„Við vorum með klaka inn á okkur“ Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 17:45 Hjólreiðakapparnir Silja Jóhannesdóttir, Silja Rúnarsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir. Akureyri.net Silja Rúnarsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir kepptu í dag í tímatökum á EM í hjólreiðum en tímatakan er hluti af Meistaramóti Evrópu í hjólreiðum. Silja lauk keppni í 28. sæti af 29 keppendum en Hafdís endaði í 26. sæti. Keppt var í München í afar erfiðum aðstæðum í tæplega 30 stiga hita. „Maður reyndi að gera sitt besta. Við vorum með klaka inn á okkur, köld handklæði og reyndum að vera eins mikið í skugganum og við gátum. Þetta var staðan og við verðum bara að vinna með það sem við höfum,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir í viðtali við RÚV eftir tímatökuna í dag. Hafdís kláraði brautina á 34 mínútum og 58,81 sekúndu. „Maður var búinn að ímynda sér að þetta yrði erfitt miðað við hita, fyrsta stórmót og brautina en þetta var erfiðara en ég gat ímyndað mér“ sagði Silja Rúnarsdóttir sem var að keppa á sínu fyrsta stórmóti í hjólreiðum en Silja sagði að stemningin í brautinni hafi verið einstök. Silja lauk tímatökunni á 35 mínútum og 44,78 sekúnudum. Næst á dagskrá er götuhjólreiðakeppnin þann 21. ágúst þar sem allir keppendur munu hjóla samtímis, þar á meðal þrír íslenskir keppendur en Silja Jóhannesdóttir mun bætast við í hóp þeirra Hafdísar og Silju Rúnarsdóttur. „Hún verður mikið öðruvísi. Hérna er maður einn en þar er rosalega mikið að gerast í kringum mann og hraðinn verður rosalega mikill, þetta eru mjög reyndir íþróttamenn sem maður er að hjóla með. Þar er þetta allt öðruvísi keppni en maður þarf að vera með harðan haus og óhræddur að takast á við allskonar aðstæður,“ bætti Silja Rúnarsdóttir við. Ingvar Ómarsson keppti einnig í karlaflokki í dag en hann lauk keppni í 30. sæti á 31 mínútu og 12,19 sekúndum. Hjólreiðar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Sjá meira
Silja lauk keppni í 28. sæti af 29 keppendum en Hafdís endaði í 26. sæti. Keppt var í München í afar erfiðum aðstæðum í tæplega 30 stiga hita. „Maður reyndi að gera sitt besta. Við vorum með klaka inn á okkur, köld handklæði og reyndum að vera eins mikið í skugganum og við gátum. Þetta var staðan og við verðum bara að vinna með það sem við höfum,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir í viðtali við RÚV eftir tímatökuna í dag. Hafdís kláraði brautina á 34 mínútum og 58,81 sekúndu. „Maður var búinn að ímynda sér að þetta yrði erfitt miðað við hita, fyrsta stórmót og brautina en þetta var erfiðara en ég gat ímyndað mér“ sagði Silja Rúnarsdóttir sem var að keppa á sínu fyrsta stórmóti í hjólreiðum en Silja sagði að stemningin í brautinni hafi verið einstök. Silja lauk tímatökunni á 35 mínútum og 44,78 sekúnudum. Næst á dagskrá er götuhjólreiðakeppnin þann 21. ágúst þar sem allir keppendur munu hjóla samtímis, þar á meðal þrír íslenskir keppendur en Silja Jóhannesdóttir mun bætast við í hóp þeirra Hafdísar og Silju Rúnarsdóttur. „Hún verður mikið öðruvísi. Hérna er maður einn en þar er rosalega mikið að gerast í kringum mann og hraðinn verður rosalega mikill, þetta eru mjög reyndir íþróttamenn sem maður er að hjóla með. Þar er þetta allt öðruvísi keppni en maður þarf að vera með harðan haus og óhræddur að takast á við allskonar aðstæður,“ bætti Silja Rúnarsdóttir við. Ingvar Ómarsson keppti einnig í karlaflokki í dag en hann lauk keppni í 30. sæti á 31 mínútu og 12,19 sekúndum.
Hjólreiðar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Sjá meira