Fór út í atvinnumennsku en fékk aldrei leikheimild | Komin aftur heim í Keflavík Atli Arason skrifar 27. júlí 2022 23:01 Marín í leik með Keflavík Víkurfréttir Marín Rún Guðmundsdóttir hefur samið við Keflavík á nýjan leik eftir stutt stopp hjá Hellas Verona á Ítalíu. Marín hefur leikið með Keflavík mest allan ferillinn sinn en hún lék fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2014, aðeins rúmlega 16 ára gömul. Síðasta haust flutti Marín til Martin í Slóvakíu að læra læknisfræði en hún fékk óvænt tilboð í leiðinni frá MŠK Fomat Martin, um að leika með liðinu haustið 2021, sem hún samþykkti. „Ég byrjaði í náminu árið 2020 en var í fjarnámi fyrsta árið vegna Covid,“ sagði Marín í samtali við Vísi í dag. Lék hún fjóra leiki með MŠK sem var nóg til að vekja áhuga frá Hellas Verona, í efstu deild á Ítalíu. Í janúar 2022 var hún þá búin að skrifa undir samning við ítalska liðið og ákvað í leiðinni að taka sér árs pásu frá læknisnáminu. Marín tók þó fljótlega eftir því að eitthvað gruggugt væri í gangi í Verona. Eftir að hafa æft með liðinu í rúman mánuð áttaði hún sig á því að hún var ekki skráð í leikmannahóp liðsins. Marín við undirskrift samnings við Hellas Veronahellasveronawomen.it „Ég fann í raun sjálf út að ég var ekki með leikheimild,“ sagði Marín eftir að hafa séð á internetinu að hún væri enn þá skráð hjá MŠK í Slóvakíu. „Ég var samt ekki viss hvort ég væri með heimild, þannig ég talaði við forráðamenn liðsins og þá fóru þau að athuga málið. Þá kom í ljós að leikheimildin fór aldrei í gegn,“ bætti Marín við. Ekki sátt við stöðu mála fór Marín heim til Íslands þar sem hún lék nokkra leiki með Grindavík um stutta stund áður en hún skrifaði undir samning við Keflavík sem gildir út yfirstandandi leiktímabil. Marín stefnir svo á að halda náminu í læknisfræði í Slóvakíu áfram í janúar 2023. „Það er bara ekki hægt að segja nei þegar Keflavík hefur samband. Ég er mjög spennt fyrir því að klæðast aftur Keflavíkur treyjunni og spila með liðinu í Bestu-deildinni,“ sagði Marín Rún Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, að lokum. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Marín hefur leikið með Keflavík mest allan ferillinn sinn en hún lék fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2014, aðeins rúmlega 16 ára gömul. Síðasta haust flutti Marín til Martin í Slóvakíu að læra læknisfræði en hún fékk óvænt tilboð í leiðinni frá MŠK Fomat Martin, um að leika með liðinu haustið 2021, sem hún samþykkti. „Ég byrjaði í náminu árið 2020 en var í fjarnámi fyrsta árið vegna Covid,“ sagði Marín í samtali við Vísi í dag. Lék hún fjóra leiki með MŠK sem var nóg til að vekja áhuga frá Hellas Verona, í efstu deild á Ítalíu. Í janúar 2022 var hún þá búin að skrifa undir samning við ítalska liðið og ákvað í leiðinni að taka sér árs pásu frá læknisnáminu. Marín tók þó fljótlega eftir því að eitthvað gruggugt væri í gangi í Verona. Eftir að hafa æft með liðinu í rúman mánuð áttaði hún sig á því að hún var ekki skráð í leikmannahóp liðsins. Marín við undirskrift samnings við Hellas Veronahellasveronawomen.it „Ég fann í raun sjálf út að ég var ekki með leikheimild,“ sagði Marín eftir að hafa séð á internetinu að hún væri enn þá skráð hjá MŠK í Slóvakíu. „Ég var samt ekki viss hvort ég væri með heimild, þannig ég talaði við forráðamenn liðsins og þá fóru þau að athuga málið. Þá kom í ljós að leikheimildin fór aldrei í gegn,“ bætti Marín við. Ekki sátt við stöðu mála fór Marín heim til Íslands þar sem hún lék nokkra leiki með Grindavík um stutta stund áður en hún skrifaði undir samning við Keflavík sem gildir út yfirstandandi leiktímabil. Marín stefnir svo á að halda náminu í læknisfræði í Slóvakíu áfram í janúar 2023. „Það er bara ekki hægt að segja nei þegar Keflavík hefur samband. Ég er mjög spennt fyrir því að klæðast aftur Keflavíkur treyjunni og spila með liðinu í Bestu-deildinni,“ sagði Marín Rún Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, að lokum.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti