Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Jarðskjálftar og mögulegt gos verða í aðalhlutverki í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Skjálftum á Reykjanesi hefur heldur fækkað síðasta sólahring og engin ummerki eru um gosóróa en sérfræðingar spá engu að síður gosi á næstu dögum eða vikum.

Þróun mála á svæðinu og spár um nýtt og langvarandi jarðskjálftatímabil hafa vakið spurningar um samgöngur, bæði innanlands og milli landa, og sitt sýnist hverjum.

Við ræðum við Hafliða Kristinsson, formann íbúasamtaka Urriðaholts, um ákvörðun kærunefndar útboðsmála um að stöðva samninga milli Garðabæjar og Fortis um nýjan leikskóla.

Þá spáum við í þróunina á húsnæðismarkaði og kíkjum að sjálfsögðu á íþróttir og veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×