Chambers tryggði lærisveinum Gerrards jafntefli gegn United Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 11:49 Chambers var hetja Villa-liðsins. Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images Manchester United mistókst að vinna fjórða leik sinn í röð á undirbúningstímabili liðsins. Callum Chambers tryggði Aston Villa 2-2 jafntefli með marki úr síðustu snertingu leiksins. United var töluvert sterkari aðilinn framan af leik og náði forystunni á 25. mínútu. Liðið átti þá laglega sókn þar sem Marcus Rashford fann Luke Shaw sem kom í utanáhlaup vinstra megin í vítateig Aston Villa. Shaw gaf boltann fyrir og fann Jadon Sancho einan á auðum sjó á markteig og honum var eftirleikurinn auðveldur er hann kom liðinu í forystu. A superb @Sanchooo10 volley opens the scoring in Perth! #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 Sancho var aftur á ferðinni á 42. mínútu þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörn Villa. Marcus Rashford veitti honum aðstoð og fyrirgjöf Sancho fann Rashford sem skaut boltanum í Matty Cash, varnarmann Villa, hvaðan boltinn fór í netið. 2-0 stóð því í hléi en eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik minnkaði Jamaíkumaðurinn Leon Bailey muninn fyrir Aston Villa með fallegu vinstri fótar skoti frá hægra horni vítateigsins eftir um 30 metra sprett upp hægri kantinn. 2-1 stóð fram á 93. mínútu þegar varnarmaðurinn Callum Chambers jafnaði fyrir Villa með skalla á markteig eftir hornspyrnu Bailey frá hægri. Varnarmenn United og David De Gea telja líklega að þeir hafi getað gert betur í markinu en um var að ræða síðustu snertingu leiksins og 2-2 jafntefli niðurstaðan. A stormy encounter so far! Here's how we gained a 2-goal advantage in today's friendly #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 United hefur gert vel á undirbúningstímabilinu en um er að fyrsta leikinn sem liðinu mistekst að vinna. Liðið vann Liverpool 4-0 í Tælandi fyrir 4-1 sigur á Melbourne Victory og 3-1 sigur á Crystal Palace. Rauðu djöflarnir halda nú aftur til Evrópu eftir 12 daga túr um Asíu og Ástralíu en næsti leikur liðsins er við Atlético Madrid á Ullevaal-leikvanginum í Osló 30. júlí. Aston Villa, sem stýrt er af Steven Gerrard, vann 1-0 sigra á Leeds United og Brisbane Roar á Ástralíuferðalagi sínu en eiga einnig næsta leik sinn 30. júlí, þeirra síðasta á undirbúningstímabilinu, gegn Stade Rennais í Frakklandi. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
United var töluvert sterkari aðilinn framan af leik og náði forystunni á 25. mínútu. Liðið átti þá laglega sókn þar sem Marcus Rashford fann Luke Shaw sem kom í utanáhlaup vinstra megin í vítateig Aston Villa. Shaw gaf boltann fyrir og fann Jadon Sancho einan á auðum sjó á markteig og honum var eftirleikurinn auðveldur er hann kom liðinu í forystu. A superb @Sanchooo10 volley opens the scoring in Perth! #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 Sancho var aftur á ferðinni á 42. mínútu þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörn Villa. Marcus Rashford veitti honum aðstoð og fyrirgjöf Sancho fann Rashford sem skaut boltanum í Matty Cash, varnarmann Villa, hvaðan boltinn fór í netið. 2-0 stóð því í hléi en eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik minnkaði Jamaíkumaðurinn Leon Bailey muninn fyrir Aston Villa með fallegu vinstri fótar skoti frá hægra horni vítateigsins eftir um 30 metra sprett upp hægri kantinn. 2-1 stóð fram á 93. mínútu þegar varnarmaðurinn Callum Chambers jafnaði fyrir Villa með skalla á markteig eftir hornspyrnu Bailey frá hægri. Varnarmenn United og David De Gea telja líklega að þeir hafi getað gert betur í markinu en um var að ræða síðustu snertingu leiksins og 2-2 jafntefli niðurstaðan. A stormy encounter so far! Here's how we gained a 2-goal advantage in today's friendly #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 United hefur gert vel á undirbúningstímabilinu en um er að fyrsta leikinn sem liðinu mistekst að vinna. Liðið vann Liverpool 4-0 í Tælandi fyrir 4-1 sigur á Melbourne Victory og 3-1 sigur á Crystal Palace. Rauðu djöflarnir halda nú aftur til Evrópu eftir 12 daga túr um Asíu og Ástralíu en næsti leikur liðsins er við Atlético Madrid á Ullevaal-leikvanginum í Osló 30. júlí. Aston Villa, sem stýrt er af Steven Gerrard, vann 1-0 sigra á Leeds United og Brisbane Roar á Ástralíuferðalagi sínu en eiga einnig næsta leik sinn 30. júlí, þeirra síðasta á undirbúningstímabilinu, gegn Stade Rennais í Frakklandi.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó