Man United ekki meðal efstu sex liða Englands þegar kemur að eyðslu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2022 23:00 Lisandro Martinez er annar af þeim leikmönnum sem Man United hefur keypt í sumar. EPA-EFE/Peter Powell Manchester United slefaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á síðustu leiktíð en kemst hins vegar ekki í efstu sex sætin yfir þau félög deildarinnar sem hafa eytt hvað mest í nýja leikmenn í sumar. Chelsea er sem stendur það lið sem hefur eytt mestu. Vert að taka fram að hér er aðeins átt við þann pening sem lið hafa borgað fyrir leikmenn en ekki nettó eyðslu þeirra í sumar. Man United átti arfaslakt síðasta tímabil og endaði 13 stigum á eftir Tottenham Hotspur sem nældi í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætið. Þá endaði Man Utd heilum 35 stigum á eftir nágrönnum sínum og Englandsmeisturum Manchester City. Það hefði því mátt búast við yfirvinnu á faxtækinu á skrifstofu Man Utd en í raun hefur andstæðan átt sér stað. Eftir að missa Paul Pogba, Nemanja Matić, Juan Mata, Jesse Lingard og Edinson Cavani alla á frjálsri sölu þá hefur Erik Ten Hag, nýráðinn þjálfari félagsins, aðeins náð að sannfæra þrjá leikmenn um að ganga í raðir félagsins. Christian Eriksen kom á frjálsri sölu, Tyrell Malacia kom frá Feyenoord á rúmar 13 milljónir punda (2,1 milljarð íslenskra króna) og Lisandro Martinez kom á tæpar 50 milljónir punda frá Ajax (tæplega 8,3 milljarðar íslenskra króna). Á sama tíma eru fimm félög sem hafa eytt 100 milljónum punda (rúmlega 16,6 milljarðar íslenskra króna) eða meira. Þar á eftir kemur Leeds United en félagið hefur eytt rúmlega 95 milljónum punda í sumar. Hér má sjá samantekt Sky Sports á eyðslu félaganna.Sky Sports Chelsea er það lið sem hefur eytt mestu í leikmenn en nágrannaliðin í Lundúnum hafa verið iðnust við kolann í sumar. Ásamt Chelsea eru Arsenal, Tottenham Hotspur og West Ham United í efstu fjórum sætunum. Chelsea hefur eytt 176,5 milljónum punda í þá Marc Cucurella, Raheem Sterling, Kalidou Koulibaly, Carney Chukwuemeka og Gabriel Slonina. Arsneal hefur eytt 121,5 milljónum punda í þá Gabriel Jesus, Fábio Vieira, Oleksandr Zinchenko, Matt Turner og Marquinhos. Tottenham hefur eytt 115 milljónum punda í Richarlison, Yves Bissouma, Djed Spence, Ivan Perisic og Fraser Forster. Þá kom Clément Lenglet á láni frá Barcelona. West Ham hefur eytt 102,75 milljónum punda í Gianluca Scamacca, Nayef Aguerd, Maxwel Cornet, Flynn Downes og Alphonse Areola. Norski framherjinn skoraði tvisvar í fyrsta deildarleik sínum fyrir Manchester City.Mike Hewitt/Getty Images Manchester City er svo í fimmta sæti eftir að hafa eytt 101,1 milljón punda í Erling Braut Håland, Kalvin Phillips og Stefan Ortega. Þar á eftir kemur Leeds en félagið hefur eytt 95,4 milljónum punda í þá Brendan Aaronson, Luis Sinisterra, Tyler Adams, Rasmus Kristensen, Marc Roca, Darko Gyabi og Joel Robles. Athygli vekur að ásamt Man Utd þá er Liverpool hvergi sjáanlegt á þessum lista. Liðið úr Bítlaborginni sótti Luis Díaz í janúar síðastliðnum og í sumar hefur félagið fest kaup á Darwin Núñez, Fábio Carvalho og Calvin Ramsey. Það þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur þar þó félagið hafi ekki brotið 100 milljón punda múrinn. Darwin Núñez gekk í raðir Liverpool í sumar.Getty/Boris Streubel Félagaskiptaglugginn fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni lokar þann 1. september og því er enn nægur tími fyrir félög til að spreða peningum í nýja leikmenn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
Vert að taka fram að hér er aðeins átt við þann pening sem lið hafa borgað fyrir leikmenn en ekki nettó eyðslu þeirra í sumar. Man United átti arfaslakt síðasta tímabil og endaði 13 stigum á eftir Tottenham Hotspur sem nældi í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætið. Þá endaði Man Utd heilum 35 stigum á eftir nágrönnum sínum og Englandsmeisturum Manchester City. Það hefði því mátt búast við yfirvinnu á faxtækinu á skrifstofu Man Utd en í raun hefur andstæðan átt sér stað. Eftir að missa Paul Pogba, Nemanja Matić, Juan Mata, Jesse Lingard og Edinson Cavani alla á frjálsri sölu þá hefur Erik Ten Hag, nýráðinn þjálfari félagsins, aðeins náð að sannfæra þrjá leikmenn um að ganga í raðir félagsins. Christian Eriksen kom á frjálsri sölu, Tyrell Malacia kom frá Feyenoord á rúmar 13 milljónir punda (2,1 milljarð íslenskra króna) og Lisandro Martinez kom á tæpar 50 milljónir punda frá Ajax (tæplega 8,3 milljarðar íslenskra króna). Á sama tíma eru fimm félög sem hafa eytt 100 milljónum punda (rúmlega 16,6 milljarðar íslenskra króna) eða meira. Þar á eftir kemur Leeds United en félagið hefur eytt rúmlega 95 milljónum punda í sumar. Hér má sjá samantekt Sky Sports á eyðslu félaganna.Sky Sports Chelsea er það lið sem hefur eytt mestu í leikmenn en nágrannaliðin í Lundúnum hafa verið iðnust við kolann í sumar. Ásamt Chelsea eru Arsenal, Tottenham Hotspur og West Ham United í efstu fjórum sætunum. Chelsea hefur eytt 176,5 milljónum punda í þá Marc Cucurella, Raheem Sterling, Kalidou Koulibaly, Carney Chukwuemeka og Gabriel Slonina. Arsneal hefur eytt 121,5 milljónum punda í þá Gabriel Jesus, Fábio Vieira, Oleksandr Zinchenko, Matt Turner og Marquinhos. Tottenham hefur eytt 115 milljónum punda í Richarlison, Yves Bissouma, Djed Spence, Ivan Perisic og Fraser Forster. Þá kom Clément Lenglet á láni frá Barcelona. West Ham hefur eytt 102,75 milljónum punda í Gianluca Scamacca, Nayef Aguerd, Maxwel Cornet, Flynn Downes og Alphonse Areola. Norski framherjinn skoraði tvisvar í fyrsta deildarleik sínum fyrir Manchester City.Mike Hewitt/Getty Images Manchester City er svo í fimmta sæti eftir að hafa eytt 101,1 milljón punda í Erling Braut Håland, Kalvin Phillips og Stefan Ortega. Þar á eftir kemur Leeds en félagið hefur eytt 95,4 milljónum punda í þá Brendan Aaronson, Luis Sinisterra, Tyler Adams, Rasmus Kristensen, Marc Roca, Darko Gyabi og Joel Robles. Athygli vekur að ásamt Man Utd þá er Liverpool hvergi sjáanlegt á þessum lista. Liðið úr Bítlaborginni sótti Luis Díaz í janúar síðastliðnum og í sumar hefur félagið fest kaup á Darwin Núñez, Fábio Carvalho og Calvin Ramsey. Það þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur þar þó félagið hafi ekki brotið 100 milljón punda múrinn. Darwin Núñez gekk í raðir Liverpool í sumar.Getty/Boris Streubel Félagaskiptaglugginn fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni lokar þann 1. september og því er enn nægur tími fyrir félög til að spreða peningum í nýja leikmenn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira