Kenna kirkjusöfnuðum um mislingafaraldur sem banað hefur áttatíu börnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 07:14 Hátt í 1100 börn hafa smitast af mislingum í Simbabve frá því í apríl ef marka má heilbrigðisráðherra landsins. Getty/Tafadzwa Ufumeli Yfirvöld í Simbabve segja kirkjusöfnuðum um að kenna að áttatíu börn hafi látist úr mislingum síðan í apríl. Sjúkdómurinn hefur breiðst út um Simbabve undanfarnar mánuði og tæp sjö prósent þeirra sem hafa greinst með sjúkdóminn hafa látist úr honum. Jasper Chimedza heilbrigðisráðherra landsins skrifaði á Twitter fyrir helgi að 125 hafi greinst með sjúkdóminn þar í landi en grunur sé um 1.036 smit. Flest þeirra hafi komið upp í héraðinu Manicaland í austurhluta landsins. Þá bætti hann því við að rekja mætti flest smitanna til samkoma í kirkjum. „Þessar samkomur sóttu einstaklingar frá mismunandi sveitum og bólusetningarsaga þeirra er óþekkt. Við teljum að með þessum samkomum hafi mislingar borist til svæða sem áður höfðu ekki orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum,“ skrifaði Chimedza á Twitter. Manicaland er annnað fjölmennasta hérað Simbabve en þar sagði Chimedza að 356 tilfelli sjúkdómsins hafi komið upp á undanförnum mánuðum og 45 látist. Flest þeirra sem talin eru hafa smitast af sjúkdómnum hafa verið börn á allrinum sex til fimmtán mánaða. Að sögn Chimedza voru fæst þeirra bólusett gegn mislingum vegna trúarlegra ástæðna foreldranna. Margar af vinsælustu kirkjum Simbabve banna safnaðarmeðlimum að láta bólusetja sig og í raun þiggja nokkurs konar heilbrigðisþjónustu. Milljónir manna fylgja boðum þessarra kirkna, sem boða lausn undan fátækt og sjúkdómum. Yfirvöld hafa nú boðað miklar bólusetningaraðgerðir gegn mislingum en faraldurinn hefur þegar haft þung áhrif á heilbrigðiskerfið, sem fyrir er veikt. Simbabve Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Jasper Chimedza heilbrigðisráðherra landsins skrifaði á Twitter fyrir helgi að 125 hafi greinst með sjúkdóminn þar í landi en grunur sé um 1.036 smit. Flest þeirra hafi komið upp í héraðinu Manicaland í austurhluta landsins. Þá bætti hann því við að rekja mætti flest smitanna til samkoma í kirkjum. „Þessar samkomur sóttu einstaklingar frá mismunandi sveitum og bólusetningarsaga þeirra er óþekkt. Við teljum að með þessum samkomum hafi mislingar borist til svæða sem áður höfðu ekki orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum,“ skrifaði Chimedza á Twitter. Manicaland er annnað fjölmennasta hérað Simbabve en þar sagði Chimedza að 356 tilfelli sjúkdómsins hafi komið upp á undanförnum mánuðum og 45 látist. Flest þeirra sem talin eru hafa smitast af sjúkdómnum hafa verið börn á allrinum sex til fimmtán mánaða. Að sögn Chimedza voru fæst þeirra bólusett gegn mislingum vegna trúarlegra ástæðna foreldranna. Margar af vinsælustu kirkjum Simbabve banna safnaðarmeðlimum að láta bólusetja sig og í raun þiggja nokkurs konar heilbrigðisþjónustu. Milljónir manna fylgja boðum þessarra kirkna, sem boða lausn undan fátækt og sjúkdómum. Yfirvöld hafa nú boðað miklar bólusetningaraðgerðir gegn mislingum en faraldurinn hefur þegar haft þung áhrif á heilbrigðiskerfið, sem fyrir er veikt.
Simbabve Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira