Rosenborg sagðir ákveðnir í því að klófesta Ísak Snæ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2022 21:30 Ísak Snær hefur verið iðinn við kolann í markaskorun í sumar. Vísir/Hulda Margrét Aðeins virðist vera tímaspursmál hvenær Ísak Snær Þorvaldsson, annar tveggja markahæstu leikmanna Bestu deildar karla í fótbolta, heldur utan í atvinnumennsku. Rosenborg í Noregi er sagt áhugasamt. Rosenborg gekk fyrr í þessum mánuði frá kaupum á Kristali Mána Ingasyni frá Víkingi en hann gengur formlega í raðir félagsins þegar félagsskiptaglugginn opnar þann 1. ágúst. Ísak Snær gekk til liðs við Blika í vetur en hafði spilað með ÍA á Akranesi í fyrra. Hann hefur spilað framar á vellinum í Kópavogi en hann gerði með Skagamönnum og hefur skorað ellefu mörk í Bestu deildinni, tvö í Mjólkurbikarnum og þrjú í Sambandsdeildinni. Rosenborg, who have just bought Kristall Máni, are also seriously interested in signing Ísak Snær from @BreidablikFC. Seems the deal won't happen until Blix's European run is concluded but it then could move very quickly.— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) July 29, 2022 Orðrómar hafa verið á flugi um að Rosenborg hafi áhuga á því að bæta Ísaki Snæ, sem leikur með toppliði Breiðabliks, einnig í sínar raðir. Bretinn Lucas Arnold, fótboltagreinandi hjá Football Radar sem hefur sérhæft sig í íslenskri knattspyrnu, kveðst hafa sterkar heimildir yfir því að félagið sé langt komið í viðræðum við Blika sem vilji þó ekki sleppa honum fyrr en þeir hafa fallið út í Sambandsdeild Evrópu. Blikar slógu út Buducnest Podgorica frá Svartfjallalandi í gær þar sem Ísak Snær skoraði mark liðsins í 2-1 tapi ytra en þeir grænklæddu komust áfram, 3-2 samanlagt. Næsta verkefni Breiðabliks í keppninni er ærið þar sem Istanbul Basaksehir heimsækir Kópavog á fimmtudagskvöld. Sá leikur hefst klukkan 18:45 á fimmtudaginn, 4. ágúst, og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Norski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Rosenborg gekk fyrr í þessum mánuði frá kaupum á Kristali Mána Ingasyni frá Víkingi en hann gengur formlega í raðir félagsins þegar félagsskiptaglugginn opnar þann 1. ágúst. Ísak Snær gekk til liðs við Blika í vetur en hafði spilað með ÍA á Akranesi í fyrra. Hann hefur spilað framar á vellinum í Kópavogi en hann gerði með Skagamönnum og hefur skorað ellefu mörk í Bestu deildinni, tvö í Mjólkurbikarnum og þrjú í Sambandsdeildinni. Rosenborg, who have just bought Kristall Máni, are also seriously interested in signing Ísak Snær from @BreidablikFC. Seems the deal won't happen until Blix's European run is concluded but it then could move very quickly.— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) July 29, 2022 Orðrómar hafa verið á flugi um að Rosenborg hafi áhuga á því að bæta Ísaki Snæ, sem leikur með toppliði Breiðabliks, einnig í sínar raðir. Bretinn Lucas Arnold, fótboltagreinandi hjá Football Radar sem hefur sérhæft sig í íslenskri knattspyrnu, kveðst hafa sterkar heimildir yfir því að félagið sé langt komið í viðræðum við Blika sem vilji þó ekki sleppa honum fyrr en þeir hafa fallið út í Sambandsdeild Evrópu. Blikar slógu út Buducnest Podgorica frá Svartfjallalandi í gær þar sem Ísak Snær skoraði mark liðsins í 2-1 tapi ytra en þeir grænklæddu komust áfram, 3-2 samanlagt. Næsta verkefni Breiðabliks í keppninni er ærið þar sem Istanbul Basaksehir heimsækir Kópavog á fimmtudagskvöld. Sá leikur hefst klukkan 18:45 á fimmtudaginn, 4. ágúst, og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Norski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira