Fréttablaðið greinir frá en þar segir að sveitarfélagið hafi ekki fengið upplýsingar um að kæran væri til umfjöllunar í ráðuneytinu. Þá hafi þeir ekki fengið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
„Engar skýringar eða leiðir eru til að rekja það að kæra lá fyrir í ráðuneytinu þar sem of langur tími var liðinn til að rekja tölvupósta,“ segir í fundargerð bæjarráðs Hornafjarðar.
Lóðarhöfum verður því synjað um endurgreiðslu gatnagerðargjalda líkt og hafði verið ákveðið. Endurgreiðslan sem er synjað nemur tæpum þremur milljónum króna.
Sveitarfélagið telur framkvæmdirnar ekki hafa verið í trássi við jafnræðisreglu. Þá sé ekki um mismunun að ræða þar sem þeir sem fengu frest á framkvæmdum hafi ekki verið að sækja um lóð eftir að reglur um afslátt af gagnagerðargjöldum runnu út.
Í fundargerðinni segir að úrskurður innviðaráðuneytisins sé ekki bindandi fyrir sveitarfélagið en bæjarráð telur að málsmeðferðin hafi verið gölluð.