Knattspyrnukona úr Aftureldingu komst á samning í fjölbragðaglímu WWE Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2022 09:01 Jade Gentile fagnar því að hafa fengið samning hjá WWE. Skjámynd/@WWERecruit Bandaríska knattspyrnukonan Jade Gentile skiptir úr Bestu deildar liði Aftureldingu yfir í fjölbragðaglímu hjá WWE samtökunum. WWE eða World Wrestling Entertainment kallaði saman fimmtíu íþróttamenn til Nashville í Tennessee þar sem þau fengu tækifæri til að vinna hug og hjörtu stjórnanda WWW og komast á samning. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Meðal þeirra sem reyndu fyrir sér en fengu ekki samning var NBA stjarnan Dwight Howard. Howard er fyrrum leikmaður Orlando Magic og Los Angeles Lakers en hann hefur enn ekki fundið sér lið fyrir næstu leiktíð. Jade ákvað líka að reyna fyrir sér og fékk frábærar fréttir í vikunni. Jade var nefnilega af ein af þeim fjórtán sem var boðinn samningur og fær nú tækifæri til að verða fjölbragðaglímustjarna hjá WWE. Hér fyrir neðan má sjá þegar þessi fjórtán fengu að vita af því að þau kæmust á samning. 14 people had their lives changed forever as they were offered a @WWE contract following the #SummerSlam Tryouts in Nashville. pic.twitter.com/HL7fcYg0O1— WWE Recruit (@WWERecruit) August 10, 2022 Paul 'Triple H' Levesque tilkynnti þarna hverjum og einum að þau fengju samning og það er óhætt að segja að tilfinningarnar hafi flætt fram hjá þeim flestum. WWE setur þetta upp sem gullið tækifæri fyrir hvert þeirra að verða að stórstjörnu en fjölbragðaglíman er mjög vinsæl í Bandaríkjunum. Standi Jade sig vel og komst í þennan stjörnuhóp ætti hún að geta haft mikið upp úr því að keppa á vegum WWE. Jade Gentile endaði tíma sinn hjá Aftureldingu með því að skora eftirminnilegt sigurmark á Selfossi rétt fyrir EM-frí þegar hún skoraði með laglegu skoti utan af kanti. Þetta var eina mark hennar í Bestu deildinni í sumar. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Jade hafði hjálpað Mosfellingum að vinna sér sæti í Bestu deildinni með því að skora 4 mörk í 18 leikjum í Lengjudeild kvenna í fyrrasumar. Jade, sem er 24 ára gömul, lék með West Virginia University í bandaríska háskólafótboltanum en útskrifaðist 2020. WWE er náttúrulega meiri sýning en keppni en bardagarnir eru búnir til fyrir fram og áhersla lögð á sýndarmennsku og mikil tilþrif sem halda athygli áhorfandans. Hér fyrir neðan má sjá tvö stutt brot úr keppni kvenna í WWE. View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe) View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe) Besta deild kvenna Afturelding Fjölbragðaglíma Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
WWE eða World Wrestling Entertainment kallaði saman fimmtíu íþróttamenn til Nashville í Tennessee þar sem þau fengu tækifæri til að vinna hug og hjörtu stjórnanda WWW og komast á samning. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Meðal þeirra sem reyndu fyrir sér en fengu ekki samning var NBA stjarnan Dwight Howard. Howard er fyrrum leikmaður Orlando Magic og Los Angeles Lakers en hann hefur enn ekki fundið sér lið fyrir næstu leiktíð. Jade ákvað líka að reyna fyrir sér og fékk frábærar fréttir í vikunni. Jade var nefnilega af ein af þeim fjórtán sem var boðinn samningur og fær nú tækifæri til að verða fjölbragðaglímustjarna hjá WWE. Hér fyrir neðan má sjá þegar þessi fjórtán fengu að vita af því að þau kæmust á samning. 14 people had their lives changed forever as they were offered a @WWE contract following the #SummerSlam Tryouts in Nashville. pic.twitter.com/HL7fcYg0O1— WWE Recruit (@WWERecruit) August 10, 2022 Paul 'Triple H' Levesque tilkynnti þarna hverjum og einum að þau fengju samning og það er óhætt að segja að tilfinningarnar hafi flætt fram hjá þeim flestum. WWE setur þetta upp sem gullið tækifæri fyrir hvert þeirra að verða að stórstjörnu en fjölbragðaglíman er mjög vinsæl í Bandaríkjunum. Standi Jade sig vel og komst í þennan stjörnuhóp ætti hún að geta haft mikið upp úr því að keppa á vegum WWE. Jade Gentile endaði tíma sinn hjá Aftureldingu með því að skora eftirminnilegt sigurmark á Selfossi rétt fyrir EM-frí þegar hún skoraði með laglegu skoti utan af kanti. Þetta var eina mark hennar í Bestu deildinni í sumar. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Jade hafði hjálpað Mosfellingum að vinna sér sæti í Bestu deildinni með því að skora 4 mörk í 18 leikjum í Lengjudeild kvenna í fyrrasumar. Jade, sem er 24 ára gömul, lék með West Virginia University í bandaríska háskólafótboltanum en útskrifaðist 2020. WWE er náttúrulega meiri sýning en keppni en bardagarnir eru búnir til fyrir fram og áhersla lögð á sýndarmennsku og mikil tilþrif sem halda athygli áhorfandans. Hér fyrir neðan má sjá tvö stutt brot úr keppni kvenna í WWE. View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe) View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe)
Besta deild kvenna Afturelding Fjölbragðaglíma Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira