Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2022 23:56 Alex Jones í réttarsal á miðvikudag. AP/Briana Sanchez Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. Kviðdómur í Texas úrskurðaði í dag að þáttastjórnandinn þyrfti að borga 45,2 milljónir bandaríkjadala í refsibætur til viðbótar við þær 4,1 milljóna bandaríkjadala skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða í gær. Scarlett Lewis og Neil Heslin, foreldrar drengs sem var skotinn til bana í árásinni sóttu Jones til saka en tuttugu börn og sex fullorðnir voru drepin í fjöldamorðinu í Sandy Hook í Connecticut árið 2012. Foreldrar hins sex ára gamla Jesse Lewis fóru fram á 150 milljónir bandaríkjadala frá Jones og sögðust hafa þurft að þola langvarandi áreitni og tilfinningalegar kvalir vegna ósanninda Jones, sem stofnaði og dreifði kenningunum á miðlum Infowars. Vildu senda einföld skilaboð Skaðabæturnar eiga að standa undir þeim kostnaði sem fjölskyldunni hefur hlotist vegna ærumeiðinga Jones, til að mynda vegna öryggisgæslu sem þau keyptu á meðan réttarhöldunum stóð af ótta við árás stuðningsmanns Jones. Á sama tíma eiga refsibæturnar að koma í veg fyrir að Jones endurtaki brot sitt. „Við óskum eftir því að þið sendið mjög, mjög einföld skilaboð og þau eru: Stöðvið Alex Jones,“ sagði lögmaður foreldranna í réttarsal í dag og bætti við að hann hafi hagnast á lygum sínum og röngum upplýsingum. Verðmetið á 270 milljónir bandaríkjadala Fyrr í dag bar hagfræðingur sem foreldrarnir réðu fyrir rétti að Jones, fjölmiðlafyrirtækið hans Infowars og móðurfyrirtækið Free Speech Systems væru metin á allt að 270 milljónir bandaríkjadala. Þá sagði hann gögn gefa til kynna að Jones hafi dregið til sín 62 milljónir bandaríkjadala úr fyrirtækinu árið 2021 þegar aukinn þungi færðist í málaferli gegn honum. Free Speech Systems hefur nú óskað eftir gjaldþrotameðferð. Við þau kom fram að fyrirtæki Jones hafi rakað inn um 800 þúsund bandaríkjadölum í tekjur á einum degi með sölu fæðubótarefna, skotvopnaaukahluta og búnaðar sem ætlað er að hjálpa fólki að lifa af hættuástand. Afhentu öll SMS-skilaboð Jones fyrir mistök Lögmenn foreldranna sökuðu Jones um að reyna að fela sönnunargögn en fyrr í þessari viku greindu þeir frá því að verjendateymi Jones hafi fyrir mistök sent þeim öll SMS-samskipti sem hann hafi átt síðustu tvö ár. Jones viðurkenndi í dómsal á miðvikudag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Jones hafði ítrekað fullyrt í útsendingum Infowars að engin börn hafi fallið í skotárásinni og foreldrarnir sjálfir hafi verið leikarar. Fleiri foreldrar barna sem féllu í skotárásinni hafa stefnt Jones vegna fullyrðinga hans. Jones hefur áður sagt að bótaupphæð yfir tveimur milljónir dala myndi „sökkva“ honum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. 4. ágúst 2022 23:56 „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. 3. ágúst 2022 22:48 Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Kviðdómur í Texas úrskurðaði í dag að þáttastjórnandinn þyrfti að borga 45,2 milljónir bandaríkjadala í refsibætur til viðbótar við þær 4,1 milljóna bandaríkjadala skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða í gær. Scarlett Lewis og Neil Heslin, foreldrar drengs sem var skotinn til bana í árásinni sóttu Jones til saka en tuttugu börn og sex fullorðnir voru drepin í fjöldamorðinu í Sandy Hook í Connecticut árið 2012. Foreldrar hins sex ára gamla Jesse Lewis fóru fram á 150 milljónir bandaríkjadala frá Jones og sögðust hafa þurft að þola langvarandi áreitni og tilfinningalegar kvalir vegna ósanninda Jones, sem stofnaði og dreifði kenningunum á miðlum Infowars. Vildu senda einföld skilaboð Skaðabæturnar eiga að standa undir þeim kostnaði sem fjölskyldunni hefur hlotist vegna ærumeiðinga Jones, til að mynda vegna öryggisgæslu sem þau keyptu á meðan réttarhöldunum stóð af ótta við árás stuðningsmanns Jones. Á sama tíma eiga refsibæturnar að koma í veg fyrir að Jones endurtaki brot sitt. „Við óskum eftir því að þið sendið mjög, mjög einföld skilaboð og þau eru: Stöðvið Alex Jones,“ sagði lögmaður foreldranna í réttarsal í dag og bætti við að hann hafi hagnast á lygum sínum og röngum upplýsingum. Verðmetið á 270 milljónir bandaríkjadala Fyrr í dag bar hagfræðingur sem foreldrarnir réðu fyrir rétti að Jones, fjölmiðlafyrirtækið hans Infowars og móðurfyrirtækið Free Speech Systems væru metin á allt að 270 milljónir bandaríkjadala. Þá sagði hann gögn gefa til kynna að Jones hafi dregið til sín 62 milljónir bandaríkjadala úr fyrirtækinu árið 2021 þegar aukinn þungi færðist í málaferli gegn honum. Free Speech Systems hefur nú óskað eftir gjaldþrotameðferð. Við þau kom fram að fyrirtæki Jones hafi rakað inn um 800 þúsund bandaríkjadölum í tekjur á einum degi með sölu fæðubótarefna, skotvopnaaukahluta og búnaðar sem ætlað er að hjálpa fólki að lifa af hættuástand. Afhentu öll SMS-skilaboð Jones fyrir mistök Lögmenn foreldranna sökuðu Jones um að reyna að fela sönnunargögn en fyrr í þessari viku greindu þeir frá því að verjendateymi Jones hafi fyrir mistök sent þeim öll SMS-samskipti sem hann hafi átt síðustu tvö ár. Jones viðurkenndi í dómsal á miðvikudag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Jones hafði ítrekað fullyrt í útsendingum Infowars að engin börn hafi fallið í skotárásinni og foreldrarnir sjálfir hafi verið leikarar. Fleiri foreldrar barna sem féllu í skotárásinni hafa stefnt Jones vegna fullyrðinga hans. Jones hefur áður sagt að bótaupphæð yfir tveimur milljónir dala myndi „sökkva“ honum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. 4. ágúst 2022 23:56 „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. 3. ágúst 2022 22:48 Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. 4. ágúst 2022 23:56
„Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. 3. ágúst 2022 22:48
Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56