Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður hitað upp fyrir stærstu ferðahelgi ársins, Verslunarmannahelgina.

Við heyrum í lögreglunni um umferðina sem fram undan er og tökum stöðuna í Vestmannaeyjum þar sem Þjóðhátíð hófst í gær með húkkaraballinu víðfræga. 

Þá fjöllum við um stöðuna í ferðaþjónustunni sem hefur tekið hratt við sér eftir faraldurinn en Ísland er nánast uppbókað næstu mánuði.

Einnig fjöllum við áfram um innrás Rússa í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×