Segir fásinnu að stuðningur við rafbíla sé óhagkvæmur Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2022 12:55 Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands. Aðsend Formaður rafbílasambands segir mikið af ranghugmyndum í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um hagkvæmni loftslagsaðgerða. Stofnunin gefi sér mikið af röngum forsendum og algjör fásinna sé að skella loftslagsskuldinni á rafbíla. Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands og hann er ekki sáttur með þá mynd sem teiknuð er upp í skýrslu Hagfræðistofnunar. Í skýrslunni segir að stuðningur við kaup á rafbílum sé langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Það sem hann segir athyglisverðast sé sú aðferð sem Hagfræðistofnun beitir til að reikna kostnað við stuðning við rafbíla. „Þeir eru þarna með töflu í skýrslunni yfir niðurfellingu á virðisaukaskatti. Niðurfelling á virðisaukaskatti er náttúrulega ekki ríkið að setja pening í eitthvað heldur bara ríkið að verða af tekjum. Það er grundvallarmunur á því,“ segir Tómas. Þá gagnrýnir hann að gert sé ráð fyrir fullri niðurfellingu virðisaukaskatts til ársins 2030, sem enginn sé að tala um. „Núverandi aðgerðir eru upp í tuttugu þúsund bíl, sem verður trúlega um mitt ár 2023,“ segir Tómas. Hann segir að Rafbílasambandið geri ekki ráð fyrir því að virðisaukaskattur verði felldur niður lengi. Eðlilegt sé að það sé gert á meðan rafbílar eru dýrari en sambærilegir bílar sem knúnir eru af jarðefnaeldsneyti. Gert sé ráð fyrir að rafbílar verði orðnir helmingi ódýrari en aðrir bílar árið 2030 og því sé rangt að reikna með niðurfellingu svo lengi. Í skýrslunni segir að niðurfelling viðrisaukaskatts muni kosta ríkið 34,2 milljarða króna árið 2030. Því sé hægt að leiðrétta allan hallann af stuðningi við rafbíla og gott betur séu árin 2029 og 2030 tekin út. Hallinn færi þá úr 38 milljörðum í 28 milljarða króna hagnað. Orkuskipti Loftslagsmál Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands og hann er ekki sáttur með þá mynd sem teiknuð er upp í skýrslu Hagfræðistofnunar. Í skýrslunni segir að stuðningur við kaup á rafbílum sé langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Það sem hann segir athyglisverðast sé sú aðferð sem Hagfræðistofnun beitir til að reikna kostnað við stuðning við rafbíla. „Þeir eru þarna með töflu í skýrslunni yfir niðurfellingu á virðisaukaskatti. Niðurfelling á virðisaukaskatti er náttúrulega ekki ríkið að setja pening í eitthvað heldur bara ríkið að verða af tekjum. Það er grundvallarmunur á því,“ segir Tómas. Þá gagnrýnir hann að gert sé ráð fyrir fullri niðurfellingu virðisaukaskatts til ársins 2030, sem enginn sé að tala um. „Núverandi aðgerðir eru upp í tuttugu þúsund bíl, sem verður trúlega um mitt ár 2023,“ segir Tómas. Hann segir að Rafbílasambandið geri ekki ráð fyrir því að virðisaukaskattur verði felldur niður lengi. Eðlilegt sé að það sé gert á meðan rafbílar eru dýrari en sambærilegir bílar sem knúnir eru af jarðefnaeldsneyti. Gert sé ráð fyrir að rafbílar verði orðnir helmingi ódýrari en aðrir bílar árið 2030 og því sé rangt að reikna með niðurfellingu svo lengi. Í skýrslunni segir að niðurfelling viðrisaukaskatts muni kosta ríkið 34,2 milljarða króna árið 2030. Því sé hægt að leiðrétta allan hallann af stuðningi við rafbíla og gott betur séu árin 2029 og 2030 tekin út. Hallinn færi þá úr 38 milljörðum í 28 milljarða króna hagnað.
Orkuskipti Loftslagsmál Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira