Í sjálfheldu þar sem þýskur ferðamaður lést nýverið Eiður Þór Árnason skrifar 8. ágúst 2022 08:33 Maðurinn reyndist vera óslasaður. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út um miðja nótt eftir að tilkynning barst frá manni sem var í sjálfheldu í fjalllendi. Upphafleg staðsetning hans var talin vera á Stráfjalli og hófst leit þar um klukkan fjögur í nótt sem skilaði ekki árangri. Fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg að við frekari eftirgrennslan hafi tekist að staðsetja manninn á Bjarnarfjalli við Hvalvatnsfjörð, austan megin við Eyjafjörð. Björgunarsveitarmenn voru sendir þangað um klukkan sex í morgun bæði landleiðina og á bátum. Maðurinn var í góðu sambandi við viðbragðsaðila en hafði verið á göngu frá því á gærkvöldi og því þreyttur. Afar hættulegar aðstæður á svæðinu Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra barst tilkynning um manninn klukkan 03:42 í nótt. Maðurinn var ágætlega á sig kominn en búinn að vera í sjálfheldunni í nokkrar klukkustundir og reynt lengi að koma sér úr henni. „Nokkra stund tók að fá nákvæma staðsetningu á manninum en þegar það tókst kom í ljós að hann var á svipuðum slóðum og þýski ferðamaðurinn sem lést þarna í fjallgöngu fyrir nokkrum dögum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Brattar og lausar skriður sé að finna í hlíðum Bjarnarfjalls og því afar hættulegar aðstæður. Óskað var eftir þyrlu frá Landhelgisgæslunni til að aðstoða við björgunina. Að sögn lögreglu komu um sextíu manns að aðgerðinni og var þyrla komin á vettvang klukkan 08:40. Tókst að senda sigmann niður og hífa manninn um borð sem var fluttur til Akureyrar. Hann var óslasaður en er sagður vera reynslunni ríkari. Björgunarsveitir Grýtubakkahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg að við frekari eftirgrennslan hafi tekist að staðsetja manninn á Bjarnarfjalli við Hvalvatnsfjörð, austan megin við Eyjafjörð. Björgunarsveitarmenn voru sendir þangað um klukkan sex í morgun bæði landleiðina og á bátum. Maðurinn var í góðu sambandi við viðbragðsaðila en hafði verið á göngu frá því á gærkvöldi og því þreyttur. Afar hættulegar aðstæður á svæðinu Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra barst tilkynning um manninn klukkan 03:42 í nótt. Maðurinn var ágætlega á sig kominn en búinn að vera í sjálfheldunni í nokkrar klukkustundir og reynt lengi að koma sér úr henni. „Nokkra stund tók að fá nákvæma staðsetningu á manninum en þegar það tókst kom í ljós að hann var á svipuðum slóðum og þýski ferðamaðurinn sem lést þarna í fjallgöngu fyrir nokkrum dögum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Brattar og lausar skriður sé að finna í hlíðum Bjarnarfjalls og því afar hættulegar aðstæður. Óskað var eftir þyrlu frá Landhelgisgæslunni til að aðstoða við björgunina. Að sögn lögreglu komu um sextíu manns að aðgerðinni og var þyrla komin á vettvang klukkan 08:40. Tókst að senda sigmann niður og hífa manninn um borð sem var fluttur til Akureyrar. Hann var óslasaður en er sagður vera reynslunni ríkari.
Björgunarsveitir Grýtubakkahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira