Á síðustu dögum hafa hitamet fallið í Bretlandi en Penelopy Endersby, forstjóri Veðurstofu Bretlands sagði á dögunum veðurfarið vera fordæmalaust. „Við höfum aldrei áður séð slíkar hitatölur í reiknilíkönum okkar,“ sagði Endersby um stöðu mála.
Viðtal Turner við Hammond hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum en hluti af viðtalinu hefur verið splæst saman við álíka senu úr Netflix myndinni „Don‘t look up.“
Myndbandið má sjá hér að neðan.
A clip from Don t Look Up, and then a real TV interview that just happened pic.twitter.com/CokQ5eb3sO
— Ben Phillips (@benphillips76) July 20, 2022
Hammond sagði í samtali við Washington Post að hann vonist til þess að dreifing myndbandsins verði til þess að fólk átti sig á alvarleika málsins.