Skortur á Parkódín forte Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2022 12:04 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skortur er á Parkódín forte hér á landi. Vísir/Vilhelm Verkjalyfið Parkódín forte 500 mg/30 mg er ófáanlegt hjá heildsala í tuttugu, þrjátíu, fjörutíu og hundrað stykkja pakkningum þar sem sendingar af lyfinu hafa ekki borist til landsins. Erfiðara hefur því reynst fyrir fólk að nálgast verkjalyfið í apótekum. Samkvæmt Lyfjastofnun eru enn til nægar birgðir af Parkódín forte 500 mg/30 mg í 200 stykkja pakkningum. Skortur hefur verið á tuttugu og þrjátíu stykkja pökkum frá því í lok maí og þann 20. júlí bárust upplýsingar um skort á fjörutíu og hundrað stykkja pakkningum. Teva Pharma Iceland er umboðsaðili verkjalyfsins hér á landi. Í tilkynningu fyrirtækisins til Lyfjastofnunar segir að vandkvæði í framleiðslu lyfsins skýri skortinn en þau séu ekki gæðatengd. Fram kemur í svari frá Lyfjastofnun við fyrirspurn fréttastofu að miðað við þær upplýsingar sem hún hafi handbærar sé reiknað með því að sendingar af öllum pakkastærðunum fari að berast aftur til Íslands í byrjun ágúst. Í millitíðinni bendir Lyfjastofnun á undanþágulyfið Co-Dafalgan 500/30 mg sem fáanlegt er í 40 stykkja pakkningum. Ekki óvenjumikið um lyfjaskort Lyfjastofnun hefur birt sex tilkynningar um lyfjaskort á vef sínum það sem af er júlí en fram kemur í svari hennar að ekki hafi borist fleiri slíkar tilkynningar til stofnunarinnar en að jafnaði. Misjafnt sé hvort tilkynningar um skort séu birtar á vefnum og birtingarnar mismargar frá einum tíma til annars. Í byrjun þessa árs sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Fréttablaðið að áhyggjur væru uppi um mögulegan lyfjaskort á Íslandi og nauðsynlegt væri að vera vakandi fyrir ástandinu. Vísaði hún þá til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru sem hafi bæði raskað og tafið framleiðslu og innflutning lyfja. Verslun Lyf Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Samkvæmt Lyfjastofnun eru enn til nægar birgðir af Parkódín forte 500 mg/30 mg í 200 stykkja pakkningum. Skortur hefur verið á tuttugu og þrjátíu stykkja pökkum frá því í lok maí og þann 20. júlí bárust upplýsingar um skort á fjörutíu og hundrað stykkja pakkningum. Teva Pharma Iceland er umboðsaðili verkjalyfsins hér á landi. Í tilkynningu fyrirtækisins til Lyfjastofnunar segir að vandkvæði í framleiðslu lyfsins skýri skortinn en þau séu ekki gæðatengd. Fram kemur í svari frá Lyfjastofnun við fyrirspurn fréttastofu að miðað við þær upplýsingar sem hún hafi handbærar sé reiknað með því að sendingar af öllum pakkastærðunum fari að berast aftur til Íslands í byrjun ágúst. Í millitíðinni bendir Lyfjastofnun á undanþágulyfið Co-Dafalgan 500/30 mg sem fáanlegt er í 40 stykkja pakkningum. Ekki óvenjumikið um lyfjaskort Lyfjastofnun hefur birt sex tilkynningar um lyfjaskort á vef sínum það sem af er júlí en fram kemur í svari hennar að ekki hafi borist fleiri slíkar tilkynningar til stofnunarinnar en að jafnaði. Misjafnt sé hvort tilkynningar um skort séu birtar á vefnum og birtingarnar mismargar frá einum tíma til annars. Í byrjun þessa árs sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Fréttablaðið að áhyggjur væru uppi um mögulegan lyfjaskort á Íslandi og nauðsynlegt væri að vera vakandi fyrir ástandinu. Vísaði hún þá til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru sem hafi bæði raskað og tafið framleiðslu og innflutning lyfja.
Verslun Lyf Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“