Reynir greiddi upp yfirdrátt Samtakanna 78: „Svona falleg samtök eiga ekki að þurfa borga yfirdrátt“ Árni Sæberg skrifar 12. ágúst 2022 14:25 Reynir Grétarsson er velgjörðarmaðurinn sem var óþekktur fyrir skömmu. Hér tekur hann í spaðann á Bjarndísi Helgu Tómasdóttur, varaformanni Samtakanna '78. Samtökin '78 Reynir Grétarsson taldi óásættanlegt að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni og lagði einfaldlega inn á samtökin svo þau gætu greitt upp yfirdráttinn, sem var kominn í fimm milljónir króna. Greint var frá því að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni þar sem opinberir styrkir og frjáls framlög dyggðu ekki til að reka starfsemina sem vaxið hefur gríðarlega á síðustu árum. Þetta ástand þótti Reyni Grétarssyni, stofnanda Creditinfo, óboðlegt og hann ákvað að taka til eigin ráða. Hann hringdi í samtökin, fékk upplýsingar um upphæð yfirdráttarins og lagði einfaldlega inn á samtökin. Yfirdrátturinn var fimm milljónir króna en stendur nú í núlli. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Samtökin greindu svo frá nafni velgjörðarmannsins á Twitter fyrir skömmu. STÓRFRÉTTIR! Við fengum frábæra heimsókn Reyni Grétarssyni, stjórnarformanni InfoCapital. Reyni blöskraði að sjá að við væru rekin á yfirdrætti og hefur nú greitt þann hann upp fyrir okkur en fjárfestingafélag hans, InfoCapital, styrkti Samtökin um fimm milljónir króna. pic.twitter.com/kJNlBEKzNk— Samtökin '78 (@samtokin78) August 12, 2022 „Við erum náttúrulega dálítið hissa. Þetta er bara einstaklingur úti í bæ sem hefur, að mér vitandi engin tengsl við samtökin. Þetta er einfaldlega fjársterkur einstaklingur með gott hjartalag,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Hún segir að Reyni hafi blöskrað fréttaflutningur af fjárskorti samtakanna og sagt að svo falleg samtök sem Samtökin '78 eru ættu ekki að þurfa að borga yfirdrátt. „Það er erfitt að koma því í orð hversu dýrmætt þetta framlag er samtökum sem sinna jafnviðamiklu og -mikilvægu starfi. Starfi sem við myndum aldrei og höfum aldrei láta fjárskort koma í veg fyrir að við séum til staðar fyrir fólkið okkar,“ segir Bjarndís. Langstærsta gjöf frá upphafi Bjarndís segir að gjöfin sé langstærsta framlag sem Samtökunum '78 hefur borist frá einstaklingi frá stofnun samtakanna. Hún segir að styrkir til samtakanna hafi færst í aukana undanfarið eftir Hinsegin daga og fréttaflutning af bágri stöðu samtakanna. Vandamálið sé þó fjarri því að vera úr vegi. Samtökin '78 standa nú fyrir verkefninu Regnbogavinir sem fólk getur nýtt til að styrkja samtökin mánaðarlega. „Við höldum bara ótrauð áfram og vonum náttúrulega að það séu fleiri sem líti á þetta sem hvatningu til að koma inn í þetta starf, starf sem bjargar lífum,“ segir Bjarndís. Sprenging í starfinu Bjarndís segir að gríðarleg aukning hafi verið í öllu starfi Samtakanna '78 síðustu ár. Til að mynda hafi umsvif félagsmiðstöðvar samtakanna aukist um 990 prósent á sex ára tímabili og 500 prósent aukning í ráðgjafartímum, Samtökin bjóða upp á ráðgjöf án nokkurs endurgjalds. Þá hafi samtökin frætt ellefu þúsund manns á síðasta ári. „Starfið okkar er svo gríðarlega yfirgripsmikið að það er nánast töfrum líkast að við náum yfir það með einungis fjóra starfsmenn,“ segir hún. Þrátt fyrir þetta mikla starf hafi Samtökin '78 starfað í 45 ár lítið eða ekkert fjármögnuð. „Þetta er náttúrulega ástríða hjá okkur og við þekkjum þessa þörf á eigin skinni,“ segir Bjarndís. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Samtökin gáfu upp nafn velgjörðarmannsins. Reynir á meirihluta í Gavia Invest sem eignaðist á dögunum stóran hlut í Sýn. Vísir er í eigu Sýnar. Hinsegin Félagasamtök Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Greint var frá því að Samtökin '78 væru rekin með yfirdráttarláni þar sem opinberir styrkir og frjáls framlög dyggðu ekki til að reka starfsemina sem vaxið hefur gríðarlega á síðustu árum. Þetta ástand þótti Reyni Grétarssyni, stofnanda Creditinfo, óboðlegt og hann ákvað að taka til eigin ráða. Hann hringdi í samtökin, fékk upplýsingar um upphæð yfirdráttarins og lagði einfaldlega inn á samtökin. Yfirdrátturinn var fimm milljónir króna en stendur nú í núlli. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Samtökin greindu svo frá nafni velgjörðarmannsins á Twitter fyrir skömmu. STÓRFRÉTTIR! Við fengum frábæra heimsókn Reyni Grétarssyni, stjórnarformanni InfoCapital. Reyni blöskraði að sjá að við væru rekin á yfirdrætti og hefur nú greitt þann hann upp fyrir okkur en fjárfestingafélag hans, InfoCapital, styrkti Samtökin um fimm milljónir króna. pic.twitter.com/kJNlBEKzNk— Samtökin '78 (@samtokin78) August 12, 2022 „Við erum náttúrulega dálítið hissa. Þetta er bara einstaklingur úti í bæ sem hefur, að mér vitandi engin tengsl við samtökin. Þetta er einfaldlega fjársterkur einstaklingur með gott hjartalag,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Hún segir að Reyni hafi blöskrað fréttaflutningur af fjárskorti samtakanna og sagt að svo falleg samtök sem Samtökin '78 eru ættu ekki að þurfa að borga yfirdrátt. „Það er erfitt að koma því í orð hversu dýrmætt þetta framlag er samtökum sem sinna jafnviðamiklu og -mikilvægu starfi. Starfi sem við myndum aldrei og höfum aldrei láta fjárskort koma í veg fyrir að við séum til staðar fyrir fólkið okkar,“ segir Bjarndís. Langstærsta gjöf frá upphafi Bjarndís segir að gjöfin sé langstærsta framlag sem Samtökunum '78 hefur borist frá einstaklingi frá stofnun samtakanna. Hún segir að styrkir til samtakanna hafi færst í aukana undanfarið eftir Hinsegin daga og fréttaflutning af bágri stöðu samtakanna. Vandamálið sé þó fjarri því að vera úr vegi. Samtökin '78 standa nú fyrir verkefninu Regnbogavinir sem fólk getur nýtt til að styrkja samtökin mánaðarlega. „Við höldum bara ótrauð áfram og vonum náttúrulega að það séu fleiri sem líti á þetta sem hvatningu til að koma inn í þetta starf, starf sem bjargar lífum,“ segir Bjarndís. Sprenging í starfinu Bjarndís segir að gríðarleg aukning hafi verið í öllu starfi Samtakanna '78 síðustu ár. Til að mynda hafi umsvif félagsmiðstöðvar samtakanna aukist um 990 prósent á sex ára tímabili og 500 prósent aukning í ráðgjafartímum, Samtökin bjóða upp á ráðgjöf án nokkurs endurgjalds. Þá hafi samtökin frætt ellefu þúsund manns á síðasta ári. „Starfið okkar er svo gríðarlega yfirgripsmikið að það er nánast töfrum líkast að við náum yfir það með einungis fjóra starfsmenn,“ segir hún. Þrátt fyrir þetta mikla starf hafi Samtökin '78 starfað í 45 ár lítið eða ekkert fjármögnuð. „Þetta er náttúrulega ástríða hjá okkur og við þekkjum þessa þörf á eigin skinni,“ segir Bjarndís. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Samtökin gáfu upp nafn velgjörðarmannsins. Reynir á meirihluta í Gavia Invest sem eignaðist á dögunum stóran hlut í Sýn. Vísir er í eigu Sýnar.
Hinsegin Félagasamtök Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira