Mjaldurinn í Signu svæfður eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2022 08:56 Mjaldurinn vakti mikla athygli á meðan hann svamlaði um í Signu. Ap/Aurelien Morissard Vannærður mjaldur sem fastur var í ánni Signu í rúma viku var fluttur þaðan í gær í umfangsmiklum björgunaraðgerðum. Til stóð að færa hvalinn í saltvatnstank í Normandí til að bjarga lífi hans en í dag var greint frá því að mjaldurinn hafi drepist á leiðinni. Þetta segja frönsk yfirvöld en það tók yfir áttatíu manns sex klukkustundir að hífa dýrið upp úr ánni í gær. Eftir það voru framkvæmdar ýmsar heilsufarsmælingar og segja dýraverndunarsamtökin Sea Shepherd France að mjaldurinn hafi verið hættulega magur og ekki með neina virkni í meltingarvegi. Dýraverndunarsinnar höfðu reynt að fá hvalinn, sem var um sjötíu kílómetra norður af París, til að gæða sér á fiski frá því á föstudag án árangurs. Fram kemur í frétt CNN að vísindamenn haft miklar áhyggjur af þyngdartapi mjaldursins og svæft hann skömmu síðar. Að sögn Florence Ollivet-Courtois, dýralæknis hjá slökkviliðinu í Essonne, sáu dýralæknar að heilsu mjaldursins hafi hrakað á meðan ferðalaginu stóð og hann meðal annars átt erfitt með öndun. „Dýrið var greinilega að þjást og við ákváðum að það væri tilgangslaust að sleppa því aftur svo við þurftum að svæfa það.“ Le béluga a été sorti de l eau après de longues heures de préparation et d efforts. Bravo aux équipes impliquées d avoir relevé ce défi.Les premiers examens médicaux ont été faits, les résultats seront bientôt connus. Le béluga va maintenant prendre la route vers Ouistreham. pic.twitter.com/Vc8aBMKf6r— Sea Shepherd France (@SeaShepherdFran) August 10, 2022 Sea Sheperd France greindi áður frá því að um væri að ræða karldýr með enga þekkta smitsjúkdóma og að dýralæknar ætluðu að reyna að koma meltingu dýrsins í samt horf. Til stóð að flytja 800 kílóa dýrið um 160 kílómetra með kælitrukki að strönd hafnarbæjarins Ouistreham í norðausturhluta Frakklands. Yfirvöld ætluðu að hafa fjögurra metra langan mjaldurinn í saltvatnstanki í tvo til þrjá daga og á sama tíma og náið yrði fylgst með heilsu hans og honum veitt læknismeðferð. Að því loknu átti að draga mjaldurinn aftur út á sjó. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fregnir bárust af því að mjaldurinn hafi verið svæfður. Frakkland Dýr Tengdar fréttir Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. 7. ágúst 2022 20:28 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Þetta segja frönsk yfirvöld en það tók yfir áttatíu manns sex klukkustundir að hífa dýrið upp úr ánni í gær. Eftir það voru framkvæmdar ýmsar heilsufarsmælingar og segja dýraverndunarsamtökin Sea Shepherd France að mjaldurinn hafi verið hættulega magur og ekki með neina virkni í meltingarvegi. Dýraverndunarsinnar höfðu reynt að fá hvalinn, sem var um sjötíu kílómetra norður af París, til að gæða sér á fiski frá því á föstudag án árangurs. Fram kemur í frétt CNN að vísindamenn haft miklar áhyggjur af þyngdartapi mjaldursins og svæft hann skömmu síðar. Að sögn Florence Ollivet-Courtois, dýralæknis hjá slökkviliðinu í Essonne, sáu dýralæknar að heilsu mjaldursins hafi hrakað á meðan ferðalaginu stóð og hann meðal annars átt erfitt með öndun. „Dýrið var greinilega að þjást og við ákváðum að það væri tilgangslaust að sleppa því aftur svo við þurftum að svæfa það.“ Le béluga a été sorti de l eau après de longues heures de préparation et d efforts. Bravo aux équipes impliquées d avoir relevé ce défi.Les premiers examens médicaux ont été faits, les résultats seront bientôt connus. Le béluga va maintenant prendre la route vers Ouistreham. pic.twitter.com/Vc8aBMKf6r— Sea Shepherd France (@SeaShepherdFran) August 10, 2022 Sea Sheperd France greindi áður frá því að um væri að ræða karldýr með enga þekkta smitsjúkdóma og að dýralæknar ætluðu að reyna að koma meltingu dýrsins í samt horf. Til stóð að flytja 800 kílóa dýrið um 160 kílómetra með kælitrukki að strönd hafnarbæjarins Ouistreham í norðausturhluta Frakklands. Yfirvöld ætluðu að hafa fjögurra metra langan mjaldurinn í saltvatnstanki í tvo til þrjá daga og á sama tíma og náið yrði fylgst með heilsu hans og honum veitt læknismeðferð. Að því loknu átti að draga mjaldurinn aftur út á sjó. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fregnir bárust af því að mjaldurinn hafi verið svæfður.
Frakkland Dýr Tengdar fréttir Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. 7. ágúst 2022 20:28 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. 7. ágúst 2022 20:28