Chelsea þarf að punga út rúmlega átta milljörðum fyrir ungstirnið úr Bítlaborginni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2022 09:01 Anthony Gordon í baráttunni við Kalidou Koulibaly er liðin mættust í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/Andrew Yates Enskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea sé á höttunum á eftir Anthony Gordon, leikmanni Everton. Chelsea hefur boðið 40 milljónir punda en liðið frá Bítlaborginni sættir sig ekki við minna en 50 milljónir punda. Það virðist sem Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, stefni ekki á að kaupa hefðbundinn sóknarmann í sumar þó svo að Romelu Lukaku sé farinn aftur til Inter Milan og Timo Werner sé farinn aftur til RB Leipzig. Samkvæmt hinum ýmsu miðlum er hinn 21 árs gamli Anthony Gordon helsta skotmark Chelsea í dag. Gordon hefur spilað í hlutverki falskrar níu í upphafi tímabils en verður þó seint talinn hefðbundinn sóknarmaður. Chelsea have had a $48M bid rejected for Everton s Anthony Gordon but are expected to increase their offer for the 21-year-old forward, per multiple reports pic.twitter.com/YrobydtJmT— B/R Football (@brfootball) August 14, 2022 Talið er að Tuchel sé tilbúinn að senda Armando Broja á láni til Everton til þess að fá Gordon í sínar raðir. Everton hefur nú þegar neitað 40 milljón punda tilboði Chelsea og talið er að félagið sætti sig ekki við neitt minna en 50 milljónir punda fyrir þennan unga og efnilega leikmann. Leikmannahópur Chelsea hefur tekið töluverðum breytingum í sumar en félagið hefur eytt dágóðri summu í þá Raheem Sterling, Marc Cucurella, Kalidou Koulibaly og Carney Chukwuemeka. Töluverðar breytingar gætu enn orðið á leikmannahópi liðsins en Broja er orðaður frá félaginu á láni og þá gæti miðjumaðurinn Conor Gallagher einnig farið á láni. Sömu sögu er að segja af vængmanninum Callum Hudson-Odoi sem hefur verið orðaður við Borussia Dortmund og þá virðast dagar Hakim Ziyech á Brúnni vera taldir. Félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi og því enn nægur tími fyrir Tuchel til að sækja eða losa sig við leikmenn. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Það virðist sem Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, stefni ekki á að kaupa hefðbundinn sóknarmann í sumar þó svo að Romelu Lukaku sé farinn aftur til Inter Milan og Timo Werner sé farinn aftur til RB Leipzig. Samkvæmt hinum ýmsu miðlum er hinn 21 árs gamli Anthony Gordon helsta skotmark Chelsea í dag. Gordon hefur spilað í hlutverki falskrar níu í upphafi tímabils en verður þó seint talinn hefðbundinn sóknarmaður. Chelsea have had a $48M bid rejected for Everton s Anthony Gordon but are expected to increase their offer for the 21-year-old forward, per multiple reports pic.twitter.com/YrobydtJmT— B/R Football (@brfootball) August 14, 2022 Talið er að Tuchel sé tilbúinn að senda Armando Broja á láni til Everton til þess að fá Gordon í sínar raðir. Everton hefur nú þegar neitað 40 milljón punda tilboði Chelsea og talið er að félagið sætti sig ekki við neitt minna en 50 milljónir punda fyrir þennan unga og efnilega leikmann. Leikmannahópur Chelsea hefur tekið töluverðum breytingum í sumar en félagið hefur eytt dágóðri summu í þá Raheem Sterling, Marc Cucurella, Kalidou Koulibaly og Carney Chukwuemeka. Töluverðar breytingar gætu enn orðið á leikmannahópi liðsins en Broja er orðaður frá félaginu á láni og þá gæti miðjumaðurinn Conor Gallagher einnig farið á láni. Sömu sögu er að segja af vængmanninum Callum Hudson-Odoi sem hefur verið orðaður við Borussia Dortmund og þá virðast dagar Hakim Ziyech á Brúnni vera taldir. Félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi og því enn nægur tími fyrir Tuchel til að sækja eða losa sig við leikmenn.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira