til að undirfélög þeirra og sambönd axli ábyrgð og taki vel á svona málum ef ÍSÍ gerir það ekki sjálft. Íþróttir eiga að vera öruggt og heilbrigt umhverfi fyrir börn til að þroskast og dafna og til að sjá til þess að ekkert barn hljóti andlegan skaða í íþróttum þurfum við öll að vera á varðbergi. Foreldrar, þjálfarar, stjórnarmeðlimir félaga, íþróttabandalög og íþróttasamband Íslands. Við berum öll ábyrgð.
Akureyri Skautaíþróttir ÍSÍ Tengdar fréttir Segir afsökunarbeiðnina koma full seint og „þetta á ekki að þurfa að vera svona erfitt“ Fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum hjá Skautafélagi Akureyrar þá fékk Emilía Rós Ómarsdóttir loks opinberlega afsökunarbeiðni. Þó hún sé ánægð með að hafa loks fengið afsökunarbeiðni þá kemur hún full seint. 17. ágúst 2022 16:30 Fær afsökunarbeiðni fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum: „Af þessu höfum við dregið lærdóm“ Stjórn Íþróttabandalags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem Emilía Rós Ómarsdóttir er beðin afsökunar á atvikum sem áttu sér stað árið 2018. 16. ágúst 2022 14:00 Þetta er aldrei í lagi „Áreitnin var ekki í lagi. Stuðningsleysið var ekki í lagi. Skautafélagið brást mér algjörlega. Þau vilja þagga málið niður en ekki leiðrétta það,“ segir Emilía Rós Ómarsdóttir listskautari sem greindi frá áreitni yfirþjálfara síns fyrir rúmu ári. 30. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Segir afsökunarbeiðnina koma full seint og „þetta á ekki að þurfa að vera svona erfitt“ Fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum hjá Skautafélagi Akureyrar þá fékk Emilía Rós Ómarsdóttir loks opinberlega afsökunarbeiðni. Þó hún sé ánægð með að hafa loks fengið afsökunarbeiðni þá kemur hún full seint. 17. ágúst 2022 16:30
Fær afsökunarbeiðni fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum: „Af þessu höfum við dregið lærdóm“ Stjórn Íþróttabandalags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem Emilía Rós Ómarsdóttir er beðin afsökunar á atvikum sem áttu sér stað árið 2018. 16. ágúst 2022 14:00
Þetta er aldrei í lagi „Áreitnin var ekki í lagi. Stuðningsleysið var ekki í lagi. Skautafélagið brást mér algjörlega. Þau vilja þagga málið niður en ekki leiðrétta það,“ segir Emilía Rós Ómarsdóttir listskautari sem greindi frá áreitni yfirþjálfara síns fyrir rúmu ári. 30. nóvember 2019 09:00