Koulibaly heldur áfram að safna rauðum spjöldum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2022 16:45 Koulibaly vissi upp á sig sökina og missir af næsta leik Chelsea. EPA-EFE/ANDREW YATES Kalidou Koulibaly, miðvörður Chelsea, nældi sér í tvö gul spjöld og þar með rautt er Chelsea steinlá gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Leikmaðurinn er duglegur að safna spjöldum og má ætla að hann næli í fleiri rauð í treyju Chelsea á komandi misserum. Koulibaly er harður í horn að taka og hafði verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni í dágóðan tíma áður en Chelsea festi loks kaup á honum í sumar. Þessi 31 árs gamli varnarmaður á það hins vegar til að láta senda sig í sturtu og það tók hann aðeins þrjá leiki með Chelsea að næla í sinn fyrsta reisupassa. Staðan var orðin 3-0 Leeds í vil er Koulibaly fékk sitt annað gula spjald og því þurfti Chelsea að klára leikinn manni færri. Bæði spjöld hans voru í klaufalegri kantinum sem og þeim grófari miðað við að hann var aðeins að stöðva skyndisókn. Ef til vill vissu þeir sem völdin fara á Brúnni þetta er leikmaðurinn var sóttur til Napoli en hann hefur verið duglegur að safna rauðum spjöldum þar. Reisupassinn sem hann fékk gegn Leeds var sá sjötti sem Koulibaly fær síðan haustið 2017. Enginn leikmaður í stærstu fimm deildum Evrópu hefur fengið fleiri rauð spjöld á þeim tíma. 6 - Since the start of the 2017-18 season, Kalidou Koulibaly has been sent off six times in Serie A and the Premier League combined - the most of any player in the big-five European leagues in this time. Dismissed. pic.twitter.com/ZTnXN0qJyN— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2022 Thomas Tuchel þarf nú að gera breytingar í varnarlínu sinni en lið hans hefur fengið fimm mörk á sig í síðustu tveimur leikjum, eitthvað sem er ekki boðlegt að mati Tuchel. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Þjóðverjinn bregst við en Chelsea hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á leiktíðinni. Takk og bless.Robbie Jay Barratt/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Koulibaly er harður í horn að taka og hafði verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni í dágóðan tíma áður en Chelsea festi loks kaup á honum í sumar. Þessi 31 árs gamli varnarmaður á það hins vegar til að láta senda sig í sturtu og það tók hann aðeins þrjá leiki með Chelsea að næla í sinn fyrsta reisupassa. Staðan var orðin 3-0 Leeds í vil er Koulibaly fékk sitt annað gula spjald og því þurfti Chelsea að klára leikinn manni færri. Bæði spjöld hans voru í klaufalegri kantinum sem og þeim grófari miðað við að hann var aðeins að stöðva skyndisókn. Ef til vill vissu þeir sem völdin fara á Brúnni þetta er leikmaðurinn var sóttur til Napoli en hann hefur verið duglegur að safna rauðum spjöldum þar. Reisupassinn sem hann fékk gegn Leeds var sá sjötti sem Koulibaly fær síðan haustið 2017. Enginn leikmaður í stærstu fimm deildum Evrópu hefur fengið fleiri rauð spjöld á þeim tíma. 6 - Since the start of the 2017-18 season, Kalidou Koulibaly has been sent off six times in Serie A and the Premier League combined - the most of any player in the big-five European leagues in this time. Dismissed. pic.twitter.com/ZTnXN0qJyN— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2022 Thomas Tuchel þarf nú að gera breytingar í varnarlínu sinni en lið hans hefur fengið fimm mörk á sig í síðustu tveimur leikjum, eitthvað sem er ekki boðlegt að mati Tuchel. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Þjóðverjinn bregst við en Chelsea hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á leiktíðinni. Takk og bless.Robbie Jay Barratt/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira