Sömdu söngleik um Samherja og slógu Íslandsmet í plötuútgáfu Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2022 07:15 Í sumar hefur Kruklið staðið fyrir útgáfu átta platna, blaðamannafundi fyrir utan stjórnarráðið og útgáfu þjóðsöngsins á NFT-formi. Samsett/Aðsent Þrír ungir tónlistarmenn hafa í sumar gefið út átta plötur yfir átta vikna tímabil sem þeir segja vera Íslandsmet í plötuútgáfu yfir jafnlangt tímabil. Meðal platnanna átta er Samherji: The Musical sem inniheldur meðal annars lögin Kvótakóng og Arðrán. Hugi Kjartansson, Hjalti Nordal og Kormákur Logi Laufeyjarson standa að baki Kruklinu, verkefni sem þeir unnu að í sumar og snerist um að gefa út plötu í hverri viku yfir átta vikna tímabil. Piltarnir þrír eru allir menntaðir í tónlist, Hugi nemur tónsmíðar í Listaháskólanum, Hjalti er útskrifaður úr tónsmíðum og Kormákur er að læra píanóleik í MÍT. Fólk leyfi gervigreindinni að stýra sér Hugmyndina að verkefninu segja piltarnir sprottna af trylltum tónlistarmarkaði nútímans sem feli í sér gífurlega framleiðslu og útgáfu tónlistar. Á hverjum degi séu gefin út 60 þúsund lög á streymisveitunni Spotify sem sé næstum eitt lag á hverri sekúndu. „Við lifum á tímum þar sem nærri því öll tónlist sem hefur verið gefin út er aðgengileg hvar sem maður er í heiminum, og á hverjum degi bætist við það sem jafngildir 125 dögum af nýrri tónlist,“ segja þeir. Tónlistarmennirnir að baki Kruklinu hafa staðið í ströngu við að dæla út tónlist undanfarna tvo mánuði enda er það ekki lítið mál að búa til heila plötu frá grunni, hvað þá átta.Kruklið Sömuleiðis segja þeir að fólk sé nánast hætt að velja hvaða tónlist það hlustar á og láti gervigreindina í Spotify velja fyrir sig í staðinn. Algrími forritsins smíði fyrir fólk „ógrynni af spilunarlistum í tilteknum uppspunnum stílum“ sem missi hægt og rólega merkingu sína í stöðugri endurtekningunni þar til þeir eru orðnir paródíur af sjálfum sér. Hluti af Kruklinu var einmitt að leika sér með uppspunna stíla á borð við „barrokk-trapp, þjóðlaga-dubstep og tólftóna-swagrock.“ Tónlist samin á færibandi Piltarnir segja að vegna vikulegrar útgáfunnar hafi verkefnið verið mikil færibandavinna, enda þurftu þeir „í hverri viku að semja fimm til tíu ný lög, skrifa texta fyrir þau, pródúsera, búa til cover og taka upp söng og hljóðfæraleik.“ „Í svona færibandavinnu þarf maður að læra að hlaupa, læra að doka ekki við of lengi í því að „fullkomna“ það sem maður sér fyrir sér, heldur leyfa laginu að verða til,“ segir Hugi um ferlið. Hugi Kjartansson mundar gítarinn á meðan Kormákur Logi Laufeyjarson sýnir honum eitthvað athyglivert í tölvunni.Aðsent Þá hafi stundum verið erfitt að fá hugmyndir, „sérstaklega í síðustu vikunum,“ en verkefnið hafi hins vegar aldrei verið leiðinlegt og allt hafi ræst á endanum. Í síðustu viku, föstudaginn 21. júlí, kom svo út áttunda og síðasta plata Kruklsins, Hringitónar og vekjaraklukkur fyrir farsíma. Þeir hafa því gefið út sem nemur tæpum tveimur klukkutímum af tónlist undanfarna tvo mánuði. Eitt Íslandsmet jafnað og annað slegið Piltarnir hafa með útgáfunni jafnað tæplega þrjátíu ára gamalt met Curvers Thoroddsen yfir plötuútgáfu á einu ári og sannarlega splundrað íslandsmeti á plötuútgáfu yfir tveggja mánaða tímabil. Þann 16. júlí héldu piltarnir blaðamannafund fyrir framan stjórnarráðið þar sem þeir héldu happdrætti á íslenska þjóðsöngnum á bálkakeðjuformi.Kruklið Árið 1995 ákvað tónlistarmaðurinn Curver, upprunalega Birgir Örn Thoroddsen, að semja lag fyrir hvern dag ársins og gefa svo út tólf snældur með lögunum í hverjum mánuði yfir tólf mánaða tímabil. Fyrri helming ársins gaf Curver út snældu mánaðarlega en á seinni hlutanum fór að hægjast á útgáfunni. Á Youtube-síðu sinni lýsir Curver því hvernig snældan sem átti að koma út í ágúst hafi komið út í september og snældan fyrir september hafi ekki komið út fyrr en árið á eftir. Síðan stoppaði útgáfan. Og verkefnið sat á hakanum í tíu ár þar til 2006 þegar Curver endurvakti það og gaf út síðustu þrjár snældurnar. Á einu ári (en yfir níu mánaða tímabil) gaf Curver því aðeins út átta plötur. Piltarnir hefðu því bara þurft að gefa út eina plötu til viðbótar til að slá Íslandsmet Curvers í plötuútgáfu yfir eitt ár. Og það er svo sem enn nægur tími til stefnu. Fari svo að þeir gefi ekki út aðra plötu í ár eiga þeir þó enn metið yfir plötur í einum mánuði og deila svo sem hinu metinu með Curver. Blaðamannafundur fyrir utan stjórnarráðið og rafrænn þjóðsöngur Piltarnir á bak við Kruklið hafa þó ekki bara staðið í tónlistarútgáfu þetta sumarið af því fimmtudaginn 16. júlí héldu þeir blaðamannafund fyrir utan Stjórnarráðið. Þar tilkynntu þeir efni sjöundu plötunnar, Lofsöngs: Þjóðsöngs Íslendinga, sem inniheldur hinar ýmsu útgáfu af íslenska þjóðsöngnum. View this post on Instagram A post shared by Kruklið (@kruklid) Á þessum sama blaðamannafundi héldu þeir einnig happdrætti á íslenska þjóðsöngnum á formi NFT (e. non-fungible token) sem má lýsa sem einstöku rafrænu eignarhaldi hlutar á bálkakeðju. Slíkt eignarhald hefur orðið gríðarvinsælt undanfarin ár en er um leið nokkuð umdeilt. Það má því segja að piltarnir hafi staðið í ýmiss konar útgáfu þetta sumarið. Hér neðst má svo nálgast lista yfir vinsælustu lög Kruklsins á Spotify en það er spurning hvort algrímið setji eitthvert þeirra á einn af spilunarlistum tónlistarveitunnar. Tónlist Spotify Samherjaskjölin Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Hugi Kjartansson, Hjalti Nordal og Kormákur Logi Laufeyjarson standa að baki Kruklinu, verkefni sem þeir unnu að í sumar og snerist um að gefa út plötu í hverri viku yfir átta vikna tímabil. Piltarnir þrír eru allir menntaðir í tónlist, Hugi nemur tónsmíðar í Listaháskólanum, Hjalti er útskrifaður úr tónsmíðum og Kormákur er að læra píanóleik í MÍT. Fólk leyfi gervigreindinni að stýra sér Hugmyndina að verkefninu segja piltarnir sprottna af trylltum tónlistarmarkaði nútímans sem feli í sér gífurlega framleiðslu og útgáfu tónlistar. Á hverjum degi séu gefin út 60 þúsund lög á streymisveitunni Spotify sem sé næstum eitt lag á hverri sekúndu. „Við lifum á tímum þar sem nærri því öll tónlist sem hefur verið gefin út er aðgengileg hvar sem maður er í heiminum, og á hverjum degi bætist við það sem jafngildir 125 dögum af nýrri tónlist,“ segja þeir. Tónlistarmennirnir að baki Kruklinu hafa staðið í ströngu við að dæla út tónlist undanfarna tvo mánuði enda er það ekki lítið mál að búa til heila plötu frá grunni, hvað þá átta.Kruklið Sömuleiðis segja þeir að fólk sé nánast hætt að velja hvaða tónlist það hlustar á og láti gervigreindina í Spotify velja fyrir sig í staðinn. Algrími forritsins smíði fyrir fólk „ógrynni af spilunarlistum í tilteknum uppspunnum stílum“ sem missi hægt og rólega merkingu sína í stöðugri endurtekningunni þar til þeir eru orðnir paródíur af sjálfum sér. Hluti af Kruklinu var einmitt að leika sér með uppspunna stíla á borð við „barrokk-trapp, þjóðlaga-dubstep og tólftóna-swagrock.“ Tónlist samin á færibandi Piltarnir segja að vegna vikulegrar útgáfunnar hafi verkefnið verið mikil færibandavinna, enda þurftu þeir „í hverri viku að semja fimm til tíu ný lög, skrifa texta fyrir þau, pródúsera, búa til cover og taka upp söng og hljóðfæraleik.“ „Í svona færibandavinnu þarf maður að læra að hlaupa, læra að doka ekki við of lengi í því að „fullkomna“ það sem maður sér fyrir sér, heldur leyfa laginu að verða til,“ segir Hugi um ferlið. Hugi Kjartansson mundar gítarinn á meðan Kormákur Logi Laufeyjarson sýnir honum eitthvað athyglivert í tölvunni.Aðsent Þá hafi stundum verið erfitt að fá hugmyndir, „sérstaklega í síðustu vikunum,“ en verkefnið hafi hins vegar aldrei verið leiðinlegt og allt hafi ræst á endanum. Í síðustu viku, föstudaginn 21. júlí, kom svo út áttunda og síðasta plata Kruklsins, Hringitónar og vekjaraklukkur fyrir farsíma. Þeir hafa því gefið út sem nemur tæpum tveimur klukkutímum af tónlist undanfarna tvo mánuði. Eitt Íslandsmet jafnað og annað slegið Piltarnir hafa með útgáfunni jafnað tæplega þrjátíu ára gamalt met Curvers Thoroddsen yfir plötuútgáfu á einu ári og sannarlega splundrað íslandsmeti á plötuútgáfu yfir tveggja mánaða tímabil. Þann 16. júlí héldu piltarnir blaðamannafund fyrir framan stjórnarráðið þar sem þeir héldu happdrætti á íslenska þjóðsöngnum á bálkakeðjuformi.Kruklið Árið 1995 ákvað tónlistarmaðurinn Curver, upprunalega Birgir Örn Thoroddsen, að semja lag fyrir hvern dag ársins og gefa svo út tólf snældur með lögunum í hverjum mánuði yfir tólf mánaða tímabil. Fyrri helming ársins gaf Curver út snældu mánaðarlega en á seinni hlutanum fór að hægjast á útgáfunni. Á Youtube-síðu sinni lýsir Curver því hvernig snældan sem átti að koma út í ágúst hafi komið út í september og snældan fyrir september hafi ekki komið út fyrr en árið á eftir. Síðan stoppaði útgáfan. Og verkefnið sat á hakanum í tíu ár þar til 2006 þegar Curver endurvakti það og gaf út síðustu þrjár snældurnar. Á einu ári (en yfir níu mánaða tímabil) gaf Curver því aðeins út átta plötur. Piltarnir hefðu því bara þurft að gefa út eina plötu til viðbótar til að slá Íslandsmet Curvers í plötuútgáfu yfir eitt ár. Og það er svo sem enn nægur tími til stefnu. Fari svo að þeir gefi ekki út aðra plötu í ár eiga þeir þó enn metið yfir plötur í einum mánuði og deila svo sem hinu metinu með Curver. Blaðamannafundur fyrir utan stjórnarráðið og rafrænn þjóðsöngur Piltarnir á bak við Kruklið hafa þó ekki bara staðið í tónlistarútgáfu þetta sumarið af því fimmtudaginn 16. júlí héldu þeir blaðamannafund fyrir utan Stjórnarráðið. Þar tilkynntu þeir efni sjöundu plötunnar, Lofsöngs: Þjóðsöngs Íslendinga, sem inniheldur hinar ýmsu útgáfu af íslenska þjóðsöngnum. View this post on Instagram A post shared by Kruklið (@kruklid) Á þessum sama blaðamannafundi héldu þeir einnig happdrætti á íslenska þjóðsöngnum á formi NFT (e. non-fungible token) sem má lýsa sem einstöku rafrænu eignarhaldi hlutar á bálkakeðju. Slíkt eignarhald hefur orðið gríðarvinsælt undanfarin ár en er um leið nokkuð umdeilt. Það má því segja að piltarnir hafi staðið í ýmiss konar útgáfu þetta sumarið. Hér neðst má svo nálgast lista yfir vinsælustu lög Kruklsins á Spotify en það er spurning hvort algrímið setji eitthvert þeirra á einn af spilunarlistum tónlistarveitunnar.
Tónlist Spotify Samherjaskjölin Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira