Barcelona fékk ekki leyfi til að skrá nýju leikmennina Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 07:00 Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur tekið mikla sénsa í sumar. Ljóst er að hann þarf að afla frekari tekna ef Raphinha og félagar eiga að fá að taka þátt í vetur. Barcelona La Liga, spænska úrvalsdeildin í fótbolta, hefur hafnað beiðni Barcelona um að skrá nýja leikmenn sína til leiks. Barcelona þarf að safna frekara fé til að mega það. Til að sporna gegn óhóflegri eyðslu setti spænska deildin á eiginlegt eyðsluþak á lið í deildinni sem ber mið af árlegum tekjum hvers og eins liðs. Það þak er töluvert strangara og snertir á fleiri flötum en reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem varða fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play). Barcelona er í fjárhagslegu öngstræti og hefur í sumar brugðið á það ráð að selja ímyndarrétt sinn til næstu ára til fjölda fjárfestingarfyrirtækja til að fjármagna kaup á leikmönnum. Ljóst er að félagið þarf að losa enn frekar um ef það ætlar að fá að skrá alla þá leikmenn sem það hefur fengið til leiks. Ekki nóg með að félagið geti ekki skráð nýju leikmennina í leikmannahóp sinn, þá getur Barcelona ekki heldur skráð þá Sergi Roberto og Ousmané Dembélé, sem voru fyrir. Báðir skrifuðu þeir undir nýjan samning í sumar en Barcelona fékk ekki heldur leyfi til að skrá þá vegna fjárhagsins. Ekki er víst hvort Barcelona geti selt rétt sinn til framtíðartekna enn frekar ef félagið á ekki að þurrkast út á næstu árum. Vilji það skrá leikmennina til leiks er besta leiðin líklegast að selja leikmenn. Sennilegast er að Frenkie de Jong verði þar af leiðandi seldur en hann hefur þrálátt verið orðaður við Manchester United í sumar en hefur sjálfur sagst hafa lítinn áhuga á því að flytja til Manchester. Chelsea er hins vegar komið inn í myndina og vel kann að vera Barcelona selji hann þangað til að leikmennirnir sem þeir keyptu í sumar geti tekið þátt á komandi leiktíð. Félagið fékk bæði Franck Kessié, frá AC Milan, og Andreas Christensen, frá Chelsea, frítt en eyddi yfir 150 milljónum evra í þá Raphinha, frá Leeds, Robert Lewandowski, frá Bayern Munchen, og Jules Koundé, frá Sevilla. Spænski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira
Til að sporna gegn óhóflegri eyðslu setti spænska deildin á eiginlegt eyðsluþak á lið í deildinni sem ber mið af árlegum tekjum hvers og eins liðs. Það þak er töluvert strangara og snertir á fleiri flötum en reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem varða fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play). Barcelona er í fjárhagslegu öngstræti og hefur í sumar brugðið á það ráð að selja ímyndarrétt sinn til næstu ára til fjölda fjárfestingarfyrirtækja til að fjármagna kaup á leikmönnum. Ljóst er að félagið þarf að losa enn frekar um ef það ætlar að fá að skrá alla þá leikmenn sem það hefur fengið til leiks. Ekki nóg með að félagið geti ekki skráð nýju leikmennina í leikmannahóp sinn, þá getur Barcelona ekki heldur skráð þá Sergi Roberto og Ousmané Dembélé, sem voru fyrir. Báðir skrifuðu þeir undir nýjan samning í sumar en Barcelona fékk ekki heldur leyfi til að skrá þá vegna fjárhagsins. Ekki er víst hvort Barcelona geti selt rétt sinn til framtíðartekna enn frekar ef félagið á ekki að þurrkast út á næstu árum. Vilji það skrá leikmennina til leiks er besta leiðin líklegast að selja leikmenn. Sennilegast er að Frenkie de Jong verði þar af leiðandi seldur en hann hefur þrálátt verið orðaður við Manchester United í sumar en hefur sjálfur sagst hafa lítinn áhuga á því að flytja til Manchester. Chelsea er hins vegar komið inn í myndina og vel kann að vera Barcelona selji hann þangað til að leikmennirnir sem þeir keyptu í sumar geti tekið þátt á komandi leiktíð. Félagið fékk bæði Franck Kessié, frá AC Milan, og Andreas Christensen, frá Chelsea, frítt en eyddi yfir 150 milljónum evra í þá Raphinha, frá Leeds, Robert Lewandowski, frá Bayern Munchen, og Jules Koundé, frá Sevilla.
Spænski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira