Óskar „heyrði einu sinni í“ Norrköping en tekur ekki við liðinu Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 15:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson segist vera í frábæru starfi sem þjálfari Breiðabliks. vísir/Diego Nú virðist útséð um að Óskar Hrafn Þorvaldsson verði næsti þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Norrköping. Hann gaf enda lítið fyrir orðróminn, aðspurður um hann í gær. Óskar stýrir Breiðabliki í kvöld þegar liðið tekur á móti Istanbul Basaksehir í Sambandsdeild Evrópu. Eftir góðan árangur Breiðabliks og Gróttu undir stjórn Óskars má ætla að erlend félög beri víurnar í þennan 48 ára gamla þjálfara. Norrköping er þar á meðal en samkvæmt staðarmiðlinum Norrköpings Tidende hefur félagið nú ákveðið að ráða Danann Glen Riddersholm sem þjálfara liðsins. Í samtali við Stöð 2 í gær var Óskar spurður út í þann orðróm að hann kæmi til greina sem þjálfari Norrköping og svaraði hann þá: „Þetta er bara endurvinnsla á gömlum fréttum held ég. Ég heyrði í þeim einu sinni og hef ekkert heyrt í þeim meira. Ég get svo sem ekkert verið að velta mér upp úr því eða flytja einhverjar fréttir. Ég er bara þjálfari Breiðabliks og það er bara frábært starf. Heiður að stýra þessu liði og þar er hugur minn núna.“ Riddersholm er fimmtugur og hefur verið án starfs í nokkra mánuði eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari hjá belgíska félaginu Genk. áður þjálfaði hann í dönsku úrvalsdeildinni, hjá SönderjyskE, AGF og Midtjylland. Óhætt er að segja að Norrköping sé mikið Íslendingalið en í leikmannahópi aðalliðs félagsins eru nú fjórir Íslendingar, þeir Ari Freyr Skúlason, Arnór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Jóhannes Kristinn Bjarnason. Sænski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn ofarlega á óskalista Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er ofarlega á óskalista sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping sem er í þjálfaraleit. 2. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira
Óskar stýrir Breiðabliki í kvöld þegar liðið tekur á móti Istanbul Basaksehir í Sambandsdeild Evrópu. Eftir góðan árangur Breiðabliks og Gróttu undir stjórn Óskars má ætla að erlend félög beri víurnar í þennan 48 ára gamla þjálfara. Norrköping er þar á meðal en samkvæmt staðarmiðlinum Norrköpings Tidende hefur félagið nú ákveðið að ráða Danann Glen Riddersholm sem þjálfara liðsins. Í samtali við Stöð 2 í gær var Óskar spurður út í þann orðróm að hann kæmi til greina sem þjálfari Norrköping og svaraði hann þá: „Þetta er bara endurvinnsla á gömlum fréttum held ég. Ég heyrði í þeim einu sinni og hef ekkert heyrt í þeim meira. Ég get svo sem ekkert verið að velta mér upp úr því eða flytja einhverjar fréttir. Ég er bara þjálfari Breiðabliks og það er bara frábært starf. Heiður að stýra þessu liði og þar er hugur minn núna.“ Riddersholm er fimmtugur og hefur verið án starfs í nokkra mánuði eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari hjá belgíska félaginu Genk. áður þjálfaði hann í dönsku úrvalsdeildinni, hjá SönderjyskE, AGF og Midtjylland. Óhætt er að segja að Norrköping sé mikið Íslendingalið en í leikmannahópi aðalliðs félagsins eru nú fjórir Íslendingar, þeir Ari Freyr Skúlason, Arnór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Sænski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn ofarlega á óskalista Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er ofarlega á óskalista sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping sem er í þjálfaraleit. 2. ágúst 2022 11:31 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira
Óskar Hrafn ofarlega á óskalista Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er ofarlega á óskalista sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping sem er í þjálfaraleit. 2. ágúst 2022 11:31