Skjálftinn varð klukkan 12:00 en fyrstu tölur segja að skjálftinn hafi verið um 3,8 kílómetra vestur af Kleifarvatni og fyrsta stærðarmat er 3,9 samkvæmt Einari Hjörleifssyni náttúruruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni.
Skjálftavirknina segir Einar vera svipaða og hún sé búin að vera, hún sé að minnka en alltaf séu að mælast stærri skjálftar inn á milli.
Uppfært klukkan 12:20
Samkvæmt nýjustu tölum var skjálftinn 4,2 að stærð.
Uppfært klukkan 12:26
Samkvæmt lokatölum frá Veðurstofunni var skjálftinn 4,6 að stærð.
Uppfært klukkan 12:37
Samkvæmt nýjustu tölum var skjálftinn 4,2 að stærð.
Fréttin verður uppfærð.