Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2022 16:21 Úkraínskur hermaður á víglínunni í austurhluta landsins. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AP/David Goldman Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. Rétt er að vara við myndum af höfðinu, sem sjá má hér neðar í fréttinni. Borgin er í Donbas og féll í hendur hersveita frá Téténíu í maí en svo virðist sem myndefnið hafi verið tekið upp í síðasta mánuði, samkvæmt frétt Guardian. Meðal þeirra sem hafa birt myndefnið er Serhiy Haidai, úkraínskur ríkisstjóri Luhansk, héraðs sem er að fullu í höndum Rússa. Hann birti mynd af stjaksettu höfðinu um helgina. Við myndina skrifaði hann texta þar sem hann líkti rússneskum hermönnum við orka úr Hringadróttinssögu. Það hafa Úkraínumenn gert ítrekað frá upphafi innrásarinnar. „Það er ekkert mennskt við Rússana. Við eigum í stríði við ómanneskjulegar verur,“ sagði Haidai. Olexander Scherba, fyrrverandi sendiherra Úkraínu í Austurríki tísti einnig um atvikið á föstudaginn og birti hann myndir af höfðinu. The occupied #Popasna in Donbas. A head of a Ukrainian PoW on a stick. #RussianWarCrimes #StandWithUkraine pic.twitter.com/tuE3BMDXrJ— olexander scherba (@olex_scherba) August 5, 2022 Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem myndefni í dreifingu á netinu virðist sýna grimmileg ódæði rússneskra hermanna gegn úkraínskum stríðsföngum. Skáru undan hermanni Þann 28. júlí birtist fyrst myndband á Telegram sem sýndi tvo rússneska hermenn halda manni klæddum úkraínskum herfatnaði niðri á meðan sá þriðji skar undan honum með dúkahníf. Rússarnir hæddust því næst af hermanninum áður en maðurinn með hnífinn skaut hann í höfuðið. Myndbandið, sem var í þremur hlutum, var í dreifingu á rússneskum Telegram-síðum, þar sem margir fögnuðu því til að byrja með. Nokkrum klukkustundum eftir birtingu var staðhæft að myndbandið væri sviðsett til að koma óorði á hermenn Rússa. Myndbandið var tekið upp í bæ nærri Lysychansk en hann féll í hendur Rússa í upphafi síðasta mánaðar. Hringdu í morðingjann Rannsakendur Bellingcat gátu borið kennsl á manninn sem misþyrmdi og myrti úkraínska hermanninn á myndbandinu. Sá tilheyrir téténskri hersveit í rússneska hernum en frekari upplýsingar um hvernig hann var fundinn má finna á vef samtakanna. Hringt var í hann og þvertók hann fyrir að vera umræddur maður. Hann viðurkenndi þó að starfsmenn Leyniþjónustu Rússlands (FSB) hefðu tekið hann í viðtal vegna myndbands. Hermaðurinn sagði að starfsmenn FSB hefðu tilkynnt honum að myndbandið sýndi í raun dulbúna úkraínska hermenn misþyrma og myrða annan úkraínskan hermann. Hann sagðist hafa farið aftur til Rússlands fyrir um mánuði síðan og að hann hefði engan myrt. Maðurinn gat þó ekki sagt hvernig hinir meintu úkraínsku hermenn komu höndum yfir nákvæmlega eins hatt og hann hefur áður verið myndaður með, eins armband og eins einkennisbúning. Þá þvertók hann fyrir að hafa verið á hvítum bíl eins og sást á aftökumyndbandinu, þrátt fyrir að hafa áður verið myndaður á þannig bíl. Late last month, a series of graphic videos surfaced online depicting an apparent war crime in Ukraine's Luhansk Region. The available open source imagery implicates members of a Chechen-led paramilitary group fighting with the Russian army.https://t.co/srTZE79er1— Bellingcat (@bellingcat) August 5, 2022 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Rannsaka tuttugu og fimm þúsund meinta stríðsglæpi Yfirvöld í Úkraínu rannsaka rúmlega 25 þúsund meinta stríðsglæpi sem Rússar eiga að hafa framið í landinu síðan innrásin hófst í lok febrúar. 7. ágúst 2022 16:30 Borgarstjóri segir árásir á sjúkrahús viðurstyggileg hryðjuverk Borgarstjóri úkraínsku borgarinnar Mykolaiv segir árásir Rússa á spítala í borginni fyrr í dag viðurstyggileg hryðjuverk. 1. ágúst 2022 21:46 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Rétt er að vara við myndum af höfðinu, sem sjá má hér neðar í fréttinni. Borgin er í Donbas og féll í hendur hersveita frá Téténíu í maí en svo virðist sem myndefnið hafi verið tekið upp í síðasta mánuði, samkvæmt frétt Guardian. Meðal þeirra sem hafa birt myndefnið er Serhiy Haidai, úkraínskur ríkisstjóri Luhansk, héraðs sem er að fullu í höndum Rússa. Hann birti mynd af stjaksettu höfðinu um helgina. Við myndina skrifaði hann texta þar sem hann líkti rússneskum hermönnum við orka úr Hringadróttinssögu. Það hafa Úkraínumenn gert ítrekað frá upphafi innrásarinnar. „Það er ekkert mennskt við Rússana. Við eigum í stríði við ómanneskjulegar verur,“ sagði Haidai. Olexander Scherba, fyrrverandi sendiherra Úkraínu í Austurríki tísti einnig um atvikið á föstudaginn og birti hann myndir af höfðinu. The occupied #Popasna in Donbas. A head of a Ukrainian PoW on a stick. #RussianWarCrimes #StandWithUkraine pic.twitter.com/tuE3BMDXrJ— olexander scherba (@olex_scherba) August 5, 2022 Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem myndefni í dreifingu á netinu virðist sýna grimmileg ódæði rússneskra hermanna gegn úkraínskum stríðsföngum. Skáru undan hermanni Þann 28. júlí birtist fyrst myndband á Telegram sem sýndi tvo rússneska hermenn halda manni klæddum úkraínskum herfatnaði niðri á meðan sá þriðji skar undan honum með dúkahníf. Rússarnir hæddust því næst af hermanninum áður en maðurinn með hnífinn skaut hann í höfuðið. Myndbandið, sem var í þremur hlutum, var í dreifingu á rússneskum Telegram-síðum, þar sem margir fögnuðu því til að byrja með. Nokkrum klukkustundum eftir birtingu var staðhæft að myndbandið væri sviðsett til að koma óorði á hermenn Rússa. Myndbandið var tekið upp í bæ nærri Lysychansk en hann féll í hendur Rússa í upphafi síðasta mánaðar. Hringdu í morðingjann Rannsakendur Bellingcat gátu borið kennsl á manninn sem misþyrmdi og myrti úkraínska hermanninn á myndbandinu. Sá tilheyrir téténskri hersveit í rússneska hernum en frekari upplýsingar um hvernig hann var fundinn má finna á vef samtakanna. Hringt var í hann og þvertók hann fyrir að vera umræddur maður. Hann viðurkenndi þó að starfsmenn Leyniþjónustu Rússlands (FSB) hefðu tekið hann í viðtal vegna myndbands. Hermaðurinn sagði að starfsmenn FSB hefðu tilkynnt honum að myndbandið sýndi í raun dulbúna úkraínska hermenn misþyrma og myrða annan úkraínskan hermann. Hann sagðist hafa farið aftur til Rússlands fyrir um mánuði síðan og að hann hefði engan myrt. Maðurinn gat þó ekki sagt hvernig hinir meintu úkraínsku hermenn komu höndum yfir nákvæmlega eins hatt og hann hefur áður verið myndaður með, eins armband og eins einkennisbúning. Þá þvertók hann fyrir að hafa verið á hvítum bíl eins og sást á aftökumyndbandinu, þrátt fyrir að hafa áður verið myndaður á þannig bíl. Late last month, a series of graphic videos surfaced online depicting an apparent war crime in Ukraine's Luhansk Region. The available open source imagery implicates members of a Chechen-led paramilitary group fighting with the Russian army.https://t.co/srTZE79er1— Bellingcat (@bellingcat) August 5, 2022
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Rannsaka tuttugu og fimm þúsund meinta stríðsglæpi Yfirvöld í Úkraínu rannsaka rúmlega 25 þúsund meinta stríðsglæpi sem Rússar eiga að hafa framið í landinu síðan innrásin hófst í lok febrúar. 7. ágúst 2022 16:30 Borgarstjóri segir árásir á sjúkrahús viðurstyggileg hryðjuverk Borgarstjóri úkraínsku borgarinnar Mykolaiv segir árásir Rússa á spítala í borginni fyrr í dag viðurstyggileg hryðjuverk. 1. ágúst 2022 21:46 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Rannsaka tuttugu og fimm þúsund meinta stríðsglæpi Yfirvöld í Úkraínu rannsaka rúmlega 25 þúsund meinta stríðsglæpi sem Rússar eiga að hafa framið í landinu síðan innrásin hófst í lok febrúar. 7. ágúst 2022 16:30
Borgarstjóri segir árásir á sjúkrahús viðurstyggileg hryðjuverk Borgarstjóri úkraínsku borgarinnar Mykolaiv segir árásir Rússa á spítala í borginni fyrr í dag viðurstyggileg hryðjuverk. 1. ágúst 2022 21:46