Sádar hyggjast byggja ofurborg framtíðarinnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2022 16:35 Neom samanstendur af tveimur skýjakjúfum sem spegla hvor annan og teygja sig eina 170 kílómetra meðfram Rauðahafinu. NEOM Krónprinsinn í Sádi-Arabíu hélt kynningu á Neom, fyrirhugaðri ofurborg, í vikunni. Hún mun innihalda tvo skýjakljúfa sem standa hvor á móti öðrum og teygja sig 170 kílómetra eftir Rauðahafinu. Fyrsti fasi uppbyggingarinnar nær til 2030 og mun kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala. Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaða uppbyggingu framtíðarborgarinnar Neom árið 2017 en drögin að borginni hafa tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum fimm árum. Nú á mánudag sýndi Mohammed bin Salman, prins Sádi-Arabíu frá nýjustu útgáfu af drögum borgarinnar. Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hjarta hennar Línan, tveir skýjakljúfar sem standa andspænis hvor öðrum og eru spegilmyndir hvor annars. Skýjakljúfarnir verða aðeins 200 metrar á breidd en 170 kílómetrar að lengd. Að sögn sádi-arabískra yfirvalda er búið að koma upp flugvelli við Neom en það er ekki ljóst hvort uppbygging á borginni sjálfri sé hafin. Skýjakljúfar eða skýjaglópar? Þá segir að borgin verði bíllaus með öllu og að íbúar hennar eigi að geta sótt sér alla nærþjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð. Einnig verði hægt að ferðast borgina endanna á milli á aðeins tuttugu mínútum þökk sé hraðlest. Tölvuteikning af öðrum enda Línunnar við Rauðahafið.NEOM Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hún knúinn með endurnýtanlegri orku og innan hennar verði allan ársins hring „temprað örloftslag með náttúrulegri loftræstingu.“ Fyrri loftslagsmarkmið konungsríkisins hafa hins vegar vakið efasemdir umhverfisverndarsinna. Krónprinsinn segir að íbúafjöldi Neom muni nái 1,2 milljón árið 2030 og verði orðinn níu milljónir árið 2045. Uppbygging borgarinnar sé einnig þáttur í landlægri fólksfjölgun Sádí-Arabíu en krónprinsinn bindur vonir við að íbúafjöldi landsins nái upp í 100 milljónir manna árið 2040, úr 34 milljónum manna í dag. Að sögn krónprinsins mun fyrsti fasi uppbyggingarinnar, sem nær til 2030, kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala (rúmlega 36 þúsund milljarðar íslenskra króna). Myndirnar af Neom úr kynningarmyndbandi Sáda er nánast of gott til að vera satt, svo ótrúlegar eru myndirnar þaðan.NEOM Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Ef verkefnið Vision 2030 gengur eftir verður Sádi-Arabía orðin að mesta ferðamannalandi heims eftir aðeins áratug. Hingað til hefur trúarofstæki, mannréttindabrot og ófriður einkennt landið en stjórnvöld hyggjast snúa þróuninni við, losa um heljargreiparnar á íbúunum og byggja upp ferðamannaparadís. 1. október 2019 09:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaða uppbyggingu framtíðarborgarinnar Neom árið 2017 en drögin að borginni hafa tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum fimm árum. Nú á mánudag sýndi Mohammed bin Salman, prins Sádi-Arabíu frá nýjustu útgáfu af drögum borgarinnar. Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hjarta hennar Línan, tveir skýjakljúfar sem standa andspænis hvor öðrum og eru spegilmyndir hvor annars. Skýjakljúfarnir verða aðeins 200 metrar á breidd en 170 kílómetrar að lengd. Að sögn sádi-arabískra yfirvalda er búið að koma upp flugvelli við Neom en það er ekki ljóst hvort uppbygging á borginni sjálfri sé hafin. Skýjakljúfar eða skýjaglópar? Þá segir að borgin verði bíllaus með öllu og að íbúar hennar eigi að geta sótt sér alla nærþjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð. Einnig verði hægt að ferðast borgina endanna á milli á aðeins tuttugu mínútum þökk sé hraðlest. Tölvuteikning af öðrum enda Línunnar við Rauðahafið.NEOM Samkvæmt kynningarmyndbandi um borgina verður hún knúinn með endurnýtanlegri orku og innan hennar verði allan ársins hring „temprað örloftslag með náttúrulegri loftræstingu.“ Fyrri loftslagsmarkmið konungsríkisins hafa hins vegar vakið efasemdir umhverfisverndarsinna. Krónprinsinn segir að íbúafjöldi Neom muni nái 1,2 milljón árið 2030 og verði orðinn níu milljónir árið 2045. Uppbygging borgarinnar sé einnig þáttur í landlægri fólksfjölgun Sádí-Arabíu en krónprinsinn bindur vonir við að íbúafjöldi landsins nái upp í 100 milljónir manna árið 2040, úr 34 milljónum manna í dag. Að sögn krónprinsins mun fyrsti fasi uppbyggingarinnar, sem nær til 2030, kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala (rúmlega 36 þúsund milljarðar íslenskra króna). Myndirnar af Neom úr kynningarmyndbandi Sáda er nánast of gott til að vera satt, svo ótrúlegar eru myndirnar þaðan.NEOM
Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Ef verkefnið Vision 2030 gengur eftir verður Sádi-Arabía orðin að mesta ferðamannalandi heims eftir aðeins áratug. Hingað til hefur trúarofstæki, mannréttindabrot og ófriður einkennt landið en stjórnvöld hyggjast snúa þróuninni við, losa um heljargreiparnar á íbúunum og byggja upp ferðamannaparadís. 1. október 2019 09:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Ef verkefnið Vision 2030 gengur eftir verður Sádi-Arabía orðin að mesta ferðamannalandi heims eftir aðeins áratug. Hingað til hefur trúarofstæki, mannréttindabrot og ófriður einkennt landið en stjórnvöld hyggjast snúa þróuninni við, losa um heljargreiparnar á íbúunum og byggja upp ferðamannaparadís. 1. október 2019 09:00