Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast klukkan 18:30.
Kvöldfréttir hefjast klukkan 18:30.

Börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gengum það sem þau upplifa núna. Dómsmálaráðherra telur að herða þurfi skotvopnalöggjöf. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ofurölvi ökumenn óku í gegnum götulokanir og að mannfjöldanum í miðbæ Reykjavíkur á menningarnótt. Sérfræðingur í öryggismálum telur þetta sýna fram á að stórefla þurfi öryggi gangandi vegfarenda á stórum viðburðum.

Blað var brotið í íslenskri flugsögu í dag með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar. Við fylgjumst að sjálfsögðu með því og ræðum við fyrstu farþega vélarinnar – eða forseta Íslands og forsætisráðherra.

Þá verðum við í beinni frá Laugardalshöll – þar sem stórtónleikar Lewis Capaldi áttu að fara fram í kvöld. Þeim var hins vegar frestað og tónleikagestir sem höfðu lagt land undir fót sitja eftir með stórt tap. Auk þess kíkjum við í Braggann í Nauthólsvík þar sem fólk kvartar undan dræmri aðsókn á köldu sumri og skoðum sérstakan matarvagn við Hengifoss.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×