„Hey bændur! Erling Braut spilar fyrir skitna blóðpeninga“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 16:31 Erling Braut Haaland spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester City er liðið tapaði fyrir Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn á laugardag. /mancity Stuðningsmenn Brann í Noregi sýndu áhugaverðan borða þegar liðið heimsótti Bryne í næst efstu deild Noregs í gær. Bryne er uppeldisfélag Erlings Braut Haalands, leikmanns Manchester City. Haaland samdi við City í sumar en félagið er fjármagnað af opinberum fjárfestingasjóði Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Enska félagið hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttingasamtökunum Amnesty International, fyrir að vera dæmi um íþróttaþvott (e. sports-washing). Ríki frá Miðausturlöndum hafa í auknum mæli fjárfest ríkulega í fótboltafélögum undanfarin ár og eru sökuð um að gera það til að bæta ímynd ríkisins og þvo hana af meintum mannréttindabrotum. Önnur dæmi má nefna á Paris Saint-Germain, sem er í eigu Katara, og Newcastle United sem var keypt af fjárfestingasjóði Sádí Arabíu í fyrra. Norðmenn hafa látið vel í sér heyra hvað þessi málefni varðar en fyrrum landsliðskonan Lisa Klaveness vakti athygli þegar hún gagnrýndi mannréttindastefnu yfirvalda í Katar á ársþingi FIFA í Doha í mars. Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar í nóvember. Þá voru einnig tveir norskir blaðamenn handteknir við störf sín í Katar í haust. Beskjed fra Bergen her altså. pic.twitter.com/mJdpO9EudC— Jonas Grønner (@JonasGronner) July 31, 2022 Stuðningsmenn Brann nýttu þá tækifærið í heimsókn sinni til Bryne í gær til að benda á að hetjan Haaland þæði laun sín frá olíufurstum að þvottastörfum. Jonas Grönner, fyrrum leikmaður Brann sem spilaði með KR hér á landi sumarið 2013, vakti athygli á málinu á Twitter en hann birti mynd af borða stuðningsmanna Brann. Á honum stóð: „Hey bændur! Braut spilar fyrir skitna blóðpeninga. Það er aðeins einn Haaland.“ en þar er vísað til hins 17 ára gamla Markusar Haaland sem spilar með unglingaliðum Brann. Noregur Norski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Haaland samdi við City í sumar en félagið er fjármagnað af opinberum fjárfestingasjóði Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Enska félagið hefur verið gagnrýnt, meðal annars af mannréttingasamtökunum Amnesty International, fyrir að vera dæmi um íþróttaþvott (e. sports-washing). Ríki frá Miðausturlöndum hafa í auknum mæli fjárfest ríkulega í fótboltafélögum undanfarin ár og eru sökuð um að gera það til að bæta ímynd ríkisins og þvo hana af meintum mannréttindabrotum. Önnur dæmi má nefna á Paris Saint-Germain, sem er í eigu Katara, og Newcastle United sem var keypt af fjárfestingasjóði Sádí Arabíu í fyrra. Norðmenn hafa látið vel í sér heyra hvað þessi málefni varðar en fyrrum landsliðskonan Lisa Klaveness vakti athygli þegar hún gagnrýndi mannréttindastefnu yfirvalda í Katar á ársþingi FIFA í Doha í mars. Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar í nóvember. Þá voru einnig tveir norskir blaðamenn handteknir við störf sín í Katar í haust. Beskjed fra Bergen her altså. pic.twitter.com/mJdpO9EudC— Jonas Grønner (@JonasGronner) July 31, 2022 Stuðningsmenn Brann nýttu þá tækifærið í heimsókn sinni til Bryne í gær til að benda á að hetjan Haaland þæði laun sín frá olíufurstum að þvottastörfum. Jonas Grönner, fyrrum leikmaður Brann sem spilaði með KR hér á landi sumarið 2013, vakti athygli á málinu á Twitter en hann birti mynd af borða stuðningsmanna Brann. Á honum stóð: „Hey bændur! Braut spilar fyrir skitna blóðpeninga. Það er aðeins einn Haaland.“ en þar er vísað til hins 17 ára gamla Markusar Haaland sem spilar með unglingaliðum Brann.
Noregur Norski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira