Man United ekki meðal efstu sex liða Englands þegar kemur að eyðslu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2022 23:00 Lisandro Martinez er annar af þeim leikmönnum sem Man United hefur keypt í sumar. EPA-EFE/Peter Powell Manchester United slefaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á síðustu leiktíð en kemst hins vegar ekki í efstu sex sætin yfir þau félög deildarinnar sem hafa eytt hvað mest í nýja leikmenn í sumar. Chelsea er sem stendur það lið sem hefur eytt mestu. Vert að taka fram að hér er aðeins átt við þann pening sem lið hafa borgað fyrir leikmenn en ekki nettó eyðslu þeirra í sumar. Man United átti arfaslakt síðasta tímabil og endaði 13 stigum á eftir Tottenham Hotspur sem nældi í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætið. Þá endaði Man Utd heilum 35 stigum á eftir nágrönnum sínum og Englandsmeisturum Manchester City. Það hefði því mátt búast við yfirvinnu á faxtækinu á skrifstofu Man Utd en í raun hefur andstæðan átt sér stað. Eftir að missa Paul Pogba, Nemanja Matić, Juan Mata, Jesse Lingard og Edinson Cavani alla á frjálsri sölu þá hefur Erik Ten Hag, nýráðinn þjálfari félagsins, aðeins náð að sannfæra þrjá leikmenn um að ganga í raðir félagsins. Christian Eriksen kom á frjálsri sölu, Tyrell Malacia kom frá Feyenoord á rúmar 13 milljónir punda (2,1 milljarð íslenskra króna) og Lisandro Martinez kom á tæpar 50 milljónir punda frá Ajax (tæplega 8,3 milljarðar íslenskra króna). Á sama tíma eru fimm félög sem hafa eytt 100 milljónum punda (rúmlega 16,6 milljarðar íslenskra króna) eða meira. Þar á eftir kemur Leeds United en félagið hefur eytt rúmlega 95 milljónum punda í sumar. Hér má sjá samantekt Sky Sports á eyðslu félaganna.Sky Sports Chelsea er það lið sem hefur eytt mestu í leikmenn en nágrannaliðin í Lundúnum hafa verið iðnust við kolann í sumar. Ásamt Chelsea eru Arsenal, Tottenham Hotspur og West Ham United í efstu fjórum sætunum. Chelsea hefur eytt 176,5 milljónum punda í þá Marc Cucurella, Raheem Sterling, Kalidou Koulibaly, Carney Chukwuemeka og Gabriel Slonina. Arsneal hefur eytt 121,5 milljónum punda í þá Gabriel Jesus, Fábio Vieira, Oleksandr Zinchenko, Matt Turner og Marquinhos. Tottenham hefur eytt 115 milljónum punda í Richarlison, Yves Bissouma, Djed Spence, Ivan Perisic og Fraser Forster. Þá kom Clément Lenglet á láni frá Barcelona. West Ham hefur eytt 102,75 milljónum punda í Gianluca Scamacca, Nayef Aguerd, Maxwel Cornet, Flynn Downes og Alphonse Areola. Norski framherjinn skoraði tvisvar í fyrsta deildarleik sínum fyrir Manchester City.Mike Hewitt/Getty Images Manchester City er svo í fimmta sæti eftir að hafa eytt 101,1 milljón punda í Erling Braut Håland, Kalvin Phillips og Stefan Ortega. Þar á eftir kemur Leeds en félagið hefur eytt 95,4 milljónum punda í þá Brendan Aaronson, Luis Sinisterra, Tyler Adams, Rasmus Kristensen, Marc Roca, Darko Gyabi og Joel Robles. Athygli vekur að ásamt Man Utd þá er Liverpool hvergi sjáanlegt á þessum lista. Liðið úr Bítlaborginni sótti Luis Díaz í janúar síðastliðnum og í sumar hefur félagið fest kaup á Darwin Núñez, Fábio Carvalho og Calvin Ramsey. Það þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur þar þó félagið hafi ekki brotið 100 milljón punda múrinn. Darwin Núñez gekk í raðir Liverpool í sumar.Getty/Boris Streubel Félagaskiptaglugginn fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni lokar þann 1. september og því er enn nægur tími fyrir félög til að spreða peningum í nýja leikmenn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Vert að taka fram að hér er aðeins átt við þann pening sem lið hafa borgað fyrir leikmenn en ekki nettó eyðslu þeirra í sumar. Man United átti arfaslakt síðasta tímabil og endaði 13 stigum á eftir Tottenham Hotspur sem nældi í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætið. Þá endaði Man Utd heilum 35 stigum á eftir nágrönnum sínum og Englandsmeisturum Manchester City. Það hefði því mátt búast við yfirvinnu á faxtækinu á skrifstofu Man Utd en í raun hefur andstæðan átt sér stað. Eftir að missa Paul Pogba, Nemanja Matić, Juan Mata, Jesse Lingard og Edinson Cavani alla á frjálsri sölu þá hefur Erik Ten Hag, nýráðinn þjálfari félagsins, aðeins náð að sannfæra þrjá leikmenn um að ganga í raðir félagsins. Christian Eriksen kom á frjálsri sölu, Tyrell Malacia kom frá Feyenoord á rúmar 13 milljónir punda (2,1 milljarð íslenskra króna) og Lisandro Martinez kom á tæpar 50 milljónir punda frá Ajax (tæplega 8,3 milljarðar íslenskra króna). Á sama tíma eru fimm félög sem hafa eytt 100 milljónum punda (rúmlega 16,6 milljarðar íslenskra króna) eða meira. Þar á eftir kemur Leeds United en félagið hefur eytt rúmlega 95 milljónum punda í sumar. Hér má sjá samantekt Sky Sports á eyðslu félaganna.Sky Sports Chelsea er það lið sem hefur eytt mestu í leikmenn en nágrannaliðin í Lundúnum hafa verið iðnust við kolann í sumar. Ásamt Chelsea eru Arsenal, Tottenham Hotspur og West Ham United í efstu fjórum sætunum. Chelsea hefur eytt 176,5 milljónum punda í þá Marc Cucurella, Raheem Sterling, Kalidou Koulibaly, Carney Chukwuemeka og Gabriel Slonina. Arsneal hefur eytt 121,5 milljónum punda í þá Gabriel Jesus, Fábio Vieira, Oleksandr Zinchenko, Matt Turner og Marquinhos. Tottenham hefur eytt 115 milljónum punda í Richarlison, Yves Bissouma, Djed Spence, Ivan Perisic og Fraser Forster. Þá kom Clément Lenglet á láni frá Barcelona. West Ham hefur eytt 102,75 milljónum punda í Gianluca Scamacca, Nayef Aguerd, Maxwel Cornet, Flynn Downes og Alphonse Areola. Norski framherjinn skoraði tvisvar í fyrsta deildarleik sínum fyrir Manchester City.Mike Hewitt/Getty Images Manchester City er svo í fimmta sæti eftir að hafa eytt 101,1 milljón punda í Erling Braut Håland, Kalvin Phillips og Stefan Ortega. Þar á eftir kemur Leeds en félagið hefur eytt 95,4 milljónum punda í þá Brendan Aaronson, Luis Sinisterra, Tyler Adams, Rasmus Kristensen, Marc Roca, Darko Gyabi og Joel Robles. Athygli vekur að ásamt Man Utd þá er Liverpool hvergi sjáanlegt á þessum lista. Liðið úr Bítlaborginni sótti Luis Díaz í janúar síðastliðnum og í sumar hefur félagið fest kaup á Darwin Núñez, Fábio Carvalho og Calvin Ramsey. Það þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur þar þó félagið hafi ekki brotið 100 milljón punda múrinn. Darwin Núñez gekk í raðir Liverpool í sumar.Getty/Boris Streubel Félagaskiptaglugginn fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni lokar þann 1. september og því er enn nægur tími fyrir félög til að spreða peningum í nýja leikmenn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira