Skemmt sushi gæti eyðilagt EM fyrir Antoni Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 13:03 Anton Sveinn McKee heldur í húmorinn og birti þessar myndir af sér þrátt fyrir erfiða matareitrun og tíðar klósettferðir, eftir að hafa gætt sér á sushi sem sennilega var skemmt. @antonmckee Eftir frábæra frammistöðu á HM fyrr í sumar er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee nú að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sundi sem hefst í Róm eftir viku. Skæð matareitrun hefur hins vegar truflað undirbúning hans. Anton hefur fundið vel fyrir matareitruninni sem hann segist sennilega hafa fengið eftir að hafa borðað skemmt sushi í byrjun vikunnar. Hann er nú staddur í æfingabúðum í Barcelona en heldur brátt til Rómar þar sem EM fer fram. „Hiti, hausverkur og algjört orkuleysi. Ég var algjörlega sleginn niður,“ segir Anton í samtali við Vísi, aðspurður um einkenni magaeitrunarinnar sem valdið hefur tíðum klósettferðum síðustu daga. „Það er ekki vitað hvar ég fékk þetta en mig grunar að þetta sé sushi sem ég borðaði. Maginn er enn þá í smá rugli og enn að ná sér en ég er samt allur að braggast sem betur fer. Það kom á óvart hvað ég varð veikur,“ segir Anton. Sleppir mögulega fyrri greininni Eftir að Anton náði 6. sæti í 200 metra bringusundi í júní, þar sem hann var fremstur í úrslitasundinu þegar 50 metrar voru eftir, þótti hann líklegur til enn frekari afreka á EM en nú er spurning hve mikil áhrif matareitrunin mun hafa. Anton er skráður til keppni í tveimur greinum. Keppni í 100 metra bringusundi hefst 11. ágúst, eftir slétta viku, en undanrásir í 200 metra bringusundi eru laugardaginn 13. ágúst. „Ég set enn þá stefnuna að keppa á EM en það fer eftir því hvernig næstu dagar ganga hvort ég keppi í bæði 100 og 200. Ef ég sleppi 100 fæ ég tvo aukadaga til að ná mér,“ segir Anton. Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn fyrstur á Spáni Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee kom fyrstur í mark í 100 metra bringusundi á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona. 22. júlí 2022 23:01 Anton Sveinn varð í öðru sæti Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee vann silfurverðlaun þegar hann synti 200 metra bringusund á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona þessa dagana. 23. júlí 2022 19:38 „Gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér“ Sunkappinn Anton Sveinn Mckee náði frábærum árangri þegar hann kom sjötti í mark í úrslitasundinu í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest í dag. Anton segist hafa náð sínum markmiðum og kveðst stoltur af því sem hann afrekaði í dag. 23. júní 2022 19:11 Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36 Fetar Anton í verðlaunafótspor Arnar? Síðdegis verður Anton Sveinn McKee fimmti Íslendingurinn til að stinga sér til sunds í úrslitum á HM í 50 metra laug. Hann flaug inn í úrslit í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest á nýju Íslandsmeti í gær. 23. júní 2022 11:31 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Anton hefur fundið vel fyrir matareitruninni sem hann segist sennilega hafa fengið eftir að hafa borðað skemmt sushi í byrjun vikunnar. Hann er nú staddur í æfingabúðum í Barcelona en heldur brátt til Rómar þar sem EM fer fram. „Hiti, hausverkur og algjört orkuleysi. Ég var algjörlega sleginn niður,“ segir Anton í samtali við Vísi, aðspurður um einkenni magaeitrunarinnar sem valdið hefur tíðum klósettferðum síðustu daga. „Það er ekki vitað hvar ég fékk þetta en mig grunar að þetta sé sushi sem ég borðaði. Maginn er enn þá í smá rugli og enn að ná sér en ég er samt allur að braggast sem betur fer. Það kom á óvart hvað ég varð veikur,“ segir Anton. Sleppir mögulega fyrri greininni Eftir að Anton náði 6. sæti í 200 metra bringusundi í júní, þar sem hann var fremstur í úrslitasundinu þegar 50 metrar voru eftir, þótti hann líklegur til enn frekari afreka á EM en nú er spurning hve mikil áhrif matareitrunin mun hafa. Anton er skráður til keppni í tveimur greinum. Keppni í 100 metra bringusundi hefst 11. ágúst, eftir slétta viku, en undanrásir í 200 metra bringusundi eru laugardaginn 13. ágúst. „Ég set enn þá stefnuna að keppa á EM en það fer eftir því hvernig næstu dagar ganga hvort ég keppi í bæði 100 og 200. Ef ég sleppi 100 fæ ég tvo aukadaga til að ná mér,“ segir Anton.
Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn fyrstur á Spáni Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee kom fyrstur í mark í 100 metra bringusundi á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona. 22. júlí 2022 23:01 Anton Sveinn varð í öðru sæti Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee vann silfurverðlaun þegar hann synti 200 metra bringusund á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona þessa dagana. 23. júlí 2022 19:38 „Gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér“ Sunkappinn Anton Sveinn Mckee náði frábærum árangri þegar hann kom sjötti í mark í úrslitasundinu í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest í dag. Anton segist hafa náð sínum markmiðum og kveðst stoltur af því sem hann afrekaði í dag. 23. júní 2022 19:11 Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36 Fetar Anton í verðlaunafótspor Arnar? Síðdegis verður Anton Sveinn McKee fimmti Íslendingurinn til að stinga sér til sunds í úrslitum á HM í 50 metra laug. Hann flaug inn í úrslit í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest á nýju Íslandsmeti í gær. 23. júní 2022 11:31 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Anton Sveinn fyrstur á Spáni Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee kom fyrstur í mark í 100 metra bringusundi á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona. 22. júlí 2022 23:01
Anton Sveinn varð í öðru sæti Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee vann silfurverðlaun þegar hann synti 200 metra bringusund á Opna spænska meistaramótinu sem fram fer í Barcelona þessa dagana. 23. júlí 2022 19:38
„Gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér“ Sunkappinn Anton Sveinn Mckee náði frábærum árangri þegar hann kom sjötti í mark í úrslitasundinu í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest í dag. Anton segist hafa náð sínum markmiðum og kveðst stoltur af því sem hann afrekaði í dag. 23. júní 2022 19:11
Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36
Fetar Anton í verðlaunafótspor Arnar? Síðdegis verður Anton Sveinn McKee fimmti Íslendingurinn til að stinga sér til sunds í úrslitum á HM í 50 metra laug. Hann flaug inn í úrslit í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest á nýju Íslandsmeti í gær. 23. júní 2022 11:31