Minkur skýtur Hafnfirðingum skelk í bringu Jakob Bjarnar skrifar 12. ágúst 2022 14:02 Minkurinn skoppaði um bílakjallarann lengi vel og kynnti sér ástandið. skjáskot Íbúa nokkrum sem búsettur er á Norðurbakka í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór í bílakjallara sinn fyrir tæpri viku. Hann segir í samtali við Vísi að minkarnir séu farnir að sækja mikið inn í byggðina. Maðurinn náði myndskeiði af minknum sem skottast um kjallarann eins og ekkert sé sjálfsagðara og birti í Facebook-hópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“. Þar eru viðbrögð þegar mikil og margir sem lýsa því að hafa séð mink í Hafnarfirði. Og nóg af honum. „Þeir lifa í klettunum um allt í Hafnarfirði,“ segir ein sem leggur orð í belg og hún telur vert að vara sérstaklega við kvikindinu: „Varið ykkur á að reyna ekki að taka hann - ef hann bítur, læsir hann kjálkanum og sleppir ekki svo auðveldlega“. Viðmælandi Vísis, sem tók myndskeiðið, segist ekki hafa séð mink áður í bílakjallaranum eða við húsið en hann hafi séð minka við gömlu Sundlaugina, segir þá koma úr hrauninu og niður í fjöru. Vísir setti sig í samband við umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðarbæjar og ræddi við Pétur Ragnarsson sem segir að þegar svona komi upp sé yfirleitt meindýraeyðir sendur á staðinn. Minkurinn komi reglulega í bæinn og þá með ströndinni að sunnan en einar stærstu uppeldisstöðvar minks á landinu séu á Vatnsleysuströnd. Pétur, sem sjálfur er minkaveiðimaður, segir að bærinn sé með á sínum snærum mann sem hafi leyfi til að veiða mink innan bæjarmarka. „Hann hjá Firringu sér um þetta fyrir okkur. Hann er með hunda og fer reglulega um og tekur mink.“ Pétur er ekki endilega viss um að heimsóknir minka hafi aukist í seinni tíð. „Þetta jókst þegar bæjarfélögin hættu að greiða fyrir skottin, menn voru með gildrur hjá Straumsvík. Þetta eru nokkrir minkar á ári sem eru teknir hérna. Stundum hefur minkur verið tekinn hér á Strandgötunni.“ Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira
Maðurinn náði myndskeiði af minknum sem skottast um kjallarann eins og ekkert sé sjálfsagðara og birti í Facebook-hópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“. Þar eru viðbrögð þegar mikil og margir sem lýsa því að hafa séð mink í Hafnarfirði. Og nóg af honum. „Þeir lifa í klettunum um allt í Hafnarfirði,“ segir ein sem leggur orð í belg og hún telur vert að vara sérstaklega við kvikindinu: „Varið ykkur á að reyna ekki að taka hann - ef hann bítur, læsir hann kjálkanum og sleppir ekki svo auðveldlega“. Viðmælandi Vísis, sem tók myndskeiðið, segist ekki hafa séð mink áður í bílakjallaranum eða við húsið en hann hafi séð minka við gömlu Sundlaugina, segir þá koma úr hrauninu og niður í fjöru. Vísir setti sig í samband við umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðarbæjar og ræddi við Pétur Ragnarsson sem segir að þegar svona komi upp sé yfirleitt meindýraeyðir sendur á staðinn. Minkurinn komi reglulega í bæinn og þá með ströndinni að sunnan en einar stærstu uppeldisstöðvar minks á landinu séu á Vatnsleysuströnd. Pétur, sem sjálfur er minkaveiðimaður, segir að bærinn sé með á sínum snærum mann sem hafi leyfi til að veiða mink innan bæjarmarka. „Hann hjá Firringu sér um þetta fyrir okkur. Hann er með hunda og fer reglulega um og tekur mink.“ Pétur er ekki endilega viss um að heimsóknir minka hafi aukist í seinni tíð. „Þetta jókst þegar bæjarfélögin hættu að greiða fyrir skottin, menn voru með gildrur hjá Straumsvík. Þetta eru nokkrir minkar á ári sem eru teknir hérna. Stundum hefur minkur verið tekinn hér á Strandgötunni.“
Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira