Ísraelsmenn héldu úti stöðugum loftárásum á Gaza og Vesturbakkann í gær en liðsmenn íslamsistasamtakanna PIJ hafa skotið hundruðum eldflauga yfir til Ísrael í dag og gær. Þetta eru verstu átök á milli Ísraela og Palestínumanna síðan ellefu daga stríði þeirra lauk í maí í fyrra.

