„Hey bændur! Erling Braut spilar fyrir skitna blóðpeninga“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 16:31 Erling Braut Haaland spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester City er liðið tapaði fyrir Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn á laugardag. /mancity Stuðningsmenn Brann í Noregi sýndu áhugaverðan borða þegar liðið heimsótti Bryne í næst efstu deild Noregs í gær. Bryne er uppeldisfélag Erlings Braut Haalands, leikmanns Manchester City. Haaland samdi við City í sumar en félagið er fjármagnað af opinberum fjárfestingasjóði Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Enska félagið hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttingasamtökunum Amnesty International, fyrir að vera dæmi um íþróttaþvott (e. sports-washing). Ríki frá Miðausturlöndum hafa í auknum mæli fjárfest ríkulega í fótboltafélögum undanfarin ár og eru sökuð um að gera það til að bæta ímynd ríkisins og þvo hana af meintum mannréttindabrotum. Önnur dæmi má nefna á Paris Saint-Germain, sem er í eigu Katara, og Newcastle United sem var keypt af fjárfestingasjóði Sádí Arabíu í fyrra. Norðmenn hafa látið vel í sér heyra hvað þessi málefni varðar en fyrrum landsliðskonan Lisa Klaveness vakti athygli þegar hún gagnrýndi mannréttindastefnu yfirvalda í Katar á ársþingi FIFA í Doha í mars. Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar í nóvember. Þá voru einnig tveir norskir blaðamenn handteknir við störf sín í Katar í haust. Beskjed fra Bergen her altså. pic.twitter.com/mJdpO9EudC— Jonas Grønner (@JonasGronner) July 31, 2022 Stuðningsmenn Brann nýttu þá tækifærið í heimsókn sinni til Bryne í gær til að benda á að hetjan Haaland þæði laun sín frá olíufurstum að þvottastörfum. Jonas Grönner, fyrrum leikmaður Brann sem spilaði með KR hér á landi sumarið 2013, vakti athygli á málinu á Twitter en hann birti mynd af borða stuðningsmanna Brann. Á honum stóð: „Hey bændur! Braut spilar fyrir skitna blóðpeninga. Það er aðeins einn Haaland.“ en þar er vísað til hins 17 ára gamla Markusar Haaland sem spilar með unglingaliðum Brann. Noregur Norski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira
Haaland samdi við City í sumar en félagið er fjármagnað af opinberum fjárfestingasjóði Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Enska félagið hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttingasamtökunum Amnesty International, fyrir að vera dæmi um íþróttaþvott (e. sports-washing). Ríki frá Miðausturlöndum hafa í auknum mæli fjárfest ríkulega í fótboltafélögum undanfarin ár og eru sökuð um að gera það til að bæta ímynd ríkisins og þvo hana af meintum mannréttindabrotum. Önnur dæmi má nefna á Paris Saint-Germain, sem er í eigu Katara, og Newcastle United sem var keypt af fjárfestingasjóði Sádí Arabíu í fyrra. Norðmenn hafa látið vel í sér heyra hvað þessi málefni varðar en fyrrum landsliðskonan Lisa Klaveness vakti athygli þegar hún gagnrýndi mannréttindastefnu yfirvalda í Katar á ársþingi FIFA í Doha í mars. Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar í nóvember. Þá voru einnig tveir norskir blaðamenn handteknir við störf sín í Katar í haust. Beskjed fra Bergen her altså. pic.twitter.com/mJdpO9EudC— Jonas Grønner (@JonasGronner) July 31, 2022 Stuðningsmenn Brann nýttu þá tækifærið í heimsókn sinni til Bryne í gær til að benda á að hetjan Haaland þæði laun sín frá olíufurstum að þvottastörfum. Jonas Grönner, fyrrum leikmaður Brann sem spilaði með KR hér á landi sumarið 2013, vakti athygli á málinu á Twitter en hann birti mynd af borða stuðningsmanna Brann. Á honum stóð: „Hey bændur! Braut spilar fyrir skitna blóðpeninga. Það er aðeins einn Haaland.“ en þar er vísað til hins 17 ára gamla Markusar Haaland sem spilar með unglingaliðum Brann.
Noregur Norski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira