Barcelona fékk ekki leyfi til að skrá nýju leikmennina Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 07:00 Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur tekið mikla sénsa í sumar. Ljóst er að hann þarf að afla frekari tekna ef Raphinha og félagar eiga að fá að taka þátt í vetur. Barcelona La Liga, spænska úrvalsdeildin í fótbolta, hefur hafnað beiðni Barcelona um að skrá nýja leikmenn sína til leiks. Barcelona þarf að safna frekara fé til að mega það. Til að sporna gegn óhóflegri eyðslu setti spænska deildin á eiginlegt eyðsluþak á lið í deildinni sem ber mið af árlegum tekjum hvers og eins liðs. Það þak er töluvert strangara og snertir á fleiri flötum en reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem varða fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play). Barcelona er í fjárhagslegu öngstræti og hefur í sumar brugðið á það ráð að selja ímyndarrétt sinn til næstu ára til fjölda fjárfestingarfyrirtækja til að fjármagna kaup á leikmönnum. Ljóst er að félagið þarf að losa enn frekar um ef það ætlar að fá að skrá alla þá leikmenn sem það hefur fengið til leiks. Ekki nóg með að félagið geti ekki skráð nýju leikmennina í leikmannahóp sinn, þá getur Barcelona ekki heldur skráð þá Sergi Roberto og Ousmané Dembélé, sem voru fyrir. Báðir skrifuðu þeir undir nýjan samning í sumar en Barcelona fékk ekki heldur leyfi til að skrá þá vegna fjárhagsins. Ekki er víst hvort Barcelona geti selt rétt sinn til framtíðartekna enn frekar ef félagið á ekki að þurrkast út á næstu árum. Vilji það skrá leikmennina til leiks er besta leiðin líklegast að selja leikmenn. Sennilegast er að Frenkie de Jong verði þar af leiðandi seldur en hann hefur þrálátt verið orðaður við Manchester United í sumar en hefur sjálfur sagst hafa lítinn áhuga á því að flytja til Manchester. Chelsea er hins vegar komið inn í myndina og vel kann að vera Barcelona selji hann þangað til að leikmennirnir sem þeir keyptu í sumar geti tekið þátt á komandi leiktíð. Félagið fékk bæði Franck Kessié, frá AC Milan, og Andreas Christensen, frá Chelsea, frítt en eyddi yfir 150 milljónum evra í þá Raphinha, frá Leeds, Robert Lewandowski, frá Bayern Munchen, og Jules Koundé, frá Sevilla. Spænski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira
Til að sporna gegn óhóflegri eyðslu setti spænska deildin á eiginlegt eyðsluþak á lið í deildinni sem ber mið af árlegum tekjum hvers og eins liðs. Það þak er töluvert strangara og snertir á fleiri flötum en reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem varða fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play). Barcelona er í fjárhagslegu öngstræti og hefur í sumar brugðið á það ráð að selja ímyndarrétt sinn til næstu ára til fjölda fjárfestingarfyrirtækja til að fjármagna kaup á leikmönnum. Ljóst er að félagið þarf að losa enn frekar um ef það ætlar að fá að skrá alla þá leikmenn sem það hefur fengið til leiks. Ekki nóg með að félagið geti ekki skráð nýju leikmennina í leikmannahóp sinn, þá getur Barcelona ekki heldur skráð þá Sergi Roberto og Ousmané Dembélé, sem voru fyrir. Báðir skrifuðu þeir undir nýjan samning í sumar en Barcelona fékk ekki heldur leyfi til að skrá þá vegna fjárhagsins. Ekki er víst hvort Barcelona geti selt rétt sinn til framtíðartekna enn frekar ef félagið á ekki að þurrkast út á næstu árum. Vilji það skrá leikmennina til leiks er besta leiðin líklegast að selja leikmenn. Sennilegast er að Frenkie de Jong verði þar af leiðandi seldur en hann hefur þrálátt verið orðaður við Manchester United í sumar en hefur sjálfur sagst hafa lítinn áhuga á því að flytja til Manchester. Chelsea er hins vegar komið inn í myndina og vel kann að vera Barcelona selji hann þangað til að leikmennirnir sem þeir keyptu í sumar geti tekið þátt á komandi leiktíð. Félagið fékk bæði Franck Kessié, frá AC Milan, og Andreas Christensen, frá Chelsea, frítt en eyddi yfir 150 milljónum evra í þá Raphinha, frá Leeds, Robert Lewandowski, frá Bayern Munchen, og Jules Koundé, frá Sevilla.
Spænski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira