Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Eldgos, framhaldsskólar og húsnæðisverð verður meðal þess sem við fjöllum um í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

Lokað verður að gosstöðvunum í Meradal í dag vegna veðurs. Á meðan verður tækifærið nýtt til að laga gönguleiðina að gosinu, sem er löng og strembin yfirferðar. Björgunarsveitarmaður segist fá hálfillt í hjartað við að sjá fólk koma til baka frá gosstöðvunum með uppgefin börn í eftirdragi.

Hlutfallslega er margfalt fleirum hafnað um skólavist í starfsnámi en bóknámi hér á landi. 

Gætu fasteignir mögulega farið að lækka í verði? Lektor í fjármálum telur líklegt að sú verði þróunin, samfara hækkandi vaxtastigi og auknu framboði á húsnæði.

Þetta og fleira í hádegisfréttum kl. 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×