Kemur Wiegman enskum loks til fyrirheitna landsins? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2022 09:00 Sarina Wiegman, sem ræðir hér við Leah Williamson, fyrirliða enska landsliðsins, getur orðið fyrst allra til að gera tvær þjóðir að Evrópumeisturum. getty/Alex Livesey Enskt A-landslið fær í dag möguleika á að vinna stórmót í fyrsta sinn síðan 1966. Þá var England á heimavelli líkt og nú. Evrópumóti kvenna lýkur í dag þegar England og Þýskaland mætast í úrslitaleik á Wembley. Enska kvennalandsliðið hefur aldrei unnið stórmót og raunar hefur enskt A-landslið bara einu sinni unnið stóran titil. Það gerðist 1966 þegar enska karlalandsliðið sigraði Vestur-Þýskaland í úrslitaleik HM á gamla Wembley. England og Þýskaland mætast nú aftur í úrslitaleik stórsmóts á Wembley en nokkuð ljóst er að „draugamark“ mun ekki hafa afgerandi áhrif á gang mála að þessu sinni eins og fyrir 56 árum. Fyrir þá sem ekki þekkja kom Geoff Hurst Englendingum í 3-2 í framlengingu í úrslitaleik HM 1966 þegar skot hans fór í slána og niður. Svissneski dómarinn Gottfried Dienst og sovéski línuvörðurinn Tofiq Bahramov mátu það sem svo að boltinn hefði farið inn fyrir línuna og dæmdu mark sem er ein umdeildasta ákvörðun fótboltasögunnar. Ljóst er að ekkert slíkt vafaatriði mun koma upp í dag þar sem dómaratríóið nýtur aðstoðar marklínutækni. Geoff Hurst skorar markið umdeilda í úrslitaleik HM 1966.getty/Central Press Sem fyrr sagði hefur enska kvennalandsliðið aldrei unnið stórmót. En við stjórnvölinn hjá liðinu er þjálfari sem þekkir það. Sarina Wiegman stýrði Hollendingum til sigurs á EM á heimavelli 2017. Hún kom Hollandi svo í úrslit HM 2019 og tók svo við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í fyrra. Óhætt er að segja að árangur enska landsliðsins undir stjórn Wiegmans hafi verið framúrskarandi. England hefur unnið sautján leiki af nítján, skorað 104 mörk og aðeins fengið á sig fjögur. Englendingar hafa verið óstöðvandi á EM og unnið alla fimm leiki sína með markatölunni 20-1. England vann meðal annars Noreg, 8-0, í riðlakeppninni og Svíþjóð, 4-0, í undanúrslitunum á þriðjudaginn. Alexandra Popp, fyrirliði Þýskalands, fagnar einu sex marka sinna á EM.getty/Naomi Baker Þjóðverjar hafa einnig unnið alla leiki sína á EM og aðeins fengið á sig eitt mark þótt þeir hafi fallið í skuggann af Englendingum. Þýskaland vann alla leiki sína í riðlakeppninni með markatölunni 9-0, sigraði Austurríki, 2-0, í átta liða úrslitunum og Frakkland, 2-1, í undanúrslitunum. Ólíkt Englandi þekkir þýska kvennalandsliðið það vel að vinna stórmót. Þjóðverjar urðu heimsmeistarar 2003 og 2007, Ólympíumeistarar 2016 og Evrópumeistarar 1989, 1991, 1995, 1997, 2001, 2005, 2009 og 2013. Í úrslitaleik EM 2009 vann Þýskaland stórsigur á Englandi, 6-2. Þótt sagan og hefðin sé vissulega með Þjóðverjum í liði er vert að geta þess að aðeins þrír leikmenn í þýska hópnum hafa unnið stórmót með landsliðinu. Þær Sara Däbritz, Svenja Huth og Alexandra Popp voru í þýska liðinu sem varð Ólympíumeistari í Ríó 2016. Sú síðarnefnda er fyrirliði Þýskalands og er markahæst á EM með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. Just match remains! Who'll be crowned #WEUROTopScorer? #WEURO2022 pic.twitter.com/hpSpPOSCVN— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 29, 2022 Englendingar eru mun sigurstranglegri fyrir leikinn á Wembley sem hefst klukkan 16:00 í dag. Þó er varasamt að vanmeta Þjóðverja sem hafa læðst með veggjum á Englandi undanfarnar vikur og finndist eflaust fátt skemmtilegra en að eyðileggja partíið fyrir enskum. EM 2022 í Englandi Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Evrópumóti kvenna lýkur í dag þegar England og Þýskaland mætast í úrslitaleik á Wembley. Enska kvennalandsliðið hefur aldrei unnið stórmót og raunar hefur enskt A-landslið bara einu sinni unnið stóran titil. Það gerðist 1966 þegar enska karlalandsliðið sigraði Vestur-Þýskaland í úrslitaleik HM á gamla Wembley. England og Þýskaland mætast nú aftur í úrslitaleik stórsmóts á Wembley en nokkuð ljóst er að „draugamark“ mun ekki hafa afgerandi áhrif á gang mála að þessu sinni eins og fyrir 56 árum. Fyrir þá sem ekki þekkja kom Geoff Hurst Englendingum í 3-2 í framlengingu í úrslitaleik HM 1966 þegar skot hans fór í slána og niður. Svissneski dómarinn Gottfried Dienst og sovéski línuvörðurinn Tofiq Bahramov mátu það sem svo að boltinn hefði farið inn fyrir línuna og dæmdu mark sem er ein umdeildasta ákvörðun fótboltasögunnar. Ljóst er að ekkert slíkt vafaatriði mun koma upp í dag þar sem dómaratríóið nýtur aðstoðar marklínutækni. Geoff Hurst skorar markið umdeilda í úrslitaleik HM 1966.getty/Central Press Sem fyrr sagði hefur enska kvennalandsliðið aldrei unnið stórmót. En við stjórnvölinn hjá liðinu er þjálfari sem þekkir það. Sarina Wiegman stýrði Hollendingum til sigurs á EM á heimavelli 2017. Hún kom Hollandi svo í úrslit HM 2019 og tók svo við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í fyrra. Óhætt er að segja að árangur enska landsliðsins undir stjórn Wiegmans hafi verið framúrskarandi. England hefur unnið sautján leiki af nítján, skorað 104 mörk og aðeins fengið á sig fjögur. Englendingar hafa verið óstöðvandi á EM og unnið alla fimm leiki sína með markatölunni 20-1. England vann meðal annars Noreg, 8-0, í riðlakeppninni og Svíþjóð, 4-0, í undanúrslitunum á þriðjudaginn. Alexandra Popp, fyrirliði Þýskalands, fagnar einu sex marka sinna á EM.getty/Naomi Baker Þjóðverjar hafa einnig unnið alla leiki sína á EM og aðeins fengið á sig eitt mark þótt þeir hafi fallið í skuggann af Englendingum. Þýskaland vann alla leiki sína í riðlakeppninni með markatölunni 9-0, sigraði Austurríki, 2-0, í átta liða úrslitunum og Frakkland, 2-1, í undanúrslitunum. Ólíkt Englandi þekkir þýska kvennalandsliðið það vel að vinna stórmót. Þjóðverjar urðu heimsmeistarar 2003 og 2007, Ólympíumeistarar 2016 og Evrópumeistarar 1989, 1991, 1995, 1997, 2001, 2005, 2009 og 2013. Í úrslitaleik EM 2009 vann Þýskaland stórsigur á Englandi, 6-2. Þótt sagan og hefðin sé vissulega með Þjóðverjum í liði er vert að geta þess að aðeins þrír leikmenn í þýska hópnum hafa unnið stórmót með landsliðinu. Þær Sara Däbritz, Svenja Huth og Alexandra Popp voru í þýska liðinu sem varð Ólympíumeistari í Ríó 2016. Sú síðarnefnda er fyrirliði Þýskalands og er markahæst á EM með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. Just match remains! Who'll be crowned #WEUROTopScorer? #WEURO2022 pic.twitter.com/hpSpPOSCVN— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 29, 2022 Englendingar eru mun sigurstranglegri fyrir leikinn á Wembley sem hefst klukkan 16:00 í dag. Þó er varasamt að vanmeta Þjóðverja sem hafa læðst með veggjum á Englandi undanfarnar vikur og finndist eflaust fátt skemmtilegra en að eyðileggja partíið fyrir enskum.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki