Engin plön hjá FIFA um að færa HM kvenna í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 09:30 Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe fékk nóg af bikunum eftir HM í Frakklandi árið 2019. Getty/Jose Breton Alþjóða knattspyrnusambandið segir ekkert til í þeim orðrómi að FIFA sé að kanna möguleikann á því að færa næsta heimsmeistaramót kvenna í fótbolta sem á að fara fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Franska blaðið L'Equipe skrifaði frétt í gær um að fólk hjá FIFA hafi verið í sambandi við forystufólk í evrópskum fótbolta til að ræða möguleikann á því að fresta heimsmeistaramótinu um nokkra mánuði. New for @ESPNFC;FIFA said on Thursday that the 2023 Women's World Cup in Australia and New Zealand will be going ahead as scheduled after a European report floated the possibility of postponement.https://t.co/pIVoWQ1qBw— Joey Lynch (@joeylynchy) July 29, 2022 Íslenska kvennalandsliðið á enn möguleika á því að komast á þetta heimsmeistaramót en þangað hafa stelpurnar okkar aldrei komist áður. Leikir liðsins í september ráða því hvort íslensku stelpurnar komast beint á HM eða fara í umspil um laus sæti. Hugmyndin um að færa HM aftur um nokkra mánuði tengist óbeint því að HM karla í Katar var fært aftur til nóvember og desember. Með því að gera það saman hjá konunum þá færi keppnin fram um sumar í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en ekki um vetrartímann eins og planið er núna. FIFA denies reports it could postpone Women s World Cup to favour Europe https://t.co/K5lT9uLt6R— Vince Rugari (@VinceRugari) July 28, 2022 Talsmaður FIFA staðfesti hins vegar við ESPN um að heimsmeistarakeppnin muni hefjast 20. júlí 2023 og það séu engar áætlanir um að færa keppnina. Úrslitaleikurinn á að fara fram 20. ágúst í Sydney í Ástralíu. Með því að færa keppnina þá myndu menn tryggja hagstæðari aðstæður eins og meira dagsljós sem sjónvarpsstöðvar myndu fagna. Áhuginn á kvennaknattspyrnu hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og eftirspurnin eftir útsendingum frá mótinu er líkleg til að halda áfram að aukast á næsta ári. Vel heppnað Evrópumót mun aðeins ýta undir frekari áhuga. THE COUNTDOWN IS ON 1 year from today the 2023 FIFA Women s World Cup will kickoff! pic.twitter.com/Exbsz3Q6O2— FOX Soccer (@FOXSoccer) July 20, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Franska blaðið L'Equipe skrifaði frétt í gær um að fólk hjá FIFA hafi verið í sambandi við forystufólk í evrópskum fótbolta til að ræða möguleikann á því að fresta heimsmeistaramótinu um nokkra mánuði. New for @ESPNFC;FIFA said on Thursday that the 2023 Women's World Cup in Australia and New Zealand will be going ahead as scheduled after a European report floated the possibility of postponement.https://t.co/pIVoWQ1qBw— Joey Lynch (@joeylynchy) July 29, 2022 Íslenska kvennalandsliðið á enn möguleika á því að komast á þetta heimsmeistaramót en þangað hafa stelpurnar okkar aldrei komist áður. Leikir liðsins í september ráða því hvort íslensku stelpurnar komast beint á HM eða fara í umspil um laus sæti. Hugmyndin um að færa HM aftur um nokkra mánuði tengist óbeint því að HM karla í Katar var fært aftur til nóvember og desember. Með því að gera það saman hjá konunum þá færi keppnin fram um sumar í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en ekki um vetrartímann eins og planið er núna. FIFA denies reports it could postpone Women s World Cup to favour Europe https://t.co/K5lT9uLt6R— Vince Rugari (@VinceRugari) July 28, 2022 Talsmaður FIFA staðfesti hins vegar við ESPN um að heimsmeistarakeppnin muni hefjast 20. júlí 2023 og það séu engar áætlanir um að færa keppnina. Úrslitaleikurinn á að fara fram 20. ágúst í Sydney í Ástralíu. Með því að færa keppnina þá myndu menn tryggja hagstæðari aðstæður eins og meira dagsljós sem sjónvarpsstöðvar myndu fagna. Áhuginn á kvennaknattspyrnu hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og eftirspurnin eftir útsendingum frá mótinu er líkleg til að halda áfram að aukast á næsta ári. Vel heppnað Evrópumót mun aðeins ýta undir frekari áhuga. THE COUNTDOWN IS ON 1 year from today the 2023 FIFA Women s World Cup will kickoff! pic.twitter.com/Exbsz3Q6O2— FOX Soccer (@FOXSoccer) July 20, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira