Vill gera rekstur Samtakanna '78 fyrirsjáanlegri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2022 07:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Forsætisráðherra hyggst beita sér fyrir því að stærri hluti framlaga ríkisins til Samtakanna '78 verði gerður varanlegur - til þess að tryggja fyrirsjáanleika í rekstrinum. Vinna þurfi gegn mismunun með aukinni fræðslu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag var rætt við framkvæmdastjóra Samtakanna '78 og fjárframlög ríkisins til samtakanna borin saman við nágrannalönd Íslands. Samtökin fá 15 milljónir á ári í svokölluð varanleg framlög, nokkuð minna en sambærileg samtök á Norðurlöndunum. Forsætisráðherra segir heildarframlög til samtakanna þó töluvert hærri. „Frá því að ég tók við hér í forsætisráðuneytinu hafa þessi framlög aukist jafnt og þétt. Þau voru ekki nema ríflega sex milljónir þegar núverandi ríkisstjórn tók við 2017. tóðu í fyrra í ríflega 40 milljónum, að vísu er bara hluti af þeim framlögum svokölluð varanleg framlög, og það eru þessar 15 milljónir sem rætt var um í fréttum í gær,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þannig hafi Alþingi veitt 24 milljónum til samtakanna á síðasta ári. Í samtali við fréttastofu sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, að ákallið um meira fjármagn væri til komið svo samtökin gætu þróað rekstur sinn áfram og útvegað þjónustu sem hvergi annars staðar væri að fá. Katrín segir skiljanlegt að Samtökin vilji hafa aukinn fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. „Og það sem ég hyggst núna beita mér fyrir, og hef verið að beita mér fyrir, er að stærri hluti þessara framlaga verði gerður varanlegur.“ Mikilvægt sé að Samtökin '78 standi styrkum fótum, sér í lagi vegna þess bakslags sem orðið hefur í viðhorfi samfélagsins til hinsegin fólks. Mikil framþróun hafi orðið í löggjöf þar að lútandi, en vígðstöðvarnar séu fleiri. „Því við sjáum það að mismununin, hún finnur sér oft leiðir þrátt fyrir að löggjöfin hafi tekið miklum jákvæðum breytingum. Þannig að nú finnst mér verkefnið dálítið snúast um það hvernig við getum breytt menningunni og viðhorfunum. Þar er fræðsla auðvitað eitt af lykilatriðunum.“ Hinsegin Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag var rætt við framkvæmdastjóra Samtakanna '78 og fjárframlög ríkisins til samtakanna borin saman við nágrannalönd Íslands. Samtökin fá 15 milljónir á ári í svokölluð varanleg framlög, nokkuð minna en sambærileg samtök á Norðurlöndunum. Forsætisráðherra segir heildarframlög til samtakanna þó töluvert hærri. „Frá því að ég tók við hér í forsætisráðuneytinu hafa þessi framlög aukist jafnt og þétt. Þau voru ekki nema ríflega sex milljónir þegar núverandi ríkisstjórn tók við 2017. tóðu í fyrra í ríflega 40 milljónum, að vísu er bara hluti af þeim framlögum svokölluð varanleg framlög, og það eru þessar 15 milljónir sem rætt var um í fréttum í gær,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þannig hafi Alþingi veitt 24 milljónum til samtakanna á síðasta ári. Í samtali við fréttastofu sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, að ákallið um meira fjármagn væri til komið svo samtökin gætu þróað rekstur sinn áfram og útvegað þjónustu sem hvergi annars staðar væri að fá. Katrín segir skiljanlegt að Samtökin vilji hafa aukinn fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. „Og það sem ég hyggst núna beita mér fyrir, og hef verið að beita mér fyrir, er að stærri hluti þessara framlaga verði gerður varanlegur.“ Mikilvægt sé að Samtökin '78 standi styrkum fótum, sér í lagi vegna þess bakslags sem orðið hefur í viðhorfi samfélagsins til hinsegin fólks. Mikil framþróun hafi orðið í löggjöf þar að lútandi, en vígðstöðvarnar séu fleiri. „Því við sjáum það að mismununin, hún finnur sér oft leiðir þrátt fyrir að löggjöfin hafi tekið miklum jákvæðum breytingum. Þannig að nú finnst mér verkefnið dálítið snúast um það hvernig við getum breytt menningunni og viðhorfunum. Þar er fræðsla auðvitað eitt af lykilatriðunum.“
Hinsegin Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira