Með því versta sem reynslubolti á hálendinu hefur séð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2022 15:33 Ekið í allar áttir. Þórhallur Þorsteinsson Töluverð ummerki eru eftir utanvegaakstur á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í gær myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaakstur á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ segir Þórhallur. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Þórhallur vill að umhverfisráðuneytið, sveitarfélögin, Smyril Line og bílaleigurnar grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari utanvegaakstur.Þórhallur Þorsteinsson Þar nefnir hann sérstaklega Smyril Line, bílaleigurnar, umhverfisráðuneytið og sveitarfélagið Múlaþing. Þessir aðilar beri ábyrgð. Bæði á því að fræða erlenda ferðamenn um þær reglur sem gildi hér á landi og sömuleiðis að fylla í förin sem skemmdarvargar skilji eftir sig. Þórhallur segist sjá ný för í hvert skipti sem hann aki leiðina. Um sé að ræða svæði þar sem ekkert sé gert, ekki rakað yfir neitt og engar forvarnir. „Svo koma ferðamenn og sjá gamlan hring utan vegar. Spóla sjálfir og dettur svo í hug að gera þetta sjálfir. „Af hverju ekki ég?“,“ segir Þórhallur. Kverkfjallaleið, vegur F902 á kortinu.Þórhallur Þorsteinsson Hann telur megnið af ökumönnunum koma inn á hálendið eftir komu til landsins með Norrænu sem Smyril Line rekur. Hann kallar eftir því að upplýsingar um akstursreglur í íslensku umhverfi séu kynntar í Norrænu. Sömuleiðis hjá bílaleigunum. „Ríkisvaldið ber auðvitað höfuðábyrgðina.“ Vinsælir bílaleigubílar á borð við Dacia Duster og Kia jepplingar eru algeng sjón á leiðinni að sögn Þórhalls. Mótorhjólin sömuleiðis sem hafi skilið eftir sig för víða. Þórhallur segist enn sjá merki eftir utanvegaakstur frá 1994. För á borð við þessi fyllist seint og illa. Aðallega því enginn sinnir því.Þórhallur Þorsteinsson „Sárastur er maður þegar maður veit að Íslendingar eru að keyra utan vegar. Þeir vita alveg hvernig reglurnar eru en gera þetta samt.“ Hann nefnir fleiri slóða sem séu munaðarlausar leiðar. Slóðar á borð við Brúardalaleið sem urðu bara til en eru merktar. „Þar er enginn umsjónarmaður. Enginn kemur til að grjóthreinsa. Þarna keyra menn, einn vill keyra aðeins til vinstri fram hjá grjótinu og annar hörfa til hægri. Svo breikkar þetta alltaf.“ Hann mætir því fólki með meiri skilning sem viti ekki betur. Elti önnur för og fari utan vegar til að forðast grjót. Verst sé fólkið sem nýtir hálendið til að æfa sig að gera hundakúnstir. Að neðan má sjá myndband frá Kverkfjallaleið og fleiri myndir. Þórhallur segir fólk víða sýna náttúrunni óvirðingu.Þórhallur Þorsteinsson Hálendið í allri sinni dýrð, með för eftir utanvegaakstur í forgrunni.Þórhallur Þorsteinsson Hér hafa ökumenn greinilega leikið séð að aka í hringi.Þórhallur Þorsteinsson Múlaþing Umhverfismál Utanvegaakstur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í gær myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaakstur á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ segir Þórhallur. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Þórhallur vill að umhverfisráðuneytið, sveitarfélögin, Smyril Line og bílaleigurnar grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari utanvegaakstur.Þórhallur Þorsteinsson Þar nefnir hann sérstaklega Smyril Line, bílaleigurnar, umhverfisráðuneytið og sveitarfélagið Múlaþing. Þessir aðilar beri ábyrgð. Bæði á því að fræða erlenda ferðamenn um þær reglur sem gildi hér á landi og sömuleiðis að fylla í förin sem skemmdarvargar skilji eftir sig. Þórhallur segist sjá ný för í hvert skipti sem hann aki leiðina. Um sé að ræða svæði þar sem ekkert sé gert, ekki rakað yfir neitt og engar forvarnir. „Svo koma ferðamenn og sjá gamlan hring utan vegar. Spóla sjálfir og dettur svo í hug að gera þetta sjálfir. „Af hverju ekki ég?“,“ segir Þórhallur. Kverkfjallaleið, vegur F902 á kortinu.Þórhallur Þorsteinsson Hann telur megnið af ökumönnunum koma inn á hálendið eftir komu til landsins með Norrænu sem Smyril Line rekur. Hann kallar eftir því að upplýsingar um akstursreglur í íslensku umhverfi séu kynntar í Norrænu. Sömuleiðis hjá bílaleigunum. „Ríkisvaldið ber auðvitað höfuðábyrgðina.“ Vinsælir bílaleigubílar á borð við Dacia Duster og Kia jepplingar eru algeng sjón á leiðinni að sögn Þórhalls. Mótorhjólin sömuleiðis sem hafi skilið eftir sig för víða. Þórhallur segist enn sjá merki eftir utanvegaakstur frá 1994. För á borð við þessi fyllist seint og illa. Aðallega því enginn sinnir því.Þórhallur Þorsteinsson „Sárastur er maður þegar maður veit að Íslendingar eru að keyra utan vegar. Þeir vita alveg hvernig reglurnar eru en gera þetta samt.“ Hann nefnir fleiri slóða sem séu munaðarlausar leiðar. Slóðar á borð við Brúardalaleið sem urðu bara til en eru merktar. „Þar er enginn umsjónarmaður. Enginn kemur til að grjóthreinsa. Þarna keyra menn, einn vill keyra aðeins til vinstri fram hjá grjótinu og annar hörfa til hægri. Svo breikkar þetta alltaf.“ Hann mætir því fólki með meiri skilning sem viti ekki betur. Elti önnur för og fari utan vegar til að forðast grjót. Verst sé fólkið sem nýtir hálendið til að æfa sig að gera hundakúnstir. Að neðan má sjá myndband frá Kverkfjallaleið og fleiri myndir. Þórhallur segir fólk víða sýna náttúrunni óvirðingu.Þórhallur Þorsteinsson Hálendið í allri sinni dýrð, með för eftir utanvegaakstur í forgrunni.Þórhallur Þorsteinsson Hér hafa ökumenn greinilega leikið séð að aka í hringi.Þórhallur Þorsteinsson
Múlaþing Umhverfismál Utanvegaakstur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira