Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Móðir ungrar íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi sínu um heiminn segir íslensk stjórnvöld hafa brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fjölskyldu Hrafnhildar Lilju sem var myrt í Dómíníska lýðveldinu árið 2008. Þá verður fjallað ítarlega um málið í Íslandi í dag að loknum fréttum.

Við verðum einnig í beinni útsendingu frá gosstöðvum. Þúsundir hafa heimsótt svæðið um helgina og mikið álag er á björgunarsveitarfólki. Til stendur að ráða landverði sem eiga að létta af þeim álagi. Við spyrjum björgunarsveit hvort það dugi til.

Faðir tæplega gamals barns segir borgina hafa dregið sig á asnaeyrunum með loforðum um leikskólapláss og kallar eftir bótum vegna tekjumissis. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá heyrum við í öryrkja sem segir fólk kvíða skólabyrjun vegna hækkandi verðlags, rýnum í sumarið sem telst óvenju kalt og blautt auk þess sem við kíkjum á syngjandi kaupfélagsstjóra á Bíldudal.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×