Beverly Town er lið sem var stofnað í kringum aldamótin á Englandi. Liðið er í 10. deild þar í landi og því ekki beint líklegasti áfangastaður leikmanns sem hefur spilað meira en 200 leiki í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A. Formaður félagsins, Mark Smith, var úti með eigin hund er hann hitti annan hundaeiganda.
„Hann sagði að hann hefði spilað smá fótbolta hér áður fyrr. Ég sagði honum að ég væri formaður Beverley Town og að hann ætti að kíkja á æfingar þar sem undirbúningstímabilið er farð af stað,“ sagði Smith í spjalli við breska ríkisútvarpið, BBC.
WELCOME MANINNI
— Beverley Town FC (@bevtownfc) July 22, 2022
The former Brescia, Napoli and Sampdoria star will wear the sky blue of Beverley Town FC for the upcoming season! Read more below on our official website https://t.co/S2LR3hNnDo pic.twitter.com/Q95ZCm7HBw
„Ekki datt mér í hug að hann ætti meira en 200 leiki í Serie A,“ bætti Smith við.
Mannini hefur ekki spilað síðan hann lék með C-deildarliði Pontedera í janúar 2020. Í kjölfarið flutti hann til Austur-Jórvíkurskíris á Englandi þar sem hann starfar fyrir matvælaframleiðanda.
Þó hann hafi ekki spilað í rúm tvö og hálft ár þá má ætla að hann geti staðið í mönnum í 10. deildinni á Englandi eftir að hafa spilað gegn mönnum á borð við Ronaldinho, Francesco Totti og Zlatan Ibrahimović +a ferli sínum.
„Ég get ekki hrósað honum nóg. Hugarfar og vinnusemi hafa verið til fyrirmyndar. Hann getur verið fyrirmynd fyrir alla hjá félaginu,“ sagði Dave Ricardo, þjálfari Beverly Town, um nýjasta leikmann liðsins.
Beverley Town hefur leiktíðina 2022-2023 á útileik gegn Ollerton þann 6. ágúst næstkomandi.