Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 09:16 Það var hiti í andstæðingum Blika eftir 2-0 sigur Kópavogsliðsins í gærkvöld. Rauða spjaldið hafði farið á loft þrívegis í leiknum, við litla hrifningu rúmlega 50 stuðningsmanna Buducnost sem voru á leiknum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT og skjáskot/@blikar.is Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði að Blikar ættu ekki von á neinni refsingu af hálfu UEFA vegna þeirra láta sem urðu í lok leiks. Sigurður gat hins vegar ekki svarað því hver afstaða UEFA væri til hegðunar leikmanna og starfsliðs Buducnost sem ruku inn á völlinn í leikslok og þjörmuðu sérstaklega að Damir Muminovic, miðverði Breiðabliks, sem mun hafa tjáð sig við þá á serbnesku. Á meðan á leiknum sjálfum stóð fengu tveir leikmenn Buducnost að líta rauða spjaldið, sem og þjálfari liðsins, og verða þeir þrír því í leikbanni þegar liðin mætast í Svartfjallalandi í næstu viku í seinni leik þeirra í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ljóst er að Buducnost fær sekt frá UEFA af þessum sökum. Rúmlega 50 stuðningsmenn Buducnost voru á leiknum og sátu þeir í „gömlu stúkunni“ á Kópavogsvelli, gegnt aðalstúku vallarins þar sem stuðningsmenn Breiðabliks voru. Öflugur stuðningur gestanna í gömlu stúkunni. Geggjað stuð hér á Kópavigsvelli. pic.twitter.com/taIjMCu504— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2022 Sigurður segir að lögreglan hafi átt frumkvæðið að því að vera á leiknum og að hún hafi fylgst með stuðningsmönnum gestanna sem vissulega hafi verið með nokkur læti en ekki brotið sér leið inn á völlinn eða nokkuð slíkt. Lögreglan skipti sér svo einnig af látunum í leikslok. „Meiri læti en við erum vön“ „Það var alveg einhver æsingur í röðum stuðningsmanna þeirra en það gekk ágætlega að halda aftur af því. Við vorum búin að undirbúa okkur vel. Eftir leikinn var svo æsingur hjá leikmönnum þeirra og þá var gæslan mætt út á völl til að stía mönnum í sundur. Þetta voru aðeins meiri læti en við erum vön hérna en gekk á endanum allt ágætlega,“ sagði Sigurður og sagði ljóst að UEFA myndi ekki sekta Breiðablik vegna málsins. „Lögreglan kom inn á völlinn eftir leik en það urðu engir eftirmálar af þessu,“ sagði Sigurður en leikmenn Buducnost héldu áfram að láta í sér heyra þegar þeir gengu inn til búningsklefa án þess þó að ganga neitt lengra en það. Aðspurður hvort Blikar þyrftu að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir fyrir seinni leik liðanna svaraði Sigurður: „Mér skilst nú að það séu gerðar ráðstafanir fyrir alla heimaleiki hjá þeim þarna úti, og almennt meiri en eru gerðar hérna heima. Við í sjálfu sér óttumst það ekki. Þetta lið spilar reglulega í Evrópukeppnum og við treystum því að öryggismál þarna verði í lagi.“ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Tengdar fréttir Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira
Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði að Blikar ættu ekki von á neinni refsingu af hálfu UEFA vegna þeirra láta sem urðu í lok leiks. Sigurður gat hins vegar ekki svarað því hver afstaða UEFA væri til hegðunar leikmanna og starfsliðs Buducnost sem ruku inn á völlinn í leikslok og þjörmuðu sérstaklega að Damir Muminovic, miðverði Breiðabliks, sem mun hafa tjáð sig við þá á serbnesku. Á meðan á leiknum sjálfum stóð fengu tveir leikmenn Buducnost að líta rauða spjaldið, sem og þjálfari liðsins, og verða þeir þrír því í leikbanni þegar liðin mætast í Svartfjallalandi í næstu viku í seinni leik þeirra í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ljóst er að Buducnost fær sekt frá UEFA af þessum sökum. Rúmlega 50 stuðningsmenn Buducnost voru á leiknum og sátu þeir í „gömlu stúkunni“ á Kópavogsvelli, gegnt aðalstúku vallarins þar sem stuðningsmenn Breiðabliks voru. Öflugur stuðningur gestanna í gömlu stúkunni. Geggjað stuð hér á Kópavigsvelli. pic.twitter.com/taIjMCu504— Blikar.is (@blikar_is) July 21, 2022 Sigurður segir að lögreglan hafi átt frumkvæðið að því að vera á leiknum og að hún hafi fylgst með stuðningsmönnum gestanna sem vissulega hafi verið með nokkur læti en ekki brotið sér leið inn á völlinn eða nokkuð slíkt. Lögreglan skipti sér svo einnig af látunum í leikslok. „Meiri læti en við erum vön“ „Það var alveg einhver æsingur í röðum stuðningsmanna þeirra en það gekk ágætlega að halda aftur af því. Við vorum búin að undirbúa okkur vel. Eftir leikinn var svo æsingur hjá leikmönnum þeirra og þá var gæslan mætt út á völl til að stía mönnum í sundur. Þetta voru aðeins meiri læti en við erum vön hérna en gekk á endanum allt ágætlega,“ sagði Sigurður og sagði ljóst að UEFA myndi ekki sekta Breiðablik vegna málsins. „Lögreglan kom inn á völlinn eftir leik en það urðu engir eftirmálar af þessu,“ sagði Sigurður en leikmenn Buducnost héldu áfram að láta í sér heyra þegar þeir gengu inn til búningsklefa án þess þó að ganga neitt lengra en það. Aðspurður hvort Blikar þyrftu að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir fyrir seinni leik liðanna svaraði Sigurður: „Mér skilst nú að það séu gerðar ráðstafanir fyrir alla heimaleiki hjá þeim þarna úti, og almennt meiri en eru gerðar hérna heima. Við í sjálfu sér óttumst það ekki. Þetta lið spilar reglulega í Evrópukeppnum og við treystum því að öryggismál þarna verði í lagi.“
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Tengdar fréttir Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira
Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30