Börn geti fengið of stóran skammt af svefnlyfjum vegna ósamræmis samheitalyfja Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 22:17 Viðar Örn Eðvarðsson segir að þegar fjölskyldur séu komnar í þrot vegna svefnleysis barns geti þurft að ávísa svefnlyfjum, Samsett/Domus/Getty Sérfræðingur í nýrnalækningum barna segir „bagalegt“ að lyfseðilsskylt svefnlyf fyrir börn fáist ekki á landinu og að samheitalyf skuli koma í mörgum mismunandi styrkleikum. Slíkt geti valdið því að börn fái of stóran skammt af svefnlyfjum. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að lyfseðilsskylda svefnlyfið Vallergan hafi verið ófáanlegt á Íslandi í rúmt ár og að foreldrar væru af þeim sökum byrjaðir að óska eftir undanþágulyfinu Theralen fyrir börn sín á samfélagsmiðlum. Viðar Örn Eðvarsson, barnalæknir og sérfræðingur í nýrnalækningum barna, kom af því tilefni í Reykjavík síðdegis til að ræða um svefnlyf og svefnlyfjanotkun barna. Bagalegt að lyf fáist ekki og að samheitalyf komi í mismunandi útgáfum Viðar byrjaði á að taka fram að á hverjum tíma væri þó nokkur fjöldi barna sem þyrftu á svefnlyfjum að halda vegna heilsufarsvandamála og svefnraskana, þó það gilti um minnihluta. „Það sem er bagalegt í þessu,“ segir Viðar að sé „í fyrsta lagi að þessi lyf allt í einu fáist ekki“ og „í öðru lagi að samheitalyfið komi í mörgum mismunandi útgáfum og styrkleikum.“ Það geti valdið „hættulegum ruglingi“ sem geti endað með að börn fái of stóran skammt. Aðspurður hver væru einkenni þess að börn fái of stóran skammt af svefnlyfjum, segir Viðar að sé sljóleiki, grunn öndun, hraður púls og jafnvel meðvitundarleysi. Það geti þó verið erfitt fyrir foreldra að átta sig á því. Hann nefnir að það hafi eitt eða tvö börn lagst inn á Barnaspítalanum vegna eitrunar en í slíkum tilfellum hafi það ekki verið vegna aukaverkana svefnlyfja heldur hefðu það verið eitranir, slys sem hefðu komið til vegna of stórra skammta. Þegar fjölskylda er komin í þrot geti þurft að ávísa svefnlyfi Aðspurður út í það hvernig alvarlegar svefnraskanir lýstu sér sagði hann „Það er til dæmis ekki óalgengt að foreldrar komi og segi að það taki margar klukkustundir fyrir barn að sofna.“ „Önnur útgáfa er að barnið sofnar ágætlega en vaknar kannski á klukkutíma fresti yfir nóttina, jafnvel hágrátandi,“ sagði Viðar og bætti við að slíkt væri „ákaflega lýjandi fyrir börnin og viðkomandi fjölskyldu.“ Þó tók Viðar fram að það væru mjög margar ástæður sem gætu verið að baki svefnröskunum. Oft væri hægt að laga þær með atferlisnálgun og kenna fólki hvernig þau ættu að bregðast við. „En stundum getur þurft að hjálpa fólki tímabundið með lyfjum vegna þess að öll fjölskyldan er komin í þrot,“ segir Viðar. Þá segir hann að fæstir þurfi lyf til lengri tíma en fyrir þá sem þurfi lyfin þurfi þau að vera til og þá sé best að sömu sérlyfin séu alltaf til. Lyf Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að lyfseðilsskylda svefnlyfið Vallergan hafi verið ófáanlegt á Íslandi í rúmt ár og að foreldrar væru af þeim sökum byrjaðir að óska eftir undanþágulyfinu Theralen fyrir börn sín á samfélagsmiðlum. Viðar Örn Eðvarsson, barnalæknir og sérfræðingur í nýrnalækningum barna, kom af því tilefni í Reykjavík síðdegis til að ræða um svefnlyf og svefnlyfjanotkun barna. Bagalegt að lyf fáist ekki og að samheitalyf komi í mismunandi útgáfum Viðar byrjaði á að taka fram að á hverjum tíma væri þó nokkur fjöldi barna sem þyrftu á svefnlyfjum að halda vegna heilsufarsvandamála og svefnraskana, þó það gilti um minnihluta. „Það sem er bagalegt í þessu,“ segir Viðar að sé „í fyrsta lagi að þessi lyf allt í einu fáist ekki“ og „í öðru lagi að samheitalyfið komi í mörgum mismunandi útgáfum og styrkleikum.“ Það geti valdið „hættulegum ruglingi“ sem geti endað með að börn fái of stóran skammt. Aðspurður hver væru einkenni þess að börn fái of stóran skammt af svefnlyfjum, segir Viðar að sé sljóleiki, grunn öndun, hraður púls og jafnvel meðvitundarleysi. Það geti þó verið erfitt fyrir foreldra að átta sig á því. Hann nefnir að það hafi eitt eða tvö börn lagst inn á Barnaspítalanum vegna eitrunar en í slíkum tilfellum hafi það ekki verið vegna aukaverkana svefnlyfja heldur hefðu það verið eitranir, slys sem hefðu komið til vegna of stórra skammta. Þegar fjölskylda er komin í þrot geti þurft að ávísa svefnlyfi Aðspurður út í það hvernig alvarlegar svefnraskanir lýstu sér sagði hann „Það er til dæmis ekki óalgengt að foreldrar komi og segi að það taki margar klukkustundir fyrir barn að sofna.“ „Önnur útgáfa er að barnið sofnar ágætlega en vaknar kannski á klukkutíma fresti yfir nóttina, jafnvel hágrátandi,“ sagði Viðar og bætti við að slíkt væri „ákaflega lýjandi fyrir börnin og viðkomandi fjölskyldu.“ Þó tók Viðar fram að það væru mjög margar ástæður sem gætu verið að baki svefnröskunum. Oft væri hægt að laga þær með atferlisnálgun og kenna fólki hvernig þau ættu að bregðast við. „En stundum getur þurft að hjálpa fólki tímabundið með lyfjum vegna þess að öll fjölskyldan er komin í þrot,“ segir Viðar. Þá segir hann að fæstir þurfi lyf til lengri tíma en fyrir þá sem þurfi lyfin þurfi þau að vera til og þá sé best að sömu sérlyfin séu alltaf til.
Lyf Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira