Talar sex tungumál í Ólafsfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. ágúst 2022 09:03 Ida, segir mjög gott að búa í Ólafsfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kaffi Klara er eina kaffihúsið í Ólafsfirði, sem heimamenn og ferðamenn eru duglegir að sækja. Eigandinn, sem er kona frá Danmörku talar sex tungumál. Í frítíma sínum vinnur hún í því að skrásetja sögu og afrek kvenna á staðnum. Það er Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistihús. Á kaffihúsinu er hún með reglulegar myndlistarsýningar, sem eru alltaf verk kvenna. Hún segir gott að reka kaffihús á staðnum en það er staðsett í gamla pósthúsinu í Ólafsfirði. „Á sumrin er ég með opið frá níu til fimm og fólk kemur að fá kaffi, kökur, súpur og allskonar. Svo er ég með bröns, þetta er bara mjög gaman,“ segir Ida. Ida segir mjög gott að búa í Ólafsfirði, þar sé allt svo rólegt og samfélagið gott. Hún fer létt með að tala við útlendingana, sem koma til hennar. „Heyrðu, ég tala sex tungumál og það kemur sér vel í ferðabransanum að snúa sér að fólki, sem kemur inn og tala spænsku, hollensku, dönsku og ensku, frönsku og svo auðvitað íslensku, þannig að það er bara fínt.“ Ida hefur ekki bara áhuga á rekstri kaffihússins og gistihússins því aðaláhugamálið hennar er að safna sögu kvenna í Ólafsfirði. Kaffihúsið og gistiheimilið eru í þessu fallega rauða húsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig kom sú hugmynd upp hjá henni? „Hún kom upp þegar ég byrjaði að lesa mig til um sögu Ólafsfjarðar. Það eru til svo margar staðreyndir um karlmenn og afrek karla. Mig langar að draga afrek kvenna fram í ljósið og skrásetja það,“ segir Ida. Verkefnið hefur fengið styrk og hafa því nokkrar konur á staðnum tekið sig saman til að vinna í því og skrásetja söguna þegar konur eru annars vegar. Draumurinn er að stofna kvennahús í Ólafsfirði. „Svo er ég líka búin að fá fullt af hlutum til varðveislu, sem ég auðvitað á ekkert að eiga, heldur á að koma því fyrir á einhverjum stað,“ segir Ida, tungumála- og kaffihúsa konan í Ólafsfirði. Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistiheimili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Það er Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistihús. Á kaffihúsinu er hún með reglulegar myndlistarsýningar, sem eru alltaf verk kvenna. Hún segir gott að reka kaffihús á staðnum en það er staðsett í gamla pósthúsinu í Ólafsfirði. „Á sumrin er ég með opið frá níu til fimm og fólk kemur að fá kaffi, kökur, súpur og allskonar. Svo er ég með bröns, þetta er bara mjög gaman,“ segir Ida. Ida segir mjög gott að búa í Ólafsfirði, þar sé allt svo rólegt og samfélagið gott. Hún fer létt með að tala við útlendingana, sem koma til hennar. „Heyrðu, ég tala sex tungumál og það kemur sér vel í ferðabransanum að snúa sér að fólki, sem kemur inn og tala spænsku, hollensku, dönsku og ensku, frönsku og svo auðvitað íslensku, þannig að það er bara fínt.“ Ida hefur ekki bara áhuga á rekstri kaffihússins og gistihússins því aðaláhugamálið hennar er að safna sögu kvenna í Ólafsfirði. Kaffihúsið og gistiheimilið eru í þessu fallega rauða húsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig kom sú hugmynd upp hjá henni? „Hún kom upp þegar ég byrjaði að lesa mig til um sögu Ólafsfjarðar. Það eru til svo margar staðreyndir um karlmenn og afrek karla. Mig langar að draga afrek kvenna fram í ljósið og skrásetja það,“ segir Ida. Verkefnið hefur fengið styrk og hafa því nokkrar konur á staðnum tekið sig saman til að vinna í því og skrásetja söguna þegar konur eru annars vegar. Draumurinn er að stofna kvennahús í Ólafsfirði. „Svo er ég líka búin að fá fullt af hlutum til varðveislu, sem ég auðvitað á ekkert að eiga, heldur á að koma því fyrir á einhverjum stað,“ segir Ida, tungumála- og kaffihúsa konan í Ólafsfirði. Ida Semey, sem er frá Danmörku, sem ræður ríkjum á kaffihúsinu og á efri hæðinni rekur hún gistiheimili.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira