Frábær tölfræði Arnórs í fyrsta sigri Norrköping í tæpa þrjá mánuði Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 22:30 Arnór Sigurðsson átti frábæran leik í dag. IFK Norrköping Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson var á skotskónum er Norrköping vann Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tölfræði Skagamannsins í leiknum var býsna góð en Norrköping hafði ekki unnið leik í háa herrans tíð. Norrköping hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er leiktíð en gengið hefur verið kaflaskipt. Eftir að hafa mistekist að vinna fyrstu fjóra leiki tímabilsins í deildinni unnust fjórir leikir í röð frá 26. apríl til 15. maí. Síðan þá hefur Norrköping aftur á móti ekki unnið leik í níu tilraunum - allt þar til í dag þegar Degerfors kom í heimsókn. Arnor Sigurdsson är fri från egen planhalva och gör inga misstag när han ska sätta bollen i mål! 2-0 IFK Norrköping pic.twitter.com/rfE0cHpEcg— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 6, 2022 Arnór Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason byrjuðu báðir á miðju Norrköping en Andri Lucas Guðjohnsen spilaði síðasta korterið er liðið vann 2-0 sigur þar sem Arnór tryggði sigurinn með öðru marki liðsins í uppbótartíma. Ef litið er á tölfræði Arnórs í leiknum er erfitt að segja að hann hafi ekki verið á meðal þeirra betri á vellinum. Arnor Sigurdsson against Degerfors;- 1 goal- 92% accurate passes (24/26)- 100% crosses (2/2)- 100% long passes (1/1)- 2 key passes- 1 big chance created- 5/6 dribbles- 8 freekicks won- 3 interceptions- 1 blocked shot- 1 clearance- 1 tackle- 14/18 total duels won pic.twitter.com/Zkfp5FNTdP— (@SwedeStats) August 6, 2022 92 prósent sendinga Arnórs hittu samherja í leiknum, þar af báðar fyrirgjafir hans, hann átti tvær lykilsendingar og skapaði eitt dauðafæri. Hann kláraði fimm af sex hlaupum sínum með boltann og fiskaði átta aukaspyrnur í leiknum. Þegar litið er á varnarleik hans, komst hann þrisvar inn í sendingu andstæðings, komst fyrir eitt skot og vann 14 af 18 einvígjum sem hann fór í. Arnór gekk í raðir liðsins frá CSKA Moskvu í sumar eftir misheppnaða lánsdvöl hjá Venezia í Feneyjum á síðustu leiktíð. Hann virðist nú vera á réttri leið í kunnuglegu umhverfi en hann lék áður með Norrköping frá 2017 til 2018. Sænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Sjá meira
Norrköping hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er leiktíð en gengið hefur verið kaflaskipt. Eftir að hafa mistekist að vinna fyrstu fjóra leiki tímabilsins í deildinni unnust fjórir leikir í röð frá 26. apríl til 15. maí. Síðan þá hefur Norrköping aftur á móti ekki unnið leik í níu tilraunum - allt þar til í dag þegar Degerfors kom í heimsókn. Arnor Sigurdsson är fri från egen planhalva och gör inga misstag när han ska sätta bollen i mål! 2-0 IFK Norrköping pic.twitter.com/rfE0cHpEcg— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 6, 2022 Arnór Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason byrjuðu báðir á miðju Norrköping en Andri Lucas Guðjohnsen spilaði síðasta korterið er liðið vann 2-0 sigur þar sem Arnór tryggði sigurinn með öðru marki liðsins í uppbótartíma. Ef litið er á tölfræði Arnórs í leiknum er erfitt að segja að hann hafi ekki verið á meðal þeirra betri á vellinum. Arnor Sigurdsson against Degerfors;- 1 goal- 92% accurate passes (24/26)- 100% crosses (2/2)- 100% long passes (1/1)- 2 key passes- 1 big chance created- 5/6 dribbles- 8 freekicks won- 3 interceptions- 1 blocked shot- 1 clearance- 1 tackle- 14/18 total duels won pic.twitter.com/Zkfp5FNTdP— (@SwedeStats) August 6, 2022 92 prósent sendinga Arnórs hittu samherja í leiknum, þar af báðar fyrirgjafir hans, hann átti tvær lykilsendingar og skapaði eitt dauðafæri. Hann kláraði fimm af sex hlaupum sínum með boltann og fiskaði átta aukaspyrnur í leiknum. Þegar litið er á varnarleik hans, komst hann þrisvar inn í sendingu andstæðings, komst fyrir eitt skot og vann 14 af 18 einvígjum sem hann fór í. Arnór gekk í raðir liðsins frá CSKA Moskvu í sumar eftir misheppnaða lánsdvöl hjá Venezia í Feneyjum á síðustu leiktíð. Hann virðist nú vera á réttri leið í kunnuglegu umhverfi en hann lék áður með Norrköping frá 2017 til 2018.
Sænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Sjá meira