Fyrrverandi markvörður Liverpool var háður verkjalyfjum: „Verður önnur manneskja“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2022 23:30 Kirkland í leik gegn Manchester United. EPA/MAGI HAROUN Chris Kirkland, fyrrverandi markvörður Liverpool sem og annarra liða, hefur undanfarinn áratug verið háður verkjalyfjum. Kirkland hefur áður rætt glímu sína við bæði þunglyndi og kvíða. Nú hefur hann opnað sig varðandi ofneyslu sína á verkjalyfjum. Hinn 41 árs gamli Kirkland lék með Liverpool frá árinu 2001 til 2006. Hann var lánaður til bæði West Bromwich Albion og Wigan Athletic á meðan hann var á mála hjá félaginu. Krikland gekk svo alfarið í raðir Wigan árið 2006 og var þar til 2012 er hann skipti yfir til Sheffield Wednesday. Hann endaði ferilinn árið 2016 eftir stutt stop hjá Bury þar sem hann spilaði ekki leik. Hann hefur glímt við hina ýmsu djöfla á lífsleiðinni og hefur almennt verið frekar opinn með það. Markvörðurinn fyrrverandi hefur hins vegar farið leynt með neyslu sína á verkjalyfjum, það er þangað til nú. Kirkland í leik með Wednesday.EPA/PETER POWELL Í viðtali við breska ríkisútvarpið segist Kirkland hafa byrjað að taka verkjalyf árið 2008 vegna bakverkja. „Ekkert of mikið, bara tvær til þrjár á dag til að halda verknum niðri,“ segir hann. Kirkland bjó áfram á sama stað eftir að hafa samið við Wednesday sem þýddi að hann þurfti að ferðast meira. Þá jók hann skammtinn til að bakverkirnir yrðu ekki of slæmir á meðan hann ferðaðist svona mikið. Hann meiddist á baki tveimur dögum fyrir fyrsta leikinn sinn hjá Wednesday og reif því upp gamla „góða“ pilluboxið. „Ég var tilbúinn að gera hvað sem er til að spila fyrsta leikinn og heilla áhorfendurnar, svo ég tók pillurnar.“ „Þetta hjálpaði við að halda kvíðanum niðri en líkami þinn venst magninu sem þú ert að taka svo þú þarft að auka skammtinn jafnt og þétt. Þetta fer að hafa áhrif á þig andlega og þú verður allt önnur manneskja.“ „Ég gjörbreyttist. Ég kom heim og lokaði mig af, ég vildi ekki tala við neinn. Ég var að taka tíu sinnum það sem maður átti að taka á einum degi.“ I m Chris Kirkland I ve been Addicted to Painkillers for 10 years wow it feels good and freeing to say that story now out @henrywinter @benfisherj @TimesSport @guardian hope it helps people live on @talkSPORT 11am https://t.co/TEpgf8mejH pic.twitter.com/67tKZo420a— Chris Kirkland (@ChrisKirkland43) July 21, 2022 „Það tók mig tíu ár en maður verður að opna sig og biðja um hjálp. Það er eina liðin til að ná sér að fullu. Ég hef reynt að gera þetta einn og það hefur alltaf mistekist. Ég vissi að ég myndi ekki fá hjálp þá yrði ég ekki hér mikið lengur.“ „Mér líður betur núna. Eiginkona mín hefur fengið eiginmann sinn aftur og dóttir mín hefur fengið föður sinn til baka. Það hvetur mig áfram og er ástæðan fyrir því að ég vil ekki verða háður verkjalyfjum aftur,“ sagði Kirkland að endingu í opinskáu viðtali við BBC. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Kirkland lék með Liverpool frá árinu 2001 til 2006. Hann var lánaður til bæði West Bromwich Albion og Wigan Athletic á meðan hann var á mála hjá félaginu. Krikland gekk svo alfarið í raðir Wigan árið 2006 og var þar til 2012 er hann skipti yfir til Sheffield Wednesday. Hann endaði ferilinn árið 2016 eftir stutt stop hjá Bury þar sem hann spilaði ekki leik. Hann hefur glímt við hina ýmsu djöfla á lífsleiðinni og hefur almennt verið frekar opinn með það. Markvörðurinn fyrrverandi hefur hins vegar farið leynt með neyslu sína á verkjalyfjum, það er þangað til nú. Kirkland í leik með Wednesday.EPA/PETER POWELL Í viðtali við breska ríkisútvarpið segist Kirkland hafa byrjað að taka verkjalyf árið 2008 vegna bakverkja. „Ekkert of mikið, bara tvær til þrjár á dag til að halda verknum niðri,“ segir hann. Kirkland bjó áfram á sama stað eftir að hafa samið við Wednesday sem þýddi að hann þurfti að ferðast meira. Þá jók hann skammtinn til að bakverkirnir yrðu ekki of slæmir á meðan hann ferðaðist svona mikið. Hann meiddist á baki tveimur dögum fyrir fyrsta leikinn sinn hjá Wednesday og reif því upp gamla „góða“ pilluboxið. „Ég var tilbúinn að gera hvað sem er til að spila fyrsta leikinn og heilla áhorfendurnar, svo ég tók pillurnar.“ „Þetta hjálpaði við að halda kvíðanum niðri en líkami þinn venst magninu sem þú ert að taka svo þú þarft að auka skammtinn jafnt og þétt. Þetta fer að hafa áhrif á þig andlega og þú verður allt önnur manneskja.“ „Ég gjörbreyttist. Ég kom heim og lokaði mig af, ég vildi ekki tala við neinn. Ég var að taka tíu sinnum það sem maður átti að taka á einum degi.“ I m Chris Kirkland I ve been Addicted to Painkillers for 10 years wow it feels good and freeing to say that story now out @henrywinter @benfisherj @TimesSport @guardian hope it helps people live on @talkSPORT 11am https://t.co/TEpgf8mejH pic.twitter.com/67tKZo420a— Chris Kirkland (@ChrisKirkland43) July 21, 2022 „Það tók mig tíu ár en maður verður að opna sig og biðja um hjálp. Það er eina liðin til að ná sér að fullu. Ég hef reynt að gera þetta einn og það hefur alltaf mistekist. Ég vissi að ég myndi ekki fá hjálp þá yrði ég ekki hér mikið lengur.“ „Mér líður betur núna. Eiginkona mín hefur fengið eiginmann sinn aftur og dóttir mín hefur fengið föður sinn til baka. Það hvetur mig áfram og er ástæðan fyrir því að ég vil ekki verða háður verkjalyfjum aftur,“ sagði Kirkland að endingu í opinskáu viðtali við BBC.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira