„Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 13:10 Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur segir gríðarlega mikilvægt að opinber yfirvöld gefi fjölmiðlum greinagóðar upplýsingar þegar harmleikur verður á borð við þann sem varð á Blönduósi. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra hefur ekki rætt við fjölmiðla eftir að hafa tekið við rannsókn morðmálsins á Blönduósi á mánudag. Vísir Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur segir voðaverkin á Blönduósi síðustu helgi gríðarlegt áfall fyrir samfélagið í heild. Þarf að leita langt aftur í tíma eftir voðaverki sem þessu „Þetta er hræðilegur atburður. Við höfum ekki séð álíka á síðari árum en þó er það ekki óþekkt. Slík voðaverk þekkjast í Íslandssögunni en það þarf að fara nokkuð langt aftur til að sjá álíka harmleik,“ segir Helgi. Hann segir ýmislegt hægt að gera í forvörnum í samfélögum til að spyrna við að slíkir atburðir verði. „Það er margt hægt að gera í forvörnum í samfélaginu. Þarna spila margir þættir saman, samfélagslegir, félagslegir og heilbrigðislegir þættir sem skipta máli,“ segir Helgi. Eftir að Lögregluembættið á Norðurlandi eystra tók við rannsókn málsins á mánudag hafa nánast engar upplýsingar borist um hver staðan er. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árásarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu m.a. um frið frá fjölmiðlum. Að opinberir aðilar veiti upplýsingar Helgi segir opinbera aðila bera mikla ábyrgð á miðlun upplýsinga í slíkum málum: „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ segir Helgi. Helgi segir að slík voðaverk hafa gríðarleg áhrif á minni samfélag og það geti jafnvel haft áhrif á upplýsingamiðlun opinberra aðila. „Ég tel að fámenni og nálægð samfélagsins við þá sem harmleikurinn snerti á einn eða annan máti hafi gert það að verkum að við höfum ekki enn fengið opinberar upplýsingar frá viðkomandi embætti. Kannski verður að sýna því skilning en um leið er þetta ábending til opinberra aðila um að það skiptir máli að veita réttar og sannar upplýsingar um mál sem upp koma,“ sagði Helgi Gunnlaugsson. Manndráp á Blönduósi Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur segir voðaverkin á Blönduósi síðustu helgi gríðarlegt áfall fyrir samfélagið í heild. Þarf að leita langt aftur í tíma eftir voðaverki sem þessu „Þetta er hræðilegur atburður. Við höfum ekki séð álíka á síðari árum en þó er það ekki óþekkt. Slík voðaverk þekkjast í Íslandssögunni en það þarf að fara nokkuð langt aftur til að sjá álíka harmleik,“ segir Helgi. Hann segir ýmislegt hægt að gera í forvörnum í samfélögum til að spyrna við að slíkir atburðir verði. „Það er margt hægt að gera í forvörnum í samfélaginu. Þarna spila margir þættir saman, samfélagslegir, félagslegir og heilbrigðislegir þættir sem skipta máli,“ segir Helgi. Eftir að Lögregluembættið á Norðurlandi eystra tók við rannsókn málsins á mánudag hafa nánast engar upplýsingar borist um hver staðan er. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árásarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu m.a. um frið frá fjölmiðlum. Að opinberir aðilar veiti upplýsingar Helgi segir opinbera aðila bera mikla ábyrgð á miðlun upplýsinga í slíkum málum: „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ segir Helgi. Helgi segir að slík voðaverk hafa gríðarleg áhrif á minni samfélag og það geti jafnvel haft áhrif á upplýsingamiðlun opinberra aðila. „Ég tel að fámenni og nálægð samfélagsins við þá sem harmleikurinn snerti á einn eða annan máti hafi gert það að verkum að við höfum ekki enn fengið opinberar upplýsingar frá viðkomandi embætti. Kannski verður að sýna því skilning en um leið er þetta ábending til opinberra aðila um að það skiptir máli að veita réttar og sannar upplýsingar um mál sem upp koma,“ sagði Helgi Gunnlaugsson.
Manndráp á Blönduósi Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49
Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent